Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.11.1938, Blaðsíða 30

Símablaðið - 01.11.1938, Blaðsíða 30
GO S 1 M A B L A Ð I Ð Sfifíd rn/ja Þann 16. júní 1938 var fyrsti lands- fundur símamanna settur í Reykjavík. Sá dagur á vonandi eftir að verða merkisdagur í'sögu F. í. S. Verði liann það ekki, megum við sjálfum okkur um kenna. Það er orðið langt síðan að fyrst var á það minst, að halda ráðstefnu símamanna, — og hefir síðan oft ver- ið um það skrifað, hver nauðsyn það væri félaginu og stofnuninni, að slík ráðstefna vrði lialdin. En það var með þessa hugmynd eins og flestar aðrar, sem til heilla horfa, að þær verða að liafa sinn undirbúning. Um undirbúningstíma þessarar hugmynd- ar er það að segja, að liann hefir ver- ið nokkuð langur, en einmitt þess vegna væntum við betri árangurs. Eg fagna því, að þessi fundur komst á. Eg fagna enn fremur þeim sam- þyktum, sem þar hafa gerðar verið, og eg vona, að áður en næsti lands- fundur kemur saman, verði allar sam- þyktir þessa fundar komnar lil fram- kvæmda. Enn er of skamt um liðið síðan fundurinn var lialdinn, svo að hægt sé að segja um árangur lians að fullu. Við höfum þó þegar orðið vör nokk- urs árangurs inn á við, og væntum alls hins hesta einnig út á við. Sú von okkar bvggist á þeirri velvild, sem landssímastjórinn sýndi með þvi að vera okkur hjálplegur í að koma fundinum af stað, með því að gefa fulltrúum utan af landi aukaleyfi til fundarsóknar. Einmitt végna þessarar velvildar gerum við okkur hærri vonir um að VÍð/lOlj hinar ýmsu samþyktir fundarins mæti skilningi yfirhoðaranna. Eg' nefndi það, að við hefðum þeg- ar orðið vör nokkurs árangurs af fundinum inn á við. Á eg þar við, að félagið liafi stvrkst mikið, þar sem að eftir þennan fund virðist vera líf- rænna samhand milli félaganna úti á landi og þeirra, sem í Reykjavik búa. Þungamiðja félagsskaparins verður vitanlega altaf í Reykjavík og á líka að vera þar, því þar eru flestir fé- lagar og þeir í nánara sambandi við þá aðila, sem félagið þarf að leita til, þegar um kjarabætur eða önnur á- hugamál er að ræða. Þó megum við, sem úti á landi búum, gæta þess, að verða ekki afskiftir af þeim ástæðum, að við séum of fámennir eða of áhuga- litlir um þau mál, sem okkur varða. Hvað fámenninu við kemur virðisl landsfundurinn liafa liaft fullan skiln- ing á, að láta það ekki yfirbuga okk- ur, og er eg yfirleitt nijög ánægðui með þær samþyktir fundarins, sem miða að því að stvrkja félagslieildina. Því verður ekki mótmælt, að áhuga- levsi félagsmanna úti á landi hcfir að undanförnu verið alt of mikið. Eg veit, að flestir afsaka sig með þvi, að eina leiðin fyrir þá til að sýna á- huga sinn á félagsmálum sé sú, að skrifa um þau í Símablaðið, en til ]iess séu þeir ekki nógu ritfærir. Af- sökun þessi liefir ef til vill við ein- hver rök að styðjast, en þó hygg ég, að feimnin sitji þar i fyrirrúmi. Með deildarfyrirkomulaginu ætti að vera loku fyrir það skotið, að ýms velferðarmál liggi í dái vegna feimni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.