Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Blaðsíða 40
Jír J~“ f* ^ í í* CÍj>J í 0 i Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^iafnleyndar er gætt. *-* q »-j Q<Q Q SKAFTAHLfÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMi5505000 690710 111117" Tinni SpringerSpaniel. Sérþiálf- aðuríaö Ekkert hass í Ina vel tekið N'ST „Já, við erum staddir þar núna. Vorum að klára. Nei, það fannst ekkert," segir Þorsteinn Hraundal, yfirmaður hundadeildar Lögregl- unnar í Reykjavík þegar DV náði tali af honum um hádegisleytið í gær. Lögreglan birtist óvænt í Menntaskólanum við Hamrahlíð og með í för var hasshundurinn Tinni. Þeir fóru í gegnum skólann en engin fíkniefni fund- ust. Tinni, sem er af tegund- inni Springer Spaniel, er sér- þjálfaður í að nusa uppi eitur- - lyf. Og fer fátt fram hjá þró- uðu lyktarskyni hans. En á dag- Þorsteinn Hraundal Var ákaflega ánægður með MH-inga sem voru prúðir mjög. inn kom að enginn framhaldsskólaneminn var með dóp í rassvasanum. Sem betur fer. Öðruvísi mönnum áður brá en Menntaskólinn í Hamrahlíð var á árum áður mekka hippismans en honum fylgdi ljósblár reykur eins og Stuðmenn sungu um. „Já, segðu. Nei, það var enginn lokaður inni. Þetta er alveg óvenjuprútt fólk hérna. Við áttum ekki von á svona —prúðu fólki,“ segir Þorsteinn. Hann er greiniiega mjög ánægður með framhaidsskólanema í Hamrahlíð- inni sem tóku lögreglu- hundin- um Tinna , mjög vel. Þor- steinn segir að þeir hafi ekki farið í aðra framhalds- skóla það sem af er þessu skólaári. MH sé fyrsti skólinn. En framhalds- skólanemar mega eiga von á því að fá án fyrirvara heimsókn frá Tinna og félögum. „En við höfum, í gegnum tíðina, farið í ýmsa skóla og það hefur gengið upp og niður. í fyrra fórum 1 við nokknim sinnum í Framhalds- skólann í Garðabænum, ekki vegna þess að þar væri mikið um dóp heldur fóru skólastjórnendur þess á leit við okkur að koma og leita af okkur allan grun.“ Lögregluheimsóknin í MH var í samvinnu við skólastjóra. IMH Þarnafór [fögreglan um og I fann ekkisvo I mikið sem lús. Var hann með kvef? • Eyrún Magnúsdóttir sjón- varpsstjarna er nú um stundir að þjálfa lið Kvenna- skólans í ræðukeppni fyrir Morfís-keppnina. Sjálf var hún ræðuskörungur þegar hún stundaði nám í Kvennó og sýndi þá slíka takta í púlt- inu að hún var snemma eftir út- skrift sína fengin til að þjálfa spor- göngumenn sína í skólanum. Eyrún var íjarri góðu gamni í Kast- ljósinu í gærkvöldi því hún var þá stödd í London með sambýlismanni sínum Stefáni Einarssyni sem starfar á Hvíta húsinu. Auglýsingastofur hafa oftar en ekki þann háttinn á að bjóða starfsmönnum sín- um og mökum þeirra til mikillar árshátíðar í útlöndum og er Hvíta húsið þar engin undantekning... • Hljómsveitin Mfnus mun ekki spila á Airwaves-tónleikahátíðinni sem hófst á miðvikudagskvöldið. Þungarokkstímaritið Kerrang, sem hefur lengi haldið mikið upp á Krumma og hina Mínus-liðana, stendur fyrir þungarokkskvöldi í kvöld og þar átti Mínus að spila. Opinbera skýringin á fjarveru hinna rokkuðu fjórmenninga er sú að þeir séu önnum kafnir við að taka upp plötu og megi alls ekki vera að því að spila á þessum tón- leikum. Á götunni gengur aftur á móti sá orðrómur að for- svarsmenn Kerrang hafi gefist upp á ves- eninu í kringum Mínus á tónleika- ferðum erlendis og ákveðið að hafa þá ekki með... Opnunarhátíð 21 „ október! Góð tilboð • Kaffi á könnunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.