Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Síða 28
Úfið DV Arnar Már Brynjarsson Rauðhærða söngljónið flutti frumsamið lag í Idol | tvö ár I röð og segir að það hafi bara verið gert I gríni. Arnar Már Brynjarsson er 18 ára strákur sem ásamt félaga sínum Gunnari Antoni reyndi fyrir sér í Idol meö frumsömdu lagi. Þeir komust ekki áfram, en Páll Óskar ráðlagði þeim að fara frekar í leiklistarskóla. Arnar segist ekki hafa neinn áhuga á ferli í söng- eða leiklist og segist heldur ætla að verða kvikmyndagerðarmaður. „Páll Óskar sagði mér að fara í Leiklistarskólann en ekki Idol," segir Arnar Már Brynjarsson Idol- keppandi sem mætti með frum- samið lag í keppnina en komst því miður ekki áfram. „Páll Óskar hefur ekki séð mig leika og ég mæli heldur ekki með því að nokkur sjá mig leika," segir Arnar glettinn og hunsar heilræði Páls. Arnar segist ekki vera mikill mús- íkant og í raun taki hann ekki þátt í neinu tónlistartengdu. „Ég hef endan áhuga á því að meika það sem Idol-stjarna," segir Arnar og bætir því við að þetta hafi allt ver- ið í gríni gert: „Vonandi kom það alveg skýrt fram." Tók þátt með sama lagi í fyrra í ár var ekki f fyrsta skipti sem Amar reynir fyrir sér í Idol, en hann tók llka þátt í fyrra með sama frumsamda laginu. „í fyrra sagði Bubbi mér að fara frekar í keppn- ina um fyndnasta mann íslands," segir Amar og útilokar ekkert um að hann láti sjá sig þar einhvern daginn. „Fyndnasti maður íslands er bara hobbí, “ segir Arnar og þeg- ar blaðamaður spyr hann hvort hann sé fyndinn að eðlisfari, heyr- ast hlátrasköll allt í kring og Amar segir auðmjúkur og feimnislega: ,Ætli það ekki." Ætlar að leggja fyrir sig kvikmyndagerð Eins og áður hefur komið fram hefur Arnar engan áhuga á því að slá í gegn sem söngvari eða leik- ari, hann segist frekar taka stefn- una á nám í kvikmyndagerð. „Ég er í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Iðnskólanum núna," segir Arn- ar, sem gert hefur einar 80 stutt- myndir á lífsleiðinni. „Mig langar I skóla í Bandaríkjunum, en nám- ið þar er á átta milljónir," segir Amar sem hefur líka skoðað skóla í Danmörku. Amar hefur þegar kynnst kvikmyndabransanum en hann var sendill í kvikmynd Ró- berts I. Douglas, Strákarnir okkar. Spurður að því hvort hann haldi sérstaklega upp á einhvern leik- stjóra segir hann að Quentin Tar- antino sé í miklu uppáhaldi. dori@dv.is Britney með fæðinqar- É þunglyndi É Söngkonan Brit- ' 3/5^ ney Spears þjáist af . I /*Éfcy fæðingarþimglyndi. i(/. Það gæti verið skýr- S ingin á því að hún tók æðiskast á tvær heimahjúkrunarkon- J| ur fyrir skemmstu. Spears grætur við minnsta tilefni og líður ekki sem best eftir fæð- ingu sonarins Seans Prestons fyrir rúmum mánuði síðan. Sagt er að stúlkan láti öllum illum lát- um við fólkið í kringum sig svo mörgum þykir nóg um. Madonna mætti óvænt í skólann Hin 47 ára gamla Madonna leit óvænt í heimsókn til nem- enda í Hunter Col- Y°rk. Nemend- urnir voru að r jt' vonum mjög ' hissa þegar popp- ?, i dívan gekk inn í í , skólastofuna. á Þeirhöfðuný- lokið við að / \ horfa á heim- ; ildamynd um Madonnu sem heitir I’m going to tell you a secret þegar Madonna birtist. Madonna, sem var alin upp sem kaþólikki, svaraði spumingum frá nemendum og útskýrði fyrir þeim hvers vegna hún heillaðist af gyðingatrúnni. Madonna sagði að stjömur verði oft uppteknar af sjálfinn sér og haldi að þær séu miðpunktur heimsins. Hún sagðist meira að segja vera sek tnn það sjálf en að með trúnni sé hún að reyna að losa sig frá hinum mikla efiiis- hyggjuheimi. Söngkonan Madonna segir:„Kabbalah er kannski ekki það rétta fyrir alla en það virkaði fyrir mig." Katie útilokar vinina Katie Holmes hefúr tilkynnt fjölmiðlum að hún ætli að snúa baki við öOum vinum sínum og helga sig mannefni sínu Tom Cruise. Vinir leikkonunar hafa lát- ið í Ijós áhyggjur sínar af Katie, sérstaklega eftir að hún gekk af kaþólskri trú sinni og snéri sér að vísindakirkjunni en Tom hefur verið ötull talsmaður söfiiuðarins. „Katie hefur alltaf verið mjög góð- ur og náinn vinur og það er mjög einkennilegt M að hún vilji skyndilega ekkert jjjfjjjjjé með okkur EKgKj hafa,“ segir einn vinur hennar % óttaslegin. Vala Matt segir sögusagnimar um för hennar frá Stöð 2 ósannar Vala Matt áfram í Sirkusliðinu „Það er ekkert til í þessu, þetta er bara algert bull," segir lífskúnstner- inn og sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir eða Vala Matt eins og hún er jafnan kölluð af lands- mönnum. Nýlega birti dagblaðið Blaðið þær upplýsingar að Vala væri á leið af sjónvarpsstöðinni Sirkus yfir til kollega sinna á Stöð 2 og hafa þessar fréttir farið sem eld- ur í sinu meðal þjóðarinnar. Þess- um sögusögnum neitar Vala þó al- farið og segist hún ekki skilja hvað- an þessar sögur hafa sprottið. „Ég er ekkert á leiðinni í burtu, hér á Sirkus er mikill uppgangur og fjör. Haustdagskráin er að detta inn þannig að við styrkjumst dag frá degi," segir Vala sem segir veruna á Sirkus helst minna sig á upphafsdaga Skjás eins. „Það er mikil brautryðjandastemning þarna inni og vinnu- gleði. Ég skil bara ekki hvaðan þau á Blaðinu hafa fengið þessar upplýsingar." Þegar haft var samband við Blaðið vegna þessa máls fengust fá svör og vildi enginn gangast við þessum skrifum. SIRKUS *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.