Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Qupperneq 33
i og teiknimyndagerö, Ragnar Axelsson fyrir afbragös- blaðaljósmyndir og „Andlit norðursins", Rórí fyrir fram- lag sitt sem fulltrúi íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 og gjörning á Kirkjulistahátfð, Steina Vasulka fyrir framlag sitt Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is 32 FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2005 Menning DV Átta tilnefndir Tilkynnt var í gær að átta manna hópur hefði verið til- nefndur til verðlauna Myndstefs: Finnbogi Pétursson fyrir framlag sitt á Listahátíð, Gabríela Friðriksdóttir fyrir framlag sitt sem fulltrúi íslands á Feneyjatvíær- ingnum.Grétar Reynisson fyrir athyglisverð mynd- verká leiksviði á siðastliðnum árum, Gunnar Karlsson fyrir útgáfu barnaefnis, nýstárlegar myndskreytingar til myndbandalistar og pau njon bteve Lhrister og Margret Harðardóttir, sem hér eru eitt, vegna djörfungar og frumleika við hönn- un bygginga og mannvirkja. Flugur ERLENDAR vetsíour um solu mynd- listar láta hátt um miklar sölur á Ijós- myndum síðustu vikur; það eru stóru uppboðshúsin sem eru að slá sín fyrri met: Christie's, Sotheb/s og Phillips. Stærsta salan var á kunnu safni Ed- wards S. Curtis (1868-1952): The North American Indian sem geymir mörg þekktustu por- trett af indíán- um sem til eru. Mappan var metin á 600 þúsund dali en seldistá 1,2 milljónir. KUNNUR sölumaður sem hér var á ferð í haust og starfar beggja vegna Atlandshafsins við að leita uppi og höndla með myndir eftir frægustu Ijósmyndara heims hafði á orði að heimsmarkaðurinn væri lltill: þetta væru nokkrir safnarar og sjóðir sem stæðu I kaupum á orig- inal kópíum. Hann var hér á ferð til að skoða Ijósmyndasöfn og ganga frá miðlun á tveimur myndum eftir Man Ray fyrir íslenska safnara. Hér á landi er markaður með Ijósmyndir ekki til: enn má finna handlitaðar myndir eftir Ólaf Magnússon. Kóplur eftir Kaldal eru fáséðar og ýmsir seinni tlma Ijós- myndarar eru ekki mikið á ferð. TfÐAR sýningar á Ijósmyndum eftir starfandi listamenn eru að auka al- menningi skilning á þessu listformi slðustu aldar en markaðurinn er van- þróaður. Stóru aðilarnir, Ljósmynda- safn Reykjavlkur og Myndadeild Þjóð- minjasafns, hafa á síðústu árum unn- -ið þrekvirki (að koma hér á framfæri sögulegum arfi okkar í Ijósmyndum og hafa jafnframt kynnt yngri höf- unda, erlenda og innlenda. Ljós- myndir á bók eru orðnar staðreynd og ættu að styrkja markaðinn. CHRISTIE'S hefur á slðustu dögum átt stærstu sölurnar: hætt er við að les- andi kippi sér upp við verðin. Þar var uppboð dagana 10-12 október úr safni sem kennt er við Gert Elfering, Blómasería Ro- berts Mapplet- horpe var þar seld með meiru. Heild- arsala nam 14,5 miljón- um dala en uppboðsgrip- ir voru 409 og seldist stærstur hluti þeirra. Þar fóru verk eftir meistara á borð við Avedon, Irving Penn, Henri Cartier- Bresson og Brassái. Verð fer hækk- andi, hefur stigið um 88% á fjórum árum. HJÁ SOTHEBY'S seldist Ijósmyndin The Breath eftir Edward Weston (1886-1958) fyrir 720 þúsund dali sem er hæsta verð á mynd frá síðari timum sem þekkist. Það stóð i sólar- hring þvf daginn eftir fór mynd eftir Dorotheu Lange (1895-1965) á sama pris. Yngri menn eru líka mikils metn- ir: Ljósmynd eftir Andreas Gursky sem er fæddur 1955 var seld á 264 þúsund dali. Fræg mynd Mapplethorpe af Lisu Lyons Ný skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson kemur út í dag, Höfuðlausn. Um þessar mundir eru þrjátíu og fimm ár síðan hann sendi frá sér sína fyrstu bók, en Ólafur er þungavigtarmaður í sagnaskáldskap á íslandi. Þið er forresten óbserilegt líf Höfuðlausn heitir nýútkomin skáldsaga Ólafs Gunnarssonar en sagan hefst árið 1919 og er aðal- sögusviðið Reykjavík. Fyrsti hluti sögunnar segir af Jakob sem átti afar erfiða æsku í Keflavík þar sem hann var settur í vist hjá móðurbróður sínum sem bæði barði hann og svelti. Svo fer að hann flýr til Reykjavíkur aðeins 16 ára gamall en þar fer hann í Iðnskólann og lýkur prófi í húsa- smíðum. Bíleigandi í upphafi sögunnar er hann hins vegar orðinn eigandi að bíl og vinnur fyrir sér sem einkabflstjóri. Sú iðja, svo og kunnátta hans við smíðar fleytir honum inn í vinnu við kvikmyndun á Sögu Borgarætt- arinnar eftir Gunnar Gunnarsson en til lands- ins er kominn mikill fjöldi leikara og t annars fag- fólks frá Dan- mörku. Þar sem Jakob er bæði handlaginn og hörkuduglegur er honum einnig falið að hjálpa til í leik- munadeildinni og fer með kvik- myndaliðinu út á land þar sem hann kemst í náin kynni við eina aðalleikkonuna, íðilfagra dekur- dúkku sem hefur Jakob að fífli áður en yfir lýkur. Muggur Guðmundur Thorsteinsson, list- málarinn Muggur, leikur stórt hlut- verk í myndinni og þeir Jakob verða miklir mátar. Muggur hefur miklar áhyggjur af unga manninum því hann tekur eftir því að Jakob gengst helst til mikið upp við kynni sfn af fræga fólkinu, varar hann marg- sinnis við og segir: „Farðu aldrei út í listir, ungi maður, ég þykist sjá að þér þyki sú veröld heillandi. Það er forresten óbærilegt líf." (39) Jakob lofar vini sínum öllu fögru en gætir ekki að sér og listagyðjan hremmir hann með voveiflegum afleiðing- um, bæði fyrir hann og hans nán- ustu. J i v Ull^UIU X.l/1/^ Verð: 4.680 kr. ★★★.ý'if Bókmenntir Framtíð björt og fögur í seinni hluta sögunnar er verð- andi kona Jakobs kynnt til sögunn- ar. Sú heitir Ásthildur og er dóttir ríks kaupmanns að vestan. Hún kemur til Reykjavíkur að læra guli- smíðar og þar tvinnast örlög Jakobs og hennar saman. Hann þykir ekki par fínn fyrir stúlkuna en hún er ákveðin og fylgin sér og svo fer að þau giftast. Fyrir tilstuðlan Thors Jensens, sem Jakob vinnur hjá um tíma, fá ungu hjúin hús á leigu sem Jakob gerir upp og við blasir ffam- tíðin björt og fögur. En ekki fer allt eins og á verður kosið því Ásthildur fer að finna fyrir torkennflegum kvilla sem hún reynir þó að leyna fyrir bónda sínum í lengstu lög en sjálfur er Jak- ob heiflum horfinn. Hann er grip- inn stórum draumum um að semja sjónleiki og sögur og e.t.v. að stofna félag sem framleiðir kvikmyndir. Kona hans styður hann heflshugar enda finnst henni ævi hans og örlög minna um margt á ævi uppáhalds- rithöfundar hennar, Knuts Hams- un og úr því að Hamsun fékk sögur sínar útgefnar, hvi skyldi Jakob ekki takast það einnig? Kvikmyndaskáld Jakob skrifar kvikmyndahandrit byggt á Egfls sögu þar sem útgangs- punkturinn er samskiptí Egils við Eirík blóðöx og GunnMdi og hið ffæga kvæði Egfls, Höfuðlausn. Handritið sendir hann tfl Dan- merkur en ekki fær það hljómgrunn þar frekar en heima á Islandi. Þá sest hann niður og skrifar gríðar- mikla sögu upp á 400 síður sem hann gengur með á milli bókaút- gefanda en er alls staðar hafriað. Hvorugt skflja þau hjónin af hverju enginn sér „snilldina" í textunum nema þau og Jakob fer á endanum að upplifa sig sem misskilinn lista- mann og hegðar sér sem slíkur. Að þekkja sín mörk Höfuðlausn Ólafs Gunnarssonar er saga af manni sem þekkir ekki takmörk sín og gerir sér ekki.grein fyrir að draumar og veruleiki fara sjaldnast saman. Þessum unga manni er ekki gefin sú gáfa að geta leyst höfuð sitt með skáldskapnum og segja má að hann reisi sjálfum sér og fjölskyldu mðstöng með grill- um síríum. Hann Jflustar ekki á orð sér viturri manna, verður ofrnetn- aði og drambi að bráð og leggur bæði sitt líf og annarra í rúst. En þó lesandi átti sig fyllflega á dæmisögu þessari þá er persóna Jakobs nokkuð gloppótt á köflum og því tæpast útskýrð með öðm en orðum leikkonunnar frægu frá Danmörku: „Ih hvor er Jakob naiv." Barnaskapur hans er þó svo yfir- gengilegur að nálgast ótrúverðug- leika og það þótt höfundur reyni að gæða persónu hans hégómleika allt frá upphafi, Lfldegast í þeim tflgangi að skýra „fall" hans síðar. Hér er ákveðin missmíði í gangi sem tölu- vert truflar annars ágæta sögu sem framsett er af löngu þekktum sagnagaldri Ólafs Gunnarssonar. SigríöurAlbertsdótúr mmmmsmmmrn tí:isie,u,i^4tgeW'J,s I Menning DV FIMMTUDAGUR20. OKTÓBER 2005 33 SKÁLDVERK - INNBUNDNAR 1. Við enda hringsins - 2. Skuggi vindsins - 3. Veroníka ákveður að deyja - 4. Næturvaktin - 5. Lífið er annars staðar - 6. Óvanaleg grimmd - 7. Blekkingarleikur - 8. Dexter í dimmum draumi - 9. Moby Dick - 10. Svik - Tom Egeland Carlos Ruiz Zafon Paolo Coelho Natsuo Kirino Milan Kundera Jack Higgins Dan Brown Jeff Lindsey Hermann Melville Karin Avltegen Ráðherra i þungum þönkum ,.Eg erað skoða hvort láta eigi samninginn ná til fleiri þátta i Ijósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað i kvikmyndamálum." SKALDVERK - KIUUR 1. Forðist okkur - Hugleikur Dagsson Liza Marklund Allison Pearson Liza Marklund Dan Brown Kari Hotakainen Alexander McCall Smith Paulo Coelho Arnaldur Indriðason Arnaldur indriöason 2. Studio sex - 3. Móðir í hjáverkum - 4. Hulduslóð - 5. Englar og djöflar - 6. Skotgrafarvegur - 7. Kvenspæjarastofa 1 - 8. Alkemistinn - 9. Grafarþögn - 10. Kleifarvatn - HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆVIS0GUR 1. Myndin af pabba - Saga Thelmu - Geröur Kristny 2.109 japanskar Sudoku - bok l - 3. Su Doku - 4.109 japanskar Sudoku - bók 2 - 5. Þú ert þaö sem þú borðar - 6. Matreiöslubók Nönnu - 7. Kjarval - 8. Hin mörgu andlit trúarbragðanna 9. Lopi bók 25 - 10. Sögur Tómasar frænda - Gideon Greenspan Wayne Gould Gideon Greenspan Gillian Keith Nanna Rögnvaldardóttir Ýmsir höfundar Þórhallur Heimisson Istex Tómas M. Tómasson BARNABÆKUR 1. Völuspá Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn Nýlega var vakin athygli á því á vefsíðu kvikmyndaiðnaðarins, Landi og sonum, að samkvæmt ffamlögðu fjárlagafrumvarpi lækka framlög til Kvikmyndamiðstöðvar um 0.8% milli ára. Framlög til Kvik- myndamiðstöðvar sem veitir styrki til kvikmyndagerðar í landinu ráða miklu um hvað hér gerist í þessum unga iðnaði. Menntamálaráðherra lýsti því yfir við komu frá kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir skömmu að nýr samningur væri í undirbúningi í ráðuneyti sínu, en upphaflegi samningurinn rann út um áramótin síðustu, en ráðuneyt- ið hefur haldið áfram samnings- bundnum greiðslum. Leitað til ráðherra Fátt hefur heyrst opinberlega frá samtökum kvikmyndagerðar- manna sem voru aðilar að samn- ingsgerðinni í upphafi. Því leitaði DV tfl ráðherra og óskaði eftir upp- lýsingum um stöðu mála. Svör ráð- herra bárust að bragði og ber að þakka svo skjót viðbrögð sem eru tfl fýrirmyndar. Þorgerður Katrín segir í svörum sínum: „Það er rétt að samningurinn er í endurskoðun og vona ég að brátt náist niður- staða í þeim efrium. Að mínu mati er mikflvægt að ná samkomulagi um endurnýjun samningsins enda hefur hann verið ein helsta for- senda aukinnar grósku í kvik- myndamálum. Forsendur í endurskoðun „Ástæðumar em nokkrar en ein þeirra sem nefria má er að ég er að skoða hvort láta eigi samninginn ná til fleiri þátta í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í kvikmynda- málum, ekki einungis hér á landi heldur alls staðar í kringum okkur," segir Þorgerður. „Hvað á ég við með því-jú, ég tel til dæmis nauðsynlegt að við veltum því alvarlega fyrir okkur hvort ekki eigi að opna frekar fýrir svokallaða samffamleiðslu hér heima. Það er erfitt og oft nær úti- lokað samkvæmt núverandi fyrir- komulagi en gemr reynst nauðsyn- legt ef við ætlum t.d. að ná hingað inn stórum og spennandi kvik- myndaverkefnum er tengjast ís- landi þó svo að myndin sé að öðm leyti framleidd og leikstýrt af út- lendingum. Ég hef verið að kynna mér fyrirkomulag þessara mála annars staðar, m.a. í Kanada, og tel mikfl tækifæri vera tfl staðar." Klárir Kanadamenn Kanada hefur verið mjög fram- arlega í samstarfi um aðflutt verk- efni, bæði fyrir franskan, breskan og ekki síst bandarískan iðnað, bæði kvikmýndaframleiðslu í fullri lengd og ekki síður sjónvarpsþætti. Ræður þar bæði staða kanadadals gegn bandarískum dal, aðstaða sem stjórnvöld fylkja og rfkis hafa mótað, og menntað og þjálfað vinnuafl sem lýtur ekki þeim ströngu og háþróuðu vinnusamn- ingum sem hafa mótast í Hollywood á löngum tíma. Síðast en ekki síst er það landið sem býð- ur upp á fjölbreytilegt náttúrufar. Sjónvarpssjóðurinn Þorgerður heldur áfram: „Önn- ur áhersla af minni hálfu hefur ver- ið, einnig eins og ég hef áður sagt, á að efla svokallaðan sjónvarpssjóð til að styrkja innlenda dagskrár- gerð." Hér vísar ráðherrann til þess að þriðja deildin fyrir utan leiknar myndir og heimilda- og stutt- myndir, var ekki fjármögnuð nema að litlu leyti á sínum tíma. Inn til Kvikmyndamiðstöðvar runnu eft- irhreytur úr Menningarsjóði út- varpsstöðva og hafa sjálfstæðir framleiðendur lagt mikla áherslu á það á síðustu árum að sjónvarps- sjóður fyrir leikið efni yrði styktur sérstaklega. Vflji ráðherrans er ljós í þessu efni. JHvenær verður nýr samn- ingur frágenginn? „Ég geri mér vonir um að þetta verði ljóst innan ekki langs tíma - legg í raun ríka áherslu á að svo verði þótt ég þurfi eins og aðrir ráðherrar að gæta aðhalds í efna- hags- og fjármálum hins opinbera enda snýst þetta í megindráttum um það hversu langt hægt er að teygja sig til viðbótar við núverandi samning," segir ráðherrann. Tvö önnur ráðuneyti komu að gerð samningsins á sínum tíma: fjármálaráðuneyti og viðskipta- og iðnaðarráðuneyti. Nú er bara að vona að kallfæri verði milli þeirra Árna Mathiesen, Valgerðar Sverris- dóttur og Þorgerðar Katrínar og hennar manna. Væri gaman ef ráð- herramir sæu sér fært að færa kvik- myndagerðarmönnum og þjóð- inni nýjan samning á Eddunni þann 13. nóvember. jakob@dv.is/pbb@dv.is 2. Mamma Mö rólar - 3. Mamma Mö rennir sér - Jujja Wieskander Jujja Wleskander 4. Eragon - Cristopher Paloni 5. Kalli og sælgætisgerðin - Roald Dahl 6. Leitln að Vermeer - Blue Balliett og Brett Helquist 7. Ungirín kvakar - Setberg 8. Helena Ballerína - Setberg 9. Bóbó bangsi: hér á ég heima - Setberg 10. Gosi: saga og púsluspil - Setberg ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FL0KKAR 1. The Broker - John Grisham J0HM 2. Going Postal - Terry Pratchett 3. The Mammoth Book of Sudoku 4. Northern Lights - Nora Roberts 5. State of Fear - Michael Crichton 6. Wolves eats dogs - Martin Cruz Smith 7. Sudoku - Tammy Seto ' 8. Harry Potter and the Half-blood Prince - J.K. Rowling 9. The Closers - Michael Connelly 10. Brooklyn Follies - Paul Auster ERLENDAR VASABROTSBÆKUR 1. The Broker - John Grisham J'jHU 2. Going Postal - Terry Pratchett 3. The Song of Susanna - Stephen King 4. State of Fear - Michael Crichton tÆ 5. Northern Lights - Nora Roberts 6. Black Wind - Clive Cussler 7. Alone - Lisa Gardner 8. Life Expectancy - Dean Koontz 9. Closers - Michael Connelly 10. Plot Against America - Philip Roth Vasabókalistinn byggir á sölu í ofannefndum verslunum auk dreifingar í aörar bókabúöir og stórmarkaöi á vegum Pennans/Blaöadreifmgar. Endumýjun kvikmyndasamnings er í undirbúningi 1 menntamálaráðuneyti en hann var gerður til skamms tíma fjnrir fáeinum árum og er samningstiminn liðinn. Samning- urinn er grundvöllur í rekstri íjölda fyrirtækja í kvikmynda- iðnaði sem telur hundruð starfa og skilar okkur alls kyns myndefni: frá auglýsingum til leikinna mynda í fullri lengd. Bóksölulistar Listinn er gerður út frá sölu dagana 11. október til 17. október í Bókabúðum Máls og menningar, Eymunds- son og Pennanum. AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR 1. Myndin af pabba - saga Thelmu - Gerður Kristný 2.109 japanskar Suduko - bók 1 - 3. Su Doku - 4.109 japanskar Suduko - bók 2 - 5. Við enda hringsins - 6. Þú ert það sem þú borðar - 7. Forðist okkur - 8. Matreiðslubók Nönnu - 9. Kjarval - 10. Hin mörgu andlit trúarbragðanna - Gideon Greenspan Wayne Gould Gideon Greenspan Tom Egeland Gillian Keith Hugleikur Dagsson Nanna Rögnvaldardóttir Ýmsir höfundar Þórhallur Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.