Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 33
Menning PV Páll Ásgeir Ásgeirsson: Játningar Láru miðils. JPV-útgáfa 2005 Verð: 4.980 kr. Bókmenntir Ingibjörg Lára Agústsdóttir er án efa einn frægasti miðill á íslandi en hún naut mikilla vinsælda á árunum 1925 til 1940. 1 Lára að störfum Ein | I hinna frægu mynda I sem fiettu ofan af I svikum Láru. Nú er komin út bók um ævi þessarar sérstæðu konu en hana skrifaði Páll Ásgeir Ásgeirsson. í greinargóðum inngangi að sög- unni getur hann þess að eftir að dómurinn féll hafi Lára haidið áfram að starfa við miðilsstörf því stór hópur manna hélt við hana tryggð hvað sem öllum dómum leið. Þó Lára hafi fyrir rétti gengist við brotum sínum hélt hún því síð- ar fram að hún hefði verið vamar- laust fómarlamb sambýlismanna sinna og annarra vitorðsmanna. Sjálfsbjargarviðleitni í inngangi segir að orðstír Láru hafi styrkst við útkomu bókar eftir séra Svein Víking árið 1962 og sanna átti miðilshæfileika Lám. í sögu sinni notast Páil Ásgeir við hana en einnig óbirta ævisögu Lám sem hún skrifaði 1945 og af dæmunum má sjá að hún er óvæg- in, bæði við sjálfa sig og aðra. Hún gengst við svikunum og segir að hún hafi gripið til þessarar starf- semi af sjálfsbjargarviðleitni því hún var alla tíð heilsuveil og ekki fær til erfiðisverka. Sorgarsaga Ævi Lám var óslitin sorgarsaga. Hún fæddist í lausaleik í Gaulveija- bæ í Flóa og ólst upp hjá móður- foreldrum sínum við vinnuhörku og litla ástúð. Hún fluttist til Reykjavíkur 16 ára gömul og tók að vinna fyrir sér, meðal annars hjá Einari Kvaran þar sem Lára segist hafa verið uppgötvuð sem miðill. Næstu árin flakkaði hún milli sveita og borgar en kynntist árið 1921 Páli Thorberg Jónassyni og átti með honum tvær dætur, önn- ur fór í fóstur en hin ólst upp hjá henni. Sambandið einkenndist af tómu basli og óheilindum og svo fór að upp úr því slitn- aði. Holl upprifjun Raunin var sú að ástamál Lám vom mestmegnis hrakningar því flestir þeir menn sem Lára kynnt- ist vom ýmist blá- fátækir, líkt og hún sjálf, eða drykkju- menn, nema hvort tveggja væri. Hún eignað- ist I Páll Ásgeir Ásgeirs-1 I son Rithöfundur. sex böm með þremur mönnum og fóm öll í fóstur utan eitt. Mönn- unum var stefnt fyrir að aðstoða við blekkingar á miðilsfúndunum en fyrir rétti sögðust þeir hafa verið neyddir til, svo sjá má hvem mann þeir hafa haft að geyma. í inngangi segir Páll Ásgeir: „Þetta er saga sem hollt er að rifja upp, ekki í þeim tilgangi að dæma söguhetjuna heldur til þess að reyna að skilja hana. Þess vegna er hún sögð.“ (12) Þessi orð komu aft- ur og aftur upp í huga mér við lest- ur bókarinnar því þótt frásögnin sé vandvirknisleg og sympatísk, eink- um þegar lýst er uppvexti og ásta- málum, er greinilegt að höfundur á bágt með að átta sig á söguhetj- unni. Enda engin venjuleg kona hér á ferð og tæpast nema á færi geðlækna að skilja athæfi hennar. Svo ekki er það skilningur á per- sónunni sem situr eftir heldurvor- kunnsemi í garð hinnar ólánsömu konu. Sorg liðinna Ef höfundur hefði komist að þeirri krassandi niðurstöðu að Lára hefði verið dæmd á röngum forsendum hefði verið auðveldara að skilja tilgang og eðli bókarinnar. En bók sem er skrifuð rúmlega sextíu ámm eftir dóminn, að því er virðist ein- ungis til að árétta brot og brotaviija dæmdu, sem löngu er ljós, er erfitt að skilja. Vissulega má þó hafa gaman af sam- anburði á bók séra Sveins Víkings og handriti Lám og einnig fá þeir sem for- vitnir em um spíritisma og skyggnilýsingar eitt- hvað fyrir sinn snúð. Þetta er þó ekki bók fyrir fólk sem leiðist að velta sér upp úr nið- urlægingu, sorg og skipbrotum löngu genginna manna. SigríðurAlbertsdóttir J ÍMÍ IFIMR Yfirgafmann sinn þegarhann fórað berja börnin iíka orðin ervor 3*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.