Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 12
12 Fö'sfÚD'ÁGÚtö i. bWdBÉft 20Ó5' Fréttir DV Skóli í Bagdad sprengdur Eldflaug var skotið á Dujla-barnaskólann í Bagdad í írak í gær. Skólinn er staddur í fínu hverfi í borginni. Eitt barn dó í sprengingunni og fjöldi annarra slösuðust. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir árásinni en hún hefúr verið fordæmd víða. Dýpsta lægðin Veðurfræðingar víða um héim eru gapandi yfir felíi- bylnum Wilmu, sem, er nú yfir Mexíkóflóa. Bylúrinn er sagður vera dýpsta'lægð sem mælst hefúr á svæð- inu. Hann er einnig 21. stormur ársins, sem er jafn- mikið og metárið 1933. fbúar í Flórída flýja nú skagann en búist er við að bylurinn fari yfir hann á morgun og sunnudag. Allir hræddir við fugla Yfirvöld í ísrael, Palest- ínu og Jórdaníu lýstu í gær yfir áhyggjum vegna fugla- flensunnar. Þau óttast að sýktir fuglar komi þangað þegar milljónir farfugla halda frá Evrópu og suður á bóginn í vetur. í Evrópu keppast ríkisstjórnir við að birgja sig upp af lyfjum gegn flensunni en hún greindist síðast í Vestur- Rússlandi í fyrradag. „Það er Ijómandi fint að frétta héðan," segir Vilborg Arnars- dóttir, framkvæmdastjóri Sumarbyggöar á Súðavik og athafnakona.„Það styttist í að viðtök- Landsíminn félags- heimilið okkar aftur í notkun eftir nokkuð miklar breytingar að innan og utan. Siðustu ferðamennirnir eru nú að tinast í burtu þannig að ferða- mannatörninni ernú lokið. Skólinn er tekinn við og allt er í föstum skorðum. Veðrið er fínt, það er alveg autt fyrir utan smá grátt i fjöllunum, sem varla telstsem snjór." Einvalalið arabískra, asískra, evrópskra og bandarískra lögmanna kemur að vörn- um Saddams Hussein í réttarhöldum sem fara fram í írak. Fjölskylda einræðis- herrans fyrrverandi fékk tilboð um aðstoð frá fleiri en 2000 lögmönnum. Víst er að réttarhöldin sem heíjast þann 28. nóvember munu vekja heimsathygli. Vatasamir lögfrœðingar verjendur Saddams Ekki margir öfunda þann hóp manna sem heldur uppi vömum fyrir Saddam Hussein. Ljóst er að þeir munu eiga í nógu að snúast næstu vikumar við undirbúning varna en réttarhöldum yfir þess- um fyrrverandi einræðisherra fraks hefur verið frestað til nóvem- berloka. Lögmenn Saddams fóm fram á þriggja mánaða frest við birtingu ákæra í fyrradag en fengu einn og hálfan mánuð. Fjölskylda Saddams hafði fengið um 2000 tilboð um aðstoð við að verja hann en hefur nú grisjað töluvert úr hópnum. „Við höfum sett saman lið lögmanna til varnar. Þar eru mikilsverðir bandarísk- ir, evrópskir, asískir og arabískir lögmenn sem valdir vnm á gmndvelli færni og hæfileika til að koma með sterkar varnir," segir lögfræðingurinn Abdel Haq Al- ani sem er talsmaður fjölskyldunnar og tilheyrir lögfræðingahópnum. í hópnum er meðal annarra fyrr- verandi dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, Ramsey Clarke. Hann hef- ur oft bent á óréttmæti utanríkis- stefnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna og verið virkur í að mótmæla þeim stríðsrekstri sem sú stjórn hefur staðið í undanfarna áratugi. Ekkert fé frá fjölskyldunni írakski lögmaðurinn Khalil Dula- imi fer fyrir liðinu. Hann hefur sagt fjölmiðlum að enn sem komið er hafi lið hans unnið að málinu án þess að þiggja greiðslu fyrir vegna þess að fjölskylda Saddams hafi ekki efni á að borga fyrir þjónustu hans og annarra lögffæðinga. Dulaimi bendir á að sækjandi og dómstóllinn hafi eytt sem samsvarar 30 milljörðum ís- lenskra króna í undirbúning réttar- haldanna. Lögfræðingarnir báðu réttinn um að taka þátt í kostnaði við vinnu þeirra en fátt var um svör. Dulaimi sagði að lið sitt myndi ekki ræða við fjölmiðla frekar fyrr en rétturinn samþykkti að greiða kostnaðinn eða þá að fjölmiðlar myndu gera það. Einhver þyrfti jú að borga reikninginn. (¥»«; Jacques Verges Kúllaður Lögmaður djöfulsins. Aðrir tilnefndir en ekki fengið Meðal þeirra sem höfðu áður samþykkt að verja Saddam er Jacques Verges, vel þekktur franskur lög- fræðingur sem státar af löngum kúnnalista. Þar má finna nöfn manna eins og Kiaus Barbie, yfirmanns Gestapó, „Sjakalans" Carlos og fyrrverandi leiðtoga Júgó- slavíu Slobodans Milos- evic. Vegna viðskiptavina sinna hefur hann títt verið nefndur „Lögmaður djöf- ulsins", eða The Devil’s Advocate upp á ensku. Fjölskylda Saddams setti hann þó út af sakra- mentinu vegna þess að hún vildi ekki tengja verj- anda dæmds stríðsglæpa- manns við nafn Saddams Hussein. Anthony Scrivener var einnig nefndur til sögunnar sem mögulegur vamarmaður. Hann aðstoðaði við frelsun Guildford-ijórmenninganna, sem voru dæmdir á sínum tíma fyrir hryðjuverk á Norð- ur-írlandi. Hann sagðist myndu taka verkið að sér ef aðstæður leyfðu. Ur nógu að velja Fjöl skylda Saddams hafði fengið um 2000 tilbcð um aðstoð við varnir hans Saddam Hussein Þrátt fyrir peninga- leysi reynirhann að fá reyndustu lögfræðinga heimsinssérti! varnar Johanna Eyjólfsdótt- ir „Amnesty mátmælir sterklega dauðarefs- ingu," segir Jóhanna en hún er framkvæmda- stjóri Amnesty á Islandi. Amnesty International með vakt „Við leggjum áherslu á að fólk fái réttláta dómsmeðferð, sama hver ákæran er,“ segir Jóhanna Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Amnestry á íslandi. „Amnesty hefur þrjá aðila á staðnum til að fylgjast með réttar- höldunum. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þau séu ekki réttlát munum við vekja athygli á því opin- berlega. Það er sama hvaða einstak- lingur á hlut að máli, réttlæti er öll- um nauðsyn," segir Jóhanna og bendir á að möguleiki sé á að Saddam verði dæmdur til dauða verði hann fundinn sekur. „Amnesty mótmælir sterklega dauðarefsingu, hver sem á í hlut." Ramsey Clarke var dómsmálaráðherra á árunum 1967 til 1969 Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ver Saddam Ramsey Clarke, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er einn þeirra lögmanna sem hafa tekist það stórvirki á hendur að verja Saddam Hussein fyrir rétti i írak. Hann hefur farið víða í andstöðu sinni við utanríkismálastefnu Bandaríkjanna. Hann mótmælti harðlega Víetnamstríðinu á sínum tíma auk þess að standa gegn að- gerðum BNA í Kúvæt, Afganistan og Irak. Hann var dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Lyndons B. Johnsons á árunum 1967 til 1969. Ramsey er sonur Toms Clarke, sem einnig var dómsmálaráðherra á sínum tíma en var síðar útnefndur hæstarréttardómari. Ramsay hefur sem lögfræðingur komið að vömum margra vafasamra manna, eins og David Koresh, leiðtoga sértrúar- flokksins sem ritaði sig á spjöld sög- unnar árið 1993 vegna innrásar Ramsey Clarke Segir dóm- stólinn I Irak settan afbráða- birgðastjórn sem sé tilbúning■ ur hersetuliðs Bandaríkjanna. Ver vafasama Ramsey Clarke varði David Koresh sértrúarleiðtoga, Bosníu-Serbann Radovan Karadzic og Elizaphan Ntakirutimana, sem var áberandi I þjóðarmorðinu I Rúanda. lögreglu á búgarð hans í Waco í Texas. Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba sem nú er í fel- um er einnig meðal viðskiptavina hans. Hann kom einnig að vömum Elizaphans Ntakirutimana sem var áberandi í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Það er því ekki ofsögum sagt að hann hafi snúist algjörlega gegn þeim öflum sem komu honum í stöðu eins valdamesta embættis Bandaríkjanna á sínum tíma. Ramsey óskar þess heitast að Bandaríkjastjórn sjálf komi fyrir rétt fyrir árásina í Fall- uja, eyðileggingu eigna, pyntingar í fangelsum og dauða þúsunda borgara í írak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.