Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Qupperneq 10
70 FIMMTUDAGUR20. OKTÚBER 2005 Fréttir DV RdberLWessman Róbert er duglegur maður sem setur markið hátt. Hann gleymir sér stundum og er forfallinn tækjafikill. „Hann Róbert er hörkuduglegur maður - nánast ofvirkur. Hann er kröfuharður en yfirleitt á þvi. Hann er öruggur með sig og vel að sér I flestum hlutum og ef hanner það ekki kjaftar hann sig út úrþví. Ró- bert vill komast hratt áfram í líf- inu og á vegum. Hann mætti samt drekka minna kók." Guðbjörg Edda Eggertsdóttir sam- starfskona. „Hann er mjög hrifinn afAng- elinu Jolie. Mjög flottur í tauinu alltafog í góðu líkamlegu formi. Hann er mjög fylginn sér og ósérhlifinn og ætlast líka til mik- ils aföðrum. Efhonum leiðist einhver erhann fljóturað afgreiða við- komandi. Hann er lika fljótur að taka ákvarðanir en hefur ekki alltafplan á hvernig á að framkvæma þær og ná markmiðinu en nær þvi alltaf einhvern veginn. Hann gleymir reyndar stundum hvenær hann á að mæta á fundi, líklega vegna þess að hann ermjög upptekinn mað- ur." Hafrún Friðriksdóttir, samstarfskona í Actavis. „Róberti fylgir mikill drifkraftur og honum tekst alltafaö fá menn með sér i þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er kröfuharður en góður stjórnandi sem hlífir sér ekki og er alltaf tilbúinn til að leggja mikið á sig. Þá erhann sérstak- lega fljótur að átta sig á hlutun- um, taka ákvarðanir og sjá heildarmyndina.Að lokum er hann góður félagi og alltafstutt íhúmorinn." Halldór Kristmannsson samstarfsmað- ur. Róbert Wessman er fæddur í Reykjavík 4. október árið 1969. Hann er forstjóri Actavis Group sem hefur nýverið fest kaup á bandarísku lyfjafyrirtæki fyrir um 50 millj- arða króna. Hann hefur hagnast vel á und- anförnum árum vegna góðs gengis fyrir- tækisins. Lýst eftir vitnum Lögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að fjög- urra bfla aftanákeyrsíu og slysi sem varð við gang- brautarljós í Lækjargötu í Hafnarfirði á móts við Austurgötu þriðjudaginn 4. febrúar síðastliðinn um sexleytið. Þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappi þessu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregl- una í Hafnarfirði í síma 525-3300. Allt fór í háaloft á Alþingi í gær þegar væntanlegt fjölmiðlafrumvarp var tekið til umræðu. Svo heitt var í kolunum að Mörður Árnason kallaði þau Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra vindhana. Virðist stefna í bál líkt og í fyrra þegar fj ölmiðlafrumvarp var i deiglunni. Fjölmiðlafrumvarp stjórnar- flokkum óbægur Ijór í þúfu Nýtt fjölmiðlafrumvarp var til umræðu á Alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spurði þá forsætisráðherra hvort til stæði að rjúfa það sem hún sagði sáttagjörð og vísaði þá í skýrslu fjölmiðla- nefndar. Tilefni fyrirspurnar Ingibjargar Sólrúnar var umdeild ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins í íjölmiðlakaflanum. Mjög harðar umræður urðu um fjölmiðlamáliö á Alþingi í gær þó svo að Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra héldi því fram að engin sátta- gjörð hefði verið rofin. Erfitt er þó að sjá hvernig það má vera að samstaða sé um málið ef tekið er mið af orðum Geirs H. Haarde, hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins. Segir Geir og Þorgerði vindhana Geir segir að stjómarflokkarnir verði að kanna gmndvöll fyrir nýju frumvarpi og fellst ekki á að miða við 25 prósenta eignarhlut í fjölmiðlum. Geir segir það of mikið. Þetta er hins vegar einn af meginþáttum í niður- stöðu fjölmiðlanefndarinnar. Minnti Halldór Ásgrímsson á að allir flokkar hafi staðið að því að miða við þá prósentu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók undir orð formanns síns, að 25 prósent væri of hátt hlut- fall. Þau orð hennar köll- j uðu á þá einkunn að hún hefði kúvent í afstöðu sinni í málinu. Kallaði Mörður Árnason þing- maður Samfylkingar hana og Geir vind- hana. Hann taldi einsýnt, í ljósi þessarar af- stöðu þeirra, að sá sem enn stýrði Sjálfstæðis- flokknum héti Dav- fð Odds- son. „Skorður á eignar- haldi fjölmiðla fela í sér brot á eignarrétt- inum og ekki síður brotá tjáningarfrelsi." Brjóta eigin prinsipp Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn á erfiða daga fyrir höndum í þessu máli - kannski ekki síst innan eigin flokks. ívar Páíl Jónsson blaðamaður skrifaði pistil í Viðskiptablaðið þar sem hann benti á að sú samþykkt sem lægi fyrir á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins brjóti algerlega í bága við stefnu flokksins. í samtali við DV sagði ívar að það væri vont að halda ffam einhverjum prinsipp- um ef menn væru stöðugt að bijóta þau. ívar Páll var í Sjálfstæðis- flokknum en sagði sig úr honum fýrir nokkrum árum og hefur verið félagi í Frjálshyggjufélaginu. Hann segir Sjálfstæðis- flokkinn í mótsögn við eigin stefnu, til dæmis hvað varðar atvinnu- og tjáningarfrelsi. Þessi ákvæði hljóti að hafa neikvæðar afleið- ingar fyrir greinina og kosta minni ásókn í að menn fjárfesti í henni. „Mín skoðun er sú að best sé að láta þetta eiga sig." IÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hlaut einkunnina„Vindhani" ásamt Geir hjá Merði Árnasyni á þingi í gær. 1 Mörður Árnason Sparaði hvergi stóru orð- in á þingi I gær og segir Davíð enn stýra Sjálfstæðisflokknum. h (var Páll Jónsson Telur fyrirliggjandi að ályktun landsfundar um fjölmiðla brjóti alger- lega I bága við stefnu Sjálfstæöisflokksins. Af hverju sveigja frá eigin stefnu í þessu máli? „Skorður á eignarhaldi fjölmiðla fela í sér brot á eignarréttinum og ekki síður brot á tjáningarfrelsi. Það hlýtur að vera heilagur réttur hvers manns að mega stofna fjölmiðil til að boða skoðanir sínar,“ skrifar ívar Páll og segist ekki vita af hverju Sjálfstæðisflokkur- inn láti svona í þessu máli. Segir best að sjálf- stæðismenn svari því sjálfir. ívar Páll telur sig vita að innan flokksins séu menn sem hafa hugsjónir sem þessi stefna brýtur í bága við. Þeir hljóti að hafa orðið undir á landsfundi. „En það er langt síðan ég hef sótt landsfundi þannig að ég veit ekki hvernig þetta hefur ver- ið.“ DV reyndi að ná tali af Geir H. Haarde án árangurs. Því var gripið til þess ráðs að senda honum skriflega fyrir- spurn þar sem meðal annars var spurt út í þau atriði sem fram koma í máli ívars Páls og hvað veldur því að í þessu tiltekna máli vilji Sjálfstæðisflokkurinn sveigja svö hraustlega frá eigin stefnu? Enn hefur Geir ekki svarað en vonir standa til að hann útskýri þessi atriði fyrir lesendum blaðsins fyrr en síðar. jakob@dv.is Qeir n. naaraK spyrja sig hvað veldur þviað Sjálfstæðisflokkurinn sveigi Vildi tíu milljónir í eftirlaun þrátt fyrir að hafa stolið níutíu Lífeyrissjóður sýknaður Lífeyrissjóðurinn Gildi, áður Framsýn, var í gær sýknaður í Hér- aðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Karls Benediktssonar, en hann hélt því fram að hann ætti inni tíu milljóna króna eftirlauna- greiðslur frá sjóðnum. Þess krafðist Karl þrátt fyrir að hann hafi í mars á þessu ári verið dæmdur í 10 mán- aða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir að stela 91 milljón króna frá sjóðnum. Karl Benediktsson hélt því fram í héraðsdómi að stjórn lífeyris- sjóðsins hefði verið fullkunnugt um ólöglegt athæfi hans og því óheimilt að rifta eftirlaunasamn- ingi sem Framsýn gerði við hann. Þessu hafnaði lífeyrissjóðurinn og sagði að sarfslokasamningurinn hefði ekki verið gerður við Karl, ef sú vitneskja að hann væri að stela frá sjóðnum, hefði verið fyrir hendi. Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði að forsendur fyrir starfslokasamningnum hafi brostið svo verulega við þjófnað Karls að lífeyrissjóðurinn hefði vel átt rétt á að rifta honum. Fangelsisdómurinn sem Karl fékk var vegna ólögmætra lánveit- inga hans úr sjóðum Framsýnar. Þannig lánaði hann árið 1999 51 milljón króna úr sjóðum Framsýn- ar til sonar síns, Arnar Karlssonar, og tók fyrir því veð í jörðinni Ing- ólfshvoli í ölfusi og mannvirkjum þar. Tveimur árum áður lánaði Karl einnig Erni syni sínum 34 milljónir króna til að kaupa húseignina Hverfisgötu 74. Árið 1999 tók Karl sér svo 6 milljóna króna lán úr sjóðum Framsýnar með veð í jörð- inni Gljúfurárholti í Ölfusi sem Karl var þá að kaupa. Auk þess sem kröfu Karls var vísað frá héraðsdómi í gær var honum einnig gert að greiða lífeyris- sjóðnum 500 þúsund krónur í málskostnað. andri@dv.is Karl Benediktsson Dæmdur I Hæstarétti fyrir fjármálamis- ferli en vildisamt eftirlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.