Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 16
76 FÖSTUDAGUR21. OKTÓBER2005 Fréttir DV Pólitískur gæðingur I Hrikalegur skandall Einn álitsgjafanna tilnefndi Markús öm þrisvar sinnum: í sendiherrastöðu í Kanada, í stöðu útvarpsstjóra í annað sinn og f stöðu útvarpsstjóra í fyrsta sinn. Markús er úrskurðaður af álitsgjöfum DV sem einhver mesti gæðingur pólitískra ráðninga, því hann virðist aldrei geta klúðrað neinu nógu stórt til að vera ýtt út í kuldann. „Markús öm kom fagmennsku í fjölmiðlum nánast ekkert við. Stóll útvarpsstjóra var notaður fyr- ir hann á meðan hans þurfti ekki við í alls konar íhlaupaverk fyrir ^ Sjálfstæðisflokkinn.“ Honum var bjargað eftir hremm- ingar í embætti borgarstjóra og skrípaleikurinn þegar sitjandi útvarps- stjóri var látinn lesa yfirlýsingu um að honum leiddist djobbið og er sendur með fjölskylduna til Kanarí var óborganleg- ur að mati eins álits- gjafa blaðsins. „Markús náði aldrei tökum á stofn- uninni. Var frekar til óþurftar." Og: „Hann reyndist slakur útvarpsstjóri og verri í seinna skiptið." Og einn álitsgjafanna átti fullt í fangi með að rekja ferilinn: „Markús öm Ant- onsson, algjörlega misheppnuð ráðn- ing. Davíð Oddson rak þann sem hafði rekið vin hans, Hrafn Gunnlaugsson, og réð vin sinn Markús öm í staðinn. Eitt af fyrstu verkum Mark- úsar var að ráða Hrafn aftur til starfa. Þetta er líka maðurinn sem réð Auðun Georg og faldi sig í þrjá daga fyrir fjölmiðlum í kjölfarið." Og sá síðasti sem vitnað er í dró ekki af sér: „Maður með allt niður um sig og skít- inn upp á bak er verð- ■ * launaður með sendi- j| herrastarfi! Hvað læt- ur utanríkisþjónustan ekki yfir sig ganga?" m „Jón Steinar Gunnlaugsson var skipað- ur hæstaréttardómari í september 2004. Sjö sóttu um embættið og samkvæmt umsögn Hæstaréttar vom þeir Eiríkur Tómasson prófessor og Stefán Már Stef- ánsson prófessor taldir hæfastir til að gegna því. Atli Gíslason hrl., lögmaður Hjördísar Hákonardóttur dómstjóra, sem talin var hæfust næst á eftir þeim Eiríki og Stefáni, taldi að brotin hefðu verið jafn- réttislög á henni í annað sinn, þar sem konur em sannarlega í minnihluta í Hæstarétti. Þá lét Björn Bjamason dóms- málaráðherra þau ummæli falla að jafn- réttislög væru bam síns tíma!“ Þetta segir einn álitsgjafanna sem lítur það alvarleg- um augum að Hæstiréttur sé með skipan- inni gerður tortryggilegur. „Jón Steinar í Hæstarétt strax á eftir Ólafi Berki kom manni einhvem veginn ekkert á óvart. Aðlögunar- hæfnin er þvílík hjá íslend- ingum að það var aðeins tautað yfir þessu en varla meira." Með þessu áframhaldi jj verður Hæstiréttur álíka , einsleitur og sá banda- ríski sem er óhugnanleg þróun í lýðræðissamfé- , lagi. Einn álitsgjafanna , segir nánast guðlast j að efast um marg-1 nefnda afburða- ! hæfileika hans í lög- mennsku. „Ráðningin , er auðvitað hrikalegur skandall." Og: „Ofugt við Ólaf Börk er Jón Steinar afburðalögfræðingur. Ráðning hans kom samt á vondum tíma og lyktar af pólitík og margir höfðu á orði að ríkisstjómin væri að koma sínum mönnum að í Hæstarétti áður en Baugsmálið eða önnur óþægileg dóms- mál yrðu tekin fyrir t sem og koma í veg fýrir slys á borð við [ það að þurfa að i endurgreiða ör- 1 yrkjum." \ ■■■■■■■■ Bíræfnasta pólitíska Einhvers staðar verða raðning seinni ara vondir að vera Auðun Georg í fréttastjórastólinn hjá RÚV síðastliðið vor. „Þessi ráðning kemst á listann vegna þess hversu svakalega mikið klúður hún var. Framsókn ætlaði að beita klókindum og skipa mann í stól- inn sem yrði ekki sakaður um að vera þeirra maður en væri það samt og þetta snérist allt í höndunum á þeim, því maðurinn hafði óvart enga reynslu. Og á meðan hlakkaði í sjálfstæðismönn- um." Og annar hafði þetta til málanna að leggja: „Hann hafði minnsta reynslu allra umsækjenda af fjölmiðlum, hafði verið fréttaritari samhliða námi erlendis Einnig ’ fréttist að fulltrúar Framsóknarflokksins hefðu leitað eftir því að hann sækti um starf fréttastjórans. Hann var vinur ráða- manna Framsóknarflokksins sem töldu að þessi staða tilheyrði flokknum. Auðun sagði af sér á fyrsta starfsdegi sínum eft- ir að lýst var vantrausti á hann." Og: „Einhver bíræfnasta pólitíska ráðning í seinni tíð, beinlínis ætlað að skemma vinnustaðinn sem agentinn var sendur á." Og enn einn: „Einhver rammpólitískasta og mislukkaðasta stöðu- veiting síðari tíma. Bar vott um mikinn dómgreindar- brest útvarpsstjóra. Dæmigert um hvemig dómgreindin getur brostið þegar menn halda sig vera að þóknast öðrum." Mál manna er að framsóknarmenn hafi orðið sér til skammar enn og aftur. „Auðun hafði afar tak- markaða þekkingu á fjölmiðlum og ráðningin I hlægileg. 1 Reynsluleysið 1 kom berlega í ljós þegar hann var tekinn eft- irminnilega á beinið af undir- i manni sínum." fl „Sjálfsráðning Davíðs í Seðlabankann er sérlega ósvífin ráðning í ljósi þess að Davíð var búinn að tryggja sig í bak og fyrir með eftirlaunafrumvarpinu og var búinn að vera bankamálaráðherra lengi." Einkum er það launahækkunin sem menn horfa í þegar Davíð er annars veg- ar. Davíð er reyndar hákarlinn í þessu því þræðirnir liggja víðast um hendur hans þegar feitustu bitarnir eru annars vegar: „Það sem var asnalegt við þessa ráðningu var það hversu mjög menn kepptust við að segja að það væri tóm til- viljun að laun seðlabankastjóra hefðu verið hækkuð um 26% rétt fyrir ráðnin og að það væri tóm tilviljun að Birgir leifur skyldi hætta á þessum góða tíma. Tilviljun my ass." Þeir urðu að hækka kaupið svo stað- an væri samboðin honum, segir einn og annar að Davíð sé hvergi nærri hættur afskiptum af pólitík. Enn einn: „Maður sem kominn er á endastöð í pólitík skipar sjálfan sig seðlabankastjóra og hækkar launin sín í leiðinni. Allt snakk- ið um að auka fagmennsku í stjórnsýslu reynist hafa verið akkúrat það, bara snakk." Menn segja að gengið hafi verið fram hjá hæfari mönnum en „um Seðlabank- ann gildir eins og Drangey forðum. „Einhvers staðar verða vondir að vera.""

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.