Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR21. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Atli Rafn er hláturmildur, ósér- hlífinn og hjálpsamur dugn- aðarforkur sem gott er að leita tij. Hann er örlátur með eindæmum. Atli Rafn er óþolinmóður, skapmikill og einum of hreinskilinn. Hann hringir í fólk meðan hann situr á klósettinu. „Atli Rafn er hvers manns hug- Ijúfi og þúsundþjalasmiður af guðs náð. Hann er hæfi- leikaríkur og mikill vinur vina sinna. Hann er llka örláturmeð eindæm- um. Hann getur verið óþolinmóður og tekur stundum ofstórt upp I sig enda með stór- an munn." Stefán Jónsson mágur. „Atli er ótrúlega orkumikill og glaölyndur maður. Hann er uppbyggjandi og það er alltaf hægt aö leita til hans. Það alltafstutt I hláturinnn hjá honum og ég held að hann hlæi hæst af öllum sem ég þekki. Þaö getur verið ókostur hvað hann er hreinskilinn, því efhann hefur ekki mikiö álit á einhverj- um, þá sést það. Sjálfum finnst mérþað nú bara fínt." Rúnar Freyr Gíslason vlnur. „Hann ereinstaklega fyndinn, skemmtilegur og velgefinn. Mikill dugnaðarforkur, vinnu- samur og ósérhlífinn. Hann er gjafmildur og greiðvikinn og alltafhægt aö leita til hans, sama hversu upptekinn hann er. Hann erhlýr og traustur og þvf ekki hægt að hugsa sér betri bróður. Hann er skap- mikill, stórorður og fljótur upp efl hann fýkur en það rýkur jafnfljótt úr honum aftur. Hann vandi sig snemma á þann slæma siö að vilja spjalla við mig þegar hann situr á klósett- inu og núna hringir hann iöu- lega Imig undir þeim kringum- stæðum." Rebekka SigurÖardóttir systir. Atli Rafn Siguröarson leikari fæddist í sept- ember áriö 1972 og útskrifaöist úr Leiklist- arskólanum 25 árum síöar. Hann hefur brugöiö sér f ýmis hlutverk um ævina, nú slöast f hlutverk Halldórs Laxness í verkinu Halldór í Hollywood sem var frumsýnt í Þjóöleikhúsinu um síöustu helgi. Hansadagar hefjast Hansadagar hefjast í Hafnarfirði í dag en í júlí síðastliðnum gekk bærinn í Hansasam- tökin, sam- tök borga þar sem Hansakaup- menn stunduðu kaup- mennsku. Hansadagar standa fram á sunnudag en meðal atburða er Október- fest á Fjörukránni, þýskt þema á Bókasafni Hafnar- ijarðar og heimsókn þýsku- bflsins sem kynnir Heims- meistaramótið í knatt- spyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. í tilefni Hansadaga kemut forseti íslands.Jierrá Ólafúr Ragnar Grímsson, í opin- bera heimsókn til Hafnar- fjarðar í dag og tekur þátt í dagskránni. Dómur féll í máli Ólafs Birgissonar í gær. Af ótta við hefndaraðgerðir handrukk- ara sem hann skuldaði hundruð þúsunda króna rændi hann 10-11 verslun vopnað- ur skrúfjárni. Hann fékk átta mánaða fangelsi. Móðir Ólafs, Anna Bragadótfir, seg- ir að handrukkararnir hefðu átt að vera í réttarsalnum, ekki sonur hennar. 10-11 búð Ólafur rændi búðina vopnaður skrúfjárni og hafði 35 þús- und krónur upp úr krafsinu. „Það var búið að hóta honum og fjölskyldunni/' segir Anna Bragadóttir, móðir Ólafs Birgissonar sem í gær var dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að fara ásamt félaga sínum inn í 10-11 verslun í Engihjalla með trefla fyrir andlitunum, ógna afgreiðslustúlku með skrúfjárni og ræna 35 þúsund krónum. Sonur hennar framdi ránið af ótta við hefndaraðgerðir handrukkara sem haft höfðu í hótunum við hann um nokkra hríð. í aprfl var Ólafur Birgisson, 22 ára Hafnfirðingur, á flótta undan hand- rukkurum. Hann skuldaði þrjú hundruð þúsund krónur vegna kókaínfíknar sem hann hafði nýver- ið unnið bug á. Þrátt fyrir að fflcnin hafi verið sigruð voru afleiðingar hennar ennþá að koma í bakið á Ólafi Birgissyni. Þrjú hundruð þús- und krónur er upphæð sem hand- rukkarar sleppa ekki svo glatt. Að- gerðirnar sem þeir eru tilbúnir að fara út í til að innheimta slíkar skuldir eru óhuggulegar. Stigmagnandi hótanir „Við vitum hvaða leið litli bróðir þinn gengur í skólann," sagði einn handrukkaranna við Ólaf þegar ver- ið var að innheimta. Hótanir þeirra í garð fjölskyldu hans fóru stigvax- andi og svo fór að Ólafur sá sér enga aðra leið færa en að fara eftir skip- unum þeirra. „Þeir sögðu honum einfaldlega að fara og sækja þessa pen- inga, annars hlyti hann og fjölskyldan verra af,“ segir Anna, móðir Ólafs sem hlýddi kallinu og ruddist inn í 10-11 vopnaður skrúfjárni og kom út með 35 þúsund krón- ur. Fengurinn var aðeins brot af því sem hann skuldaði. Svo fór á endanum að fjölskyldan safnaði saman peningnum til að sleppa undan ofsóknunum. Lögreglan úrræðalaus Anna segir það skelfilega til- hugsun að vita af barninu sínu í klóm þessara manna. „Hann „Þeir sögðu honum einfaldlega að fara og sækja þessa peninga, annars hlyti hann og fjölskyldan verra af." taldi sig vera að verja fjölskyldu sína, litla bróður sinn," segir hún. Þegar Anna spurði son sinn hvaða menn þettu væru sem voru á eftir honum svaraði hann. „Þú vilt ekki vita það, mamma. Það er best að þú vitir sem minnst." Anna bendir á að auðvitað eigi sonur hennar að axla ábyrgð á gjörðum sínum hvað varðar ránið. Henni þykir samt súrt í broti hversu úrræðalaus lögreglan er gagnvart handrukkurum sem halda ótrúlega mörgum fjölskyldum í gíslingu ótt- ans. „Lög- Héraðsdómur Reykjaness Dæmtvarlmáli Ólafs I gær. reglan gerði ekkert til að hjálpa hon- um. Enginn af þessum handrukkur- um var í réttarsalnum þegar réttað var yfir syni mínum," segir hún. Anna segir að sonur hennar sé búinn að snúa bakinu við þessum heimi. Fyrir það er hún þakklát. „Hann er með fasta vinnu og kom- inn í sambúð," segir hún. „Ef hann heldur því áffam á hann framtíðina fyrir sér.“ andri@dv.is Magnús Ólafsson fær ekki að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði Bæjarstjóradraumur Bjössa bollu fyrir bí Leikarinn góðkunni Magnús Ólafsson fékk ekki að bjóða sig fram til forystu sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði eins og hann ætlaði. Fram- boðsfrestur rann út á miðvikudags- kvöld en þá var úrskurðað að Magn- ús hefði ekki nægilega marga með- mælendur. Magnús bað um frest en fékk ekki. „Ég er ekki sáttur," segir Magnús sem óskaði eftir sólarhringsfresti til að ná tilskildum fjölda meðmæl- enda, 20 talsins. Þann frest sá flokk- urinn sér ekki fært að veita honum. „Og ég fékk engar skýringar á því," bætir Magnús ósáttur við. Það vakti furðu margra þegar Magnús lýsti þvf yfir að hann ætlaði sér fyrsta sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í komandi bæjarstjórnar- kosningum. Magnús er þekktur hjá þjóðinni fyrir túlkun sína á Bjössa bollu en síðustu ár hefur hann starf- að sem prentsmiður með misjöfnum ár- angri, farið á haus- inn og lent í mála- ferlum. „Maður tekur þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Nú er bara að vinna með flokknum og hjálpa því góða fólki sem skipa mun for- ystu- sveitina eins og ég get." Magnús Ólafsson leikari Fékkekki að bjóða sig fram eins og hann vildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.