Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Vill stækka húsið sitt Jóhann Óli Guðmunds- son, oft kenndur við öryggisþjón- ustufyrirtækið Securitas, hef- ur sótt um það til borgar- yfirvalda að fá að stækka ein- býlishús sitt í Brekkugerði. Byggingar- fulltrúi frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þar til skipulagsfulltrúi hefur farið yfir það. Skipulags- fulltrúinn vísaði umsókn- inni á hinn bóginn til hverfisarkitektsins til um- sagnar. Húsið í Brekku- gerði, sem Jóhann Óli keypti árið 2000, er í augnablikinu 380 fermet- rar. Annars býr hann með fjölskyldu sinni í Bretíandi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi viðskiptafræðinginn og kennarann Hlyn Ómar Svavarsson í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að misnota ástand alzheimerveiks eldri borgara. Hlynur fékk gamla manninn til að veita sér fullt forræði yfir Qármálum hans, tók veð í íbúðinni hans og greiddi sjálfum sér pening. Hlynur kennir viðskipta- fræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja meðan hann bíður eftir að hefja afplánun. Viðskiptatræöingur sveik fé af mm "IrvrF’ifcf rl . 'dáámmÉmmm Júgóslavar á Akureyri Guðrún Blöndal sem nú vinnur að lokaverkefni sínu við Háskólann á Akur- eyri mun fá sérstakan styrk til að kaupa túlkaþjónustu vegna verkefnisins. Það ber heitið „Flóttafólk á Ak- ureyri frá fyrrum Júgóslavíu". Jafnréttis-og fjölskyldunefnd Akureyrar veitti Guðrúnu áheyrn á þriðjudag og ákvað þá að styðja við bakið á henni vegna þessa máls. Vill að borgin ríðiávaðið Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, flutti á þriðu- daginn tillögu í borgarstjórn þess efnis að launagreið- endur sýni það á launa- seðlum hvernig afdreginn skattur launamanns skipt- ist á milli ríkis í formi tekjuskatts og sveitarfélags í formi útsvars. Með tillögu Kjartans er lagt til að Reykjavíkurborg hafi frum- kvæði að breytingunni með sínum átta þúsund starfsmönnum og hvetji jafnframt til þess að aðrir vinnuveitendur geri slíkt hið sama. Einróma var samþykkt að vísa tillögu Kjartans til meðferðar borgarráðs. alzheimensjuku namalmenni „Brot ákærða [Hlyns Ómars] er alvarlegt og beindist gegn sjúk- um, öldruðum manni, sem lagði traust sittá ákærða." Kennarinn og viðskiptafræðingurinn Hlynur Ómar Svavarsson, 50 ára, mun þurfa að eyða fjórum mánuðum í fangelsi vegna þess sem hann gerði öldruðum og alzheimersjúkum leigusala sínum. Hlynur er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér minnisleysi gamla mannsins til að svíkja út peninga. Gærdeginum eyddi Hlynur hins vegar í vinnunni, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja að kenna nemendum sínum viðskiptafræði. „Brot ákærða [Hlyns Ómars] er alvarlegt og beindist gegn sjúkum, öldruðum manni, sem lagði traust sitt á ákærða," segir í lokaorðum dómsins. Hlynur hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu í réttar- salnum en dómurinn taldi að hon- um hafi verið fullkunnugt um ástand gamla mannsins sem heitir Óskar Þór Guðmundsson, 60 ára. Sonur Óskars kærði Hlyn. Fram að því hafði engum verið ljóst hvað gekk í raun og veru á. Erfiður tími Þann 29. janúar 2003 lagði Skorri Óskarsson, sonur Óskars Þórs Guð- mundssonar, fram kæru á hendur Hlyni Ómari. Faðirinn Óskar hafði misst konu sína árið 2001. Eftir það hafði farið að halla undan fæti. Drykkjuvandamál og óregla auk fyrstu einkenna alzheimersjúk- dómsins gerðu vart við sig. Ógreidd- ir reikningar hrönnuðust upp enda hafði eiginkona Óskars alfarið séð um fjármál heimilisins. Fyrir dómn- um sagði nágranni og vinur Óskars að á þessum tímapunkti hefði Óskar leigt út hluta íbúðar sinnar. Leigj- andinn var Hlynur Ómar Svavarsson sem átti eftir að misnota ástand gamla mannsins í sína þágu. Viðskiptafræðingur að mennt Hlynur Ómar útskrifaðist Cand. oecon. frá Háskóla íslands árið 1991. Árið 2001 varð hann Msc. í fjármál- um og viðskiptafræði frá HSEBA og starfar í dag sem kennari við Fjöl- Hvað liggur á? brautaskóla Suðurnesja. Svo virðist sem að stuttu eftir að hann flutti inn til Óskars hafi hann boðið honum hjálp til að koma fjármálunum í lag. Hann greiddi Óskari ekki leigu, eitt- hvað sem Óskar kvartaði undan við nágranna sína, en sagði á móti að hann hefði aldrei rukkað Óskar fyrir ijármálaaðstoð sína. Sveik gamla manninn Sumarið 2002 dró til tíðinda. Óskar sagði syni sínum frá því að fjármálin hans væru komin í lag en útskýrði málið ekki frekar. Vini sín- um og nágranna sagði Óskar að hann hefði gert mjög góðan „dfl". „Hann sagðist hafa „lánað nafnið sitt" og ekki talið sig vera í neinni ábyrgð," sagði nágranninn fyrir dómi. Þarna var alzheimersjúkdómur- inn farinn að ágerast. Óskar var hættur að hugsa um útíitið, hann datt oft og þurfti að fara á spítala. Það var í einni slíkri heimsókn sem Óskar var greindur með alzheimer. „Milljónadíll" „Díllinn" góði sem Óskar minnt- ist á við nágranna sinn var eftir allt ekki svo góður. Hlynur Ómar fékk Óskar til að veita sér umboð til að sjá um fjármál hans. Hann tók veð í íbúð gamla mannsins fyrir 3,5 millj- óna króna láni en góður vinur Hlyns, Hreinn Sigurðsson, stóð á þessum tíma í viðskiptum. Ætlaði að festa kaup á húsnæði Mjólkursamsölunn- ar við Höfðabraut 27 til að framleiða vatn fyrir Þýskalandsmarkað. Af peningum Óskars fékk Hreinn liggur öllum á að drífa sig á Grasrótarsýninguna áður en hún verður tekin niður í byrj- nóvember og sjá það nýjasta sem er að gerast ímyndiistarheiminum,"segir Lárus Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins.„Svo liggur myndlistinni á að fá markviss- framlög og sinn skerfaf kökunni líkt og aðrar listgreinar. Það liggur svo á góðu veðri til sjávar og sveita í vetur." Hlynur Ómar Svavarsson viðskiptafræðingur Við kennslu í Fjölbrauta-skóla Suðurnesja í gær. tæpar þrjár milljónir, en Hlynur greiddi sjálfum sér 350 þúsund í um- boðslaun fyrir ómakið. Hélt uppteknum hætti Meðan á meðferð málsins fýrir dómi stóð hélt Hlynur áfram að nýta sér veildndi gamla mannsins. Hann fékk Óskar Þór tU að gefa út nýjan víxU og, eins og stendur í dómnum, kom sér þannig undan fjárhagslegri ábyrgð vegna viðskiptanna. Þessi ákæra var ekld tekin með í dómsnið- urstöðum þar sem hún barst of seint frá ákæruvaldinu. Hlynur var einnig sýknaður af þeirri ákæru að hann hefði ekki greitt gamla manninum leigu þar sem ekki voru nægar sann- anir fýrir hendi. Skorri Óskarsson, sonur Óskars Þórs, segir föður sinn búa nú á Droplaugarstöðum og að fjölskyld- an sé fegin að málinu sé lokið. Segist saklaus Hlynur sagðist í samtali við DV í gær hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómi. “Ég vissi ekki að hann hefði alzheimer og það var enginn brotavUji til staðar. Ég mun áfrýja málinu og láta Hæstarétt fella sinn dóm,” sagði-Hlynur. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.