Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Karlafrí á kvennafrídegi Verslunarmannafélag Reykjavíkur lætur ekki sitt eftir liggja í að gera kvenna- frídaginn 24. október sem veglegastan. VRhefur ákveðið að starfsmenn þess fái frí frá klukkan 14.08 þann dag og feta þannig í fótspor fjölda opinberra stofhana. En VR gengur skrefinu lengra en flestir þar sem karlkyns starfsmenn fé- lagsins fá líka frí. Á heima- síðu félagsins segir að starfsmenn þess, allir sem einn, muni fylkja liði niður í miðbæ og taka þátt í barátt- unni fyrir jafnrétti. Lækka skatta lágtekjufólks Á ársfundi Alþýðusam- bands íslands, sem haldinn er þessa dagana, leggur sambandið til að ályktað verði um skattamál. Það segir lækkun virðisauka- skatts úr fjórtán í sjö prósent fela í sér aukna tekjujöfnun. Breytingar á hátekjuskatti og lækk- un skattþreps á lægri tekjur sé aðgerð sem felur í sér umtalsverða lækkun á skattbyrði lág- og milli- tekjufólks. Hækkun fjár- magnstekjuskatts um tvö prósent sé eðlilegt til móts við lækkun annarra skatta. Áað lœkka virðisaukaskatt á matvœli? Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- stofunnar hf. Já, tvímælalaust. Mér finnst virðisaukaskatturinn vera of hármiðað við hvað hann er er- lendis. Hann mætti lækka um helming, niður í 7%, á allar matvörur. Það kæmi sér vel fyr- ir alla og þá sérstaklega þá tekjulægstu. Menn ættu að gera þetta sem fyrst í þeirri við- leitni að hemja verðbólguna." Hann segir / Hún segir „Já, það nýtist öllum. Það á að nota öll tækifæri til að lækka matarkostnað heimilanna. Það er skynsamlegra aðnota þessa aðferð frekar en að lækka tekjuskatt, sem nýtist bestþeim tekjuhæstu. Það þarfþó að hafa markvisst eft- irlit með því hvernig þetta skili sér til neytenda. Neytenda- samtökin og stjórnvöld ættu að koma sérsaman um hvern- ig á að standa að því og veita aðhald í því sambandi." Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingiskona. Sáttafundur, sem sálfræðingurinn Gunnar Hrafn Birgisson hafði boðað á deilendur í forræðismáli, endaði með allsherjarslagsmálum á biðstofu Gunnars. Lögregla var kölluð á staðinn til að skakka leikinn og var málið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Slagsmál sem brutust út á biðstofu sálfræðingsins Gunnars Hrafns Birgissonar í nóvember á síðasta ári voru til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Elvar Örn Baldursson var í kjöl- far átakanna kærður af fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður en þau voru á leið á sáttafund hjá Gunnari þegar slagsmálin brutust út. Elvar örn neitar sakargiftum. í ákæru er honum gefið að sök að hafa veist að fyrrverandi sambýlis- konu sinni, skellt henni upp að vegg, sparkað í hana og slegið. Elvar við- urkenndi að átök hefðu átt sér stað í umrætt sinn en kvaðst einungis hafa skellt konunni upp að vegg og rifið í hár hennar. Laganemar ullu óróa Hópur laganema í Háskóla ís- lands mætti í Héraðsdóm Reykjavík- ur í gær til að fylgjast með aðalmeð- ferð málsins. Þetta olli nokkrum óróa hjá Helgu Leifsdóttur, réttargæslu- manni konunnar sem varð fyrir árás Elvars, og óskaði hún eftir því við dómara að þinghaldið færi fram fyrir luktum dyrum. Hún sagði að málið væri í eðli sínu viðkvæmt og erfitt fyr- ir skjólstæðing hennar að bera vitni með svo marga áhorfendur í salnum. Ekki eru mörg fordæmi fyrir því að líkamsárásarmál fari fram fýrir luktum dyrum og var Símon Sig- valdason, dómari í málinu, þvf kom- inn í nokkra klemmu. Úr varð að for- eldrar sakborningsins féllust á, að bón Símonar, að yfirgefa réttarsal- inn á meðan fyrrverandi tengda- „Þetta er augljóst. Það er mjög auðvelt að æsa mig upp. Hún er líka mjög gjörn á að fá marbletti." dóttir þeirra bar vitni. Laga nemarnir sátu sem fastast. Sérfræðingur í forræðisdeilum Elvar og sambýlis- konan hans fyrrverandi voru boðuð á fund Gunn ars Hrafns Birgissonar fyrir um ári síðan í von um að þau næðu sáttum í harðvítugri for- ræðisdeilu sem þau höfðu staðið í um nokkurt skeið. Gunnar er með samning við yfirvöld um lögbundna sérfræðiráðgjöf í forræðisdeilum. Þar er gert ráð fyrir þremur ókeypis viðtölum til handa þeim sem þurfa. Gunnar hefur áður komist í frétt- irnar vegna þessarar þjónustu. Félag ábyrgra feðra gagnrýnir hann fyrir að draga taum mæðra í forræðis- deilum og hefur meðal annars meira en 150 klögumál tengd þjónustu hans á borði sínu. Rosaleg átök Á biðstofu Gunnars Hrafns hófust strax orðaskipti á milli sak- borningsins Elvars og konunnar, sem kom þangað ásamt móður sinni, föður og dóttur. Orðaskiptin voru illskeytt og leiddu til þess að Elvar missti stjóm á skapi sínu og réðst að barnsmóður sinni. Tvennum sög- um fer af þ ví hvernig þeirri árás var hátt- að en átökin í kjöl- farið vom að I Gunnar Hrafn Birgisson I Boðaði foreldra á sáttafund t endaði í dómssal. Símon Sigvaldason Hafnaðikröfu I réttargæslumanns þess efnis að þing haldið færi fram fyrir luktum dyrum. sögn vitna rosaleg. Borð sem stóð í biðstofunni mölbrotnaði og skóför eftir Elvar vom upp um all veggi. Gunnar Hrafn, faðir konunnar og maður staddur í sálfræðiviðtali hjá kollega Gunnars reyndu allir að koma í veg fyrir að Elvar lúskraði á barnsmóður sinni. Konunni sem hann var sérstaklega kominn til að sættast við. Átökunum linnti ekki fyrr en lögregla kom á svæðið. Ofsóknarkenndar samsærishugmyndir Útskýringar Elvars í gær á æðis- kastinu á sálfræðistofunni vom undarlegar og í þeim vottaði fyrir of- sóknaræði. Hann hélt því fram að barnsmóðir hans og móðir hennar hefðu sammælst um að espa hann upp í að ráðast á sig. Það hefði verið liður í samsæri þeirra um að ná af honum barni þeirra. „Þetta er augljóst. Það er mjög auðvelt að æsa mig ■\ upp. Hún er líka mjög gjörn á að fá marbletti," sagði El- , var í gær í veikri von um að jf geta réttlætt æðiskastið. Aðalmeðferð verður ffamhaldið í dag en þá mun Gunnar Hrafn sjálfur bera vitni. Dómsupp- kvaðningar er að vænta innan skamms. andri@dv.is Skólameistari styður kennarann sem sveik fé af öldruðum alzheimer-sjúklingi Hélt dómnum leyndum fyrir skólameistaranum „Við styðjum við bakið á Hlyni þar til máli hans er lokið," segir Oddný G. Harðardóttir, skólameist- ari Fjölbrautaskólans á Suðumesj- um. Kennari í viðskiptafræði við skólann, Hlynur Ómar Svavarsson, hefur verið dæmdur í íjögurra mán- aða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að svíkja fé af öldruðum alzheimer- sjúklingi. Hlynur hafði ekki greint skólameistaranum frá dómnum rúmri viku eftir að hann féll. „Nei, ég hafði ekki hugmynd um þetta," sagði Oddný á miðvikudags- kvöld þegar DV náði fýrst tali af henni. Þá var rúm vika liðin frá því Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hlyn Ómar, sem er menntaður við- skiptafræðingur, í fjögurra mánaða fangelsi vegna misbeitingar á alzheimersjúkum leigusaia sínum sem hann hafði milljónir af. Hlynur ætlar að áfrýja dómnum og miðað við orð skólameistarans mun hann halda áfram að kenna nemendum fjölbrautaskólans heilbrigða við- skiptahætti þangað til Hæstiréttur hefur komist að niðurstöðu. En kom dómurinn Oddnýju á óvart? „Ég er ekki dómari í þessu máli en mín kynni af Hlyni eru mjög góð,“ segir Oddný. „Þetta mál er í ákveðnum farvegi og heldur áfram. Við styðjum við bakið á Hlyni þar til máli hans er lokið." Hér á landi er starfandi félag að- standenda þeirra sem þjást af Alzheimer-sjúkdómnum. Ekki náð- ist í Maríu Jónsdóttur, formann fé- lagsins, en af samtölum við aðra stjómarmenn mátti heyra að þeir sem starfa með alzheimer-sjúkl- ingum sé brugðið vegna máls- ins. Samkvæmt dómnum nýtti Hlynur Ómar sér and- OddnýG. Harðar- dóttir skólameistari Stendur með kennara sínum sem sveik fé af öldruðum alzheimer- sjúklingi. legt ástand 85 ára leigusala síns til að fá hann með sér í áhættusöm viðskipti sem vinur hans stóð að. Á endanum hafði gamli maðurinn veðsett húsið sitt og var oröinn stórskuldugur. Sjálfur __ notaði Hlynur fé gamla mannsins til að greiða sér laun fyrir „hjálpina". Héraðsdómur sagði brot Hlyns alvarlegt þar sem það hefði beinst gegn „sjúk- um, öldruð- um manni, sem lagði traust sitt á ákærða". Hlynur Ómar Svavars- son viðskiptafraeðingur Sveik út fé og kennir nem- endum Fjölbrautaskóla Suðurnesja viðskiptafræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.