Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Page 22
b- cr1 ■jftnr maATMr' r,r o'o^puTUMin 22 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Ást og samlíf DV Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur er sérfræðingur DV i öllu sem viðkemur ást og samlífi. Hún tekur á móti ábendingum og svarar spurningum lesenda I gegnum netfangið samlif@dv.is. Hæ Ragga. Ég er 19 ára stelpa og er í sambandi með strák sem er tveimur árum yngri. Ég hef alltaf verið mjög skipulögð og veit hvað ég ætla að gera í lífinu. Skipulagið er stór hluti af mér og ég verð mjög óánægð og stressuð ef plönin mín standast ekki eða ef einhver kemur í veg fyrir að þau gangi upp. Ég er búin að plana það sem ég ætla að læra og hvað ég vil vinna við í framtíðinni og svo hef ég mjög ákveðn- ar hugmyndir um hvemig fjölskyldu ég vil eiga. Mér finnst engin ástæða til að bíða með hlutina ef maður veit hvað maður vill en kærast- inn er alls ekki sammála mér. Honum finnst til dæmis allt of snemmt að við byrjum að búa saman og er ekki til í að eignast barn eftir eitt og hálft ár eins og mér fmnst passlegt. Við elskum hvort annað og þess vegna er þetta stórt vandamál. Kæra Ragga, getur þú sagt mér hvernig ég fæ hann til þess að breyta um skoðun? Kærkveðja, MM KæraMM Þú ert 19 ára stelpa - kornung og greinilega með frekar óvenjulega sýn á lífið fyrir manneskju á þínum aldri. Ákveðn- ar skoðanir svo vægt sé til orða tek- ið. Kærastinn (nýkominn með bfl- próf veslingurinn) eftir bréfi þínu að dæma kannski með ör- lítið hefðbundnari hugmyndir fyrir kornungan einstakling. Þetta er það fyrsta sem ég tek eftir. Nú finnst þér ég kannski hljóma eins og gömul kelling. Ég held samt að við getum skoðað áhyggjurnar þín- ar algjörlega óháð aldri. Þetta snýst um tvær manneskjur með ólíkar skoðanir - svo einfalt (eða flókið) er málið. —----------------------------- - BKLl- --m --------— - ValiÓ fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi i I Minnistöflur Ef þið eruð viss um að þið séuð sköpuð hvort fyrir annað og bæði til í að plana framtíðina saman held ég að þú verðir aðeins að slaka á þínum stífa ramma. Stundum er allt í lagi að bíða aðeins og sjá til - það er líka allt í lagi að skipta um skoðun, sér- staklega ef markmiðið er að koma til móts við þann sem maður elskar. FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Kynlíf veldur hausverk Vlsindamenn segja karl- menn frekar segja sann- leikann þegar þeir segja: „Ekki I kvöld, ástin. Ég er með hausverk." Þýskir vís- indamenn segja að einn afhverjum hundrað karl- mönnum finni fyrirharka- legum hausverk á meðan og eftirkynmök.„Verkur- inn tengist ekki einhverri sérstakri stellingu og veldur ekki skemmdum á heilanum. Hann hefst vanalega þegar sáðlát verður og stendur í nokk- uð langan tima. Flestir upplifa þetta I nokkrar vikur og svo kannski aldrei aftur á ævinni." Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur heldur námskeið um kynverund kvenna í næsta mánuði. Jóna Ingibjörg segir margar konur sem telja sig aldrei hafa fengið fullnægingu þegar hafa fengið það þar sem þær mis- skilji birtingu fullnægingunnar. skiptir konui „Við ætlum að íjalla um reynsluheim kvenna í þessum málum, hvernig það er að vera kona og þeirra kynferðislegu þarf- ir," segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur um námskeiðið Kynverund kvenna sem hún heldur í næsta mánuði. „Orðið kynverund hljómar kannski skringilega en mér fannst vanta gott orð fyrir enska orðið „sexuality". Það þýðir nefnilega meira en kynlífsatburðir því það viðkemur öllu því sem er að vera kynvera," segir Jóna Ingibjörg sem heyrði fyrst af orðinu fyrir tveimur árum. Að vera í sambandi snýst um málamiðlanir. Það gildir jafnt um vinasambönd sem ástarsambönd en líka um öll önnur sambönd sem við stofnum til - við börnin okkar, við vinnuveitanda, við þjónustu- fulltrúann í bankanum, við einka- þjálfarann o.s.frv. Ef við höfum smámetnað til þess að vera þokka- legar manneskjur með virðingu fyr- ir öðrum manneskjum verðum við einfaldlega stundum að slá af kröf- unum og grípa til málamiðlana. Vandamál kvenna skil- greind af öðrum en konum Jóna Ingibjörg segir þetta nám- skeið fyrir allar konur, 16 ára og eldri, hvort sem þær eru í sam- bandi eða ekki. „Allar konur sem langar að velta kynverund kvenna fýrir sér og ræða við aðrar konur eru velkomnar. Þetta er ekki með- ferðarnámskeið heldur almenn fræðsla um reynslu kvenna í þess- um málum því öll erum við kyn- verur þó að sumir haldi öðru fram," segir Jóna Ingibjörg og bætir við að konur þurfi ekki að eiga við einhver vandamál að stríða til að eiga heima á nám- skeiðinu. „Það er eðlilegt að upp komi einhver togstreita í öllum samböndum enda hluti af para- sambandi en við ætlum að spjalla, spyija og heyra í öðru fólki og skil- greina okkur sjálfar. Við ætlum að tala um það sem okkur finnst, ekki það sem aðrir tala um að sé að okkur," segir Jóna Ingibjörg og bætir aðspurð við að kynlífs- vandamál kvenna hafi hingað tii verið skilgreind af öðrum, s.s. markaðsöflunum, sem fjalla þá um fullnægingarvandamál kvenna og karlmönnum sem kvarta yfir áhugaleysi þeirra. „Kynlíf skiptir okkur allar máli en rekkjunauturinn skiptir okkur konur meira máli en kynlífið í sjálfu sér. Við Segjum svo að þér takist að valta yfir strákaumingjann og troða hon- um inn í þitt fastskorðaða munstur. Kannski gengur dæmið upp í ein- hvem tíma en ég er ansi hrædd um að fyrr en síðar muni óánægjan læðast aftan að honum, tilfinningin um að hann sé ekki að uppfýlla sín- ar eigin þarfir heldur bara þínar. Ég vona að þér gangi vel með þetta! Kærkveöja, Ragga í lítilli og óvisindalegri könnun kemur fram að karlmenn vilja upp til hópa konur sem geta bjargað sér sjálfar. Karlmenn vilja skemmtilegar konur fl Frakkar Franskir karl- menn vilja kon- ur sem koma þeim á óvart, konur sem jafn- vel sjokkera þá með tali sínu. Þeir vilja konur sem geta haldið uppi samræðum og konur sem taka af skarið. Þó fá franskir karlmenn grænar bólur ef konur sletta fram algengum, hallærisleg- um frösum til að hefja samræður. Þjóðveijar Karlmenn í Þýskalandi segja kynþokka eða lík- amslögun ekki það sem veki athygli þeirra á kvenfólki. Þjóðverjar telja nefnilega að of fal- legar konur brosi minna en þær minna fallegu en að bros konu lýsi sjálfsöryggi hennar. Konur sem brosa geisli og dragi að sér karl- menn. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.