Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 Sport DV Jafnaði metið Reshea Bristol þurfti að- eins 23 mínútur gegn KR í Iceland Express deild kvenna í körfúbolta til þess að jafna fimm ára stoðsendingamet Jessicu Gaspar en þær stöllur eru nú þeir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar í einum leik í efstu deild kvenna. Bristol gaf 17 stoðsendingar í leikn- um og var með þrefalda tvennu en hún skoraði einnig 23 stig og stal 11 bolt- um. Gaspar gaf sínar 17 stoðsendingar í 76-47 sigri KFÍ á Grindavík 24. nóvem- ber 2000 en hún lék í 34 mínútur í þeim leik. Góð innkoma Jakobs Jakob Sigurðarson átti góða innkomu hjá Bayer Gi- ants Leverkusen í þýsku bundesligunni þegar hann skoraði 9 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann fékk að spreyta sig í leiknum. Bayer Giants Leverkusen tapaði leiknum gegn Walter Tigers Túbingen með tveim- ly^stigum, 87-89, í hörkuleik. Jakob nýtti 3 af 5 skotum sínum sem öll voru tekin fyr- ir utan þriggja stiga línuna. Jakob hafði ekki náð að skora í fyrstu tvemur leikjun- um og hafði aðeins náð einu skoti á körfúna á þeim tæpu 10 mínútum sem hann fékk samtals í þeim. Vassell að hittavel Keith Vassel hefur verið að hitta vel úr þriggja stiga skotunum hjá sínu nýja liði, Ensa Union Neuchátel, sem spilar í svissnesku úrvals- deildinni í körfubolta. Ensa Union Neuchá- tel hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sín- um og Vassel var með 10 stig í síðasta leik þegar liðið vann heimasigur á Testuz BBC Nyon. Vassel sem lék með Jamtíand í Sví- þfBð á síðasta tímabili hefur sett niður 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum. 19.00 KA-FramíDHL- deild karla. 19.15 ÍR-HKíDHL- deild karla. 19.15 Höttur-Njarðvík í Hópbflabikar karla. 19.15 KFÍ-Fjölnir í Hópbflabikar karla. O 20.00 Spurninga bátturinn Snark þátturinn Spark í stjórn Stefáns Pálssonar á Skjá einum. 21.05 Fréttaþáttur um Meistaradeildina á Sýn. David Beckham er að leika einstaklega vel með Real Madrid þessa dagana og var maðurinn á bak við 4-1 sigur á Rosenborg með einu glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og tveimur stoðsendingum úr föstum leikatriðum á miðverðina Jon- athan Woodgate og Ivan Helguera. SttMENS Meistarinn hylltur David Beckham fagnar hér glæsimarki sinu gegn norska liðinu Rosenborg. Maður leiksins David Beckham kom að öllum fjór- um mörkum RealMadrid. Real Madrid er komið á langþráða siglingu eftir skelfilega byrjun á tímabilinu og spænska liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í spænsku úrvalsdeildinni (4) og Meistaradeildinin (2). Fyrir vikið er Real komið á toppinn í deildinni í fyrsta sinn í 18 mánuði og í ágæt mál þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar er hálfnuð. Maðurinn á bak við gott gengi liðsins er að margra mati Eng- lendingurinn David Beckham sem hefur spilað frábærlega í síð- ustu leikjum liðsins. David Beckham hefur verið fræg- ur fyrir að hitta boltann betur en flestir aðrir knattspymumenn og enski landsliðsfyrirliðinn sannaði það enn frekar þegar hann innsigl- aði sigurinn með sannkölluðu meistaramarki beint úr aukaspymu átta mínútum fyrir leikslok gegn Rosenborg. Beckham átti þátt í öll- um flómm mörkum síns liðs og var valinn maður leiksins af UEFA. „Það er alltaf gaman að leggja upp mörk og ekki síðra að skora sjálfur. Markið sem ég skoraði gæti jafnvel verið það besta hjá mér í langan tíma. Það er allavega betra en öll mörkin sem ég skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrra." „Þetta var mjög flott mark sem ég skoraði en það er mikilvægast að lið- ið sé að vinna leiki. Við emm að spila mun betur. Ég er að spila mun betur og við emm farnir að vinna leiki. Liðið spilaði mjög vel í seinni hálfleik," sagði Beckham eftir leik- inn. „Guti var frábær og breytti öllu fyrir okkur í seinni hálfeik, sending- ar hans og hlaup eru mjög góð," sagði Beckham en Guti kom inn á sem varamaður í hálfleik. „f fyrri hálfleik var ég að spila djúpur á miðjunni en með tilkomu Guti spil- aði ég meira úti á hægri vængnum og það gaf mér meira frjálsræði." David Beckham var líka ánægð- ur fyrir hönd félaga síns og landa Jonathans Woodgate. „Ég er líka glaður fyrir hönd Woody. Eftir eitt ár og tvo mjög erfiða leiki átti hann mjög góðan leik." Spilamennska Real Madrid hef- ur verið á mikilli uppleið og það er allt annað að sjátil liðsins á síðustu vikum en í upphafi tímabils þegar þeir töpuðu meðal annars þremur leikjum í röð á einni viku. „Þessi sigur var mjög mikilvæg- ur, við urðum að vinna og það á al- veg eins við um næsta leik. Ef við leggjum mikið á okkur getum við gert góða hluti. Það verður örugg- lega erfiðari leikur á sunnudaginn en ég er mjög ánægður með leik- formið hjá liðinu sem er að spila vel þessa dagana," bætti Beckham við. Þjálfarinn Wanderley Lux- emburgo vildi þó ekkert vera að taka út einstaka leikmenn Real- liðsins. „Woodgate og Beckham spiluðu vissulega vel en þeir eru bara hluti af liðinu," sagði Lux- emburgo sem tók sína menn í gegn í hálfleik. „Ég sagði þeim að þeir hefðu 45 mínútur til þess að snúa við leikn- um og ef að það tækist ekki þyrftum við að vinna þá tvo útileiki sem við eigum eftir og það myndi verða mjög erfitt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleiknum og allt samspil og stjórn á leiknum var allt annað en í upphafi hans." Nú skoraði Jonathan Woodgate í rétt mark og átti góðan leik með Real Madrid Lukkan loksins í lið með Jonathan Woodgate Enski knattspyrnumaðurinn Jon- athan Woodgate hefur loksins feng- ið lukkuna með sér í lið eftir martraðarbyrjun sína í Madríd. Enski miðvörðurinn skoraði jöfnun- armark Real Madrid í 4-1 sigri á Ros- enborg á miðvikudaginn en þetta var fyrsti leikur hans á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni. Woodgate eyddi fyrstu tólf mánuð- um sínum í herbúðum Real Madrid á sjúkralistanum vegna meiðsla aft- an í læri og þegar hann loksins komst inn á völlinn skoraði hann sjálfsmark og var rekinn út af í fyrsta leiknum. Tveimur vikum seinna skoraði hann annað sjálfsmark og ólukkan virtist elta hann hvert sem hann fór. En allt breyttist á miðvikudaginn þegar hann skallaði inn aukaspymu Davids Beckham og kveikti í leið í liði Real Madrid sem var 0-1 undir á heimavelli gegn norska liðinu Ros- enborg. „Það fylgdi því frábær til- finning að skora. Ég beið bara við fjærstöngina því ég sá það á David að hann ætíaði að senda góðan bolta fyrir. Ég hugsaði bara um að komast í boltann, það tókst og ég náði að hamra hann inn,“ sagði Woodgate þegar hann var beðinn að lýsa kringumstæðunum í markinu. Woodgate hafði fengið uppreisn æru sinnar og ljómaði allur í viðtöl- um eftir leikinn en hann gaf lækni liðsins, Alfonso del Corral, mikið lof. „Ég hljóp beint til del Corral því þetta hefur verið erfitt hjá okkur undanfarið ár. Það er frábært að þessi meiðsli séu að baki. Hann hefur unn- ið mikið með mér og ég ætlaði að sjá til þess að hann fengi það hrós sem hann á skilið," sagði Woodgate og öll spænsku blöðin voru uppfull af þætti del Corral í endurkomu Woodgates inn á knattspymuvöllinn. Hljóp beint til læknis- ins Jonathan Woodgate hljóp beint til læknis liðs- ins, Alfonso del Corral, eft- að hann skoraði fyrir Real Madrid.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.