Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 30

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 30
GO S 1 M A B L A Ð I Ð Sfifíd rn/ja Þann 16. júní 1938 var fyrsti lands- fundur símamanna settur í Reykjavík. Sá dagur á vonandi eftir að verða merkisdagur í'sögu F. í. S. Verði liann það ekki, megum við sjálfum okkur um kenna. Það er orðið langt síðan að fyrst var á það minst, að halda ráðstefnu símamanna, — og hefir síðan oft ver- ið um það skrifað, hver nauðsyn það væri félaginu og stofnuninni, að slík ráðstefna vrði lialdin. En það var með þessa hugmynd eins og flestar aðrar, sem til heilla horfa, að þær verða að liafa sinn undirbúning. Um undirbúningstíma þessarar hugmynd- ar er það að segja, að liann hefir ver- ið nokkuð langur, en einmitt þess vegna væntum við betri árangurs. Eg fagna því, að þessi fundur komst á. Eg fagna enn fremur þeim sam- þyktum, sem þar hafa gerðar verið, og eg vona, að áður en næsti lands- fundur kemur saman, verði allar sam- þyktir þessa fundar komnar lil fram- kvæmda. Enn er of skamt um liðið síðan fundurinn var lialdinn, svo að hægt sé að segja um árangur lians að fullu. Við höfum þó þegar orðið vör nokk- urs árangurs inn á við, og væntum alls hins hesta einnig út á við. Sú von okkar bvggist á þeirri velvild, sem landssímastjórinn sýndi með þvi að vera okkur hjálplegur í að koma fundinum af stað, með því að gefa fulltrúum utan af landi aukaleyfi til fundarsóknar. Einmitt végna þessarar velvildar gerum við okkur hærri vonir um að VÍð/lOlj hinar ýmsu samþyktir fundarins mæti skilningi yfirhoðaranna. Eg' nefndi það, að við hefðum þeg- ar orðið vör nokkurs árangurs af fundinum inn á við. Á eg þar við, að félagið liafi stvrkst mikið, þar sem að eftir þennan fund virðist vera líf- rænna samhand milli félaganna úti á landi og þeirra, sem í Reykjavik búa. Þungamiðja félagsskaparins verður vitanlega altaf í Reykjavík og á líka að vera þar, því þar eru flestir fé- lagar og þeir í nánara sambandi við þá aðila, sem félagið þarf að leita til, þegar um kjarabætur eða önnur á- hugamál er að ræða. Þó megum við, sem úti á landi búum, gæta þess, að verða ekki afskiftir af þeim ástæðum, að við séum of fámennir eða of áhuga- litlir um þau mál, sem okkur varða. Hvað fámenninu við kemur virðisl landsfundurinn liafa liaft fullan skiln- ing á, að láta það ekki yfirbuga okk- ur, og er eg yfirleitt nijög ánægðui með þær samþyktir fundarins, sem miða að því að stvrkja félagslieildina. Því verður ekki mótmælt, að áhuga- levsi félagsmanna úti á landi hcfir að undanförnu verið alt of mikið. Eg veit, að flestir afsaka sig með þvi, að eina leiðin fyrir þá til að sýna á- huga sinn á félagsmálum sé sú, að skrifa um þau í Símablaðið, en til ]iess séu þeir ekki nógu ritfærir. Af- sökun þessi liefir ef til vill við ein- hver rök að styðjast, en þó hygg ég, að feimnin sitji þar i fyrirrúmi. Með deildarfyrirkomulaginu ætti að vera loku fyrir það skotið, að ýms velferðarmál liggi í dái vegna feimni.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.