Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 32

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 32
(52 S í M A B L A Ð I 1) ff/ug/eiðmgar func/armanns. Fyrsti Landsfundur ísl. símamanna var, svo sem kunnugt er, haldinn í Reykjavík dagana ltí., 17. og' 18. júní síðastl. Fundur sá var, fyrir margra hluta sakir, hinn merkilegasti. Ekki einungis fyrir það, að liann stóð svo lengi, að liann hefði mátt kallast „Þing“, né heldur fyrir sína löngu og rækilegu fundargerð, heldur fyrst og fremst fyrir það, livernig tekið var á málum félagsskaparins og' stéttarinn- ar og þess hugar, sem fram kom i ræðum og samþyktum fundarins gagn- vart stéttinni og starfinii. Eg var kvaddur i „herþjónustuna" með fjög- urra daga fyrirvara, líklega aðallega sem fulltrúi hinna „dreifðu l)ygða“. En af ýmsum ástæðum gat ég ekki mætt fyr en á „elleftu stundu“, þ. e. að morgni síðasta fundardags. Það fór hálfgerður glímuskjálfti um mig, er ég gekk inn i fundarsalinn, og varð liugsalð til hinna möjrgu félagslegu mála, sem enn biðu úrlausnar, og varð mér þá vitanlega fyrst liugsað til hinna „dreifðu bygða“, sem mjög höfðu dregist aftur úr, í þeim efnum. Eg varð þess fljótt áskynja, að ekki voru allra hugir samstiltir eftir sömu leiðum, þótt sjálfsagt liefðu þeir líkt takmark. Sérstaklega voru þar tveir andstæðir „pólar“, sem oft vildi neista á milli, og virtust þeir magnast ann- að slagið og þeytast þá með ógnar afli sinn í hvora áttina. Þess varð eg þó fullviss, að hvor um sig hafði sína þýðingu, ekki aðeins liver fyrir annan, heldur og fyrir félagsskapinn í heild. Þeir fjölguðu sjónarmiðum og vörp- uðu oft, heint og óheint, nýju ljósi yfir málin. Það væri lieldur engin hætta á ferðum, þótt „neistarnir“ yrðu að „blossa“, þar sem uppistaðan í hin- um trausta „forseta“ er svo stáli of- in, sem raun er á. Á meðan hann held- ur um stjórnvölinn, geta ekki brunnið nema „bláþræðirnir" úr félagsskapn- um. Eg hafði i kynnum mínum af fé- lagsskapnum, sem þó eingöngu var í gegn um hlað félagsins, orðið það ljóst, að starfsemi félagsins snerist svo að segja eingöngu, um mál stéttarinn- ar í Reykjavík, og fvrir margra hluta sakir hefir mér ekki fundist það svo undarlegt. I fyrsta lagi vegna þess, að þar er mestur hluti félagsmanna, og þar af leiðandi hægust aðstaða fyrir þá meðlimi, til áhrifa á sín hagsmuna mál, og einnig fyri það, að meðlimir úti um land, hafa yfirleitt verið mjög áhugalausir um sin eigin félags- og stéttarmál, og fjöldi símafólks úti um land, liefir staðið utan við félagsskap- inn. Þessa misskilnings hefir nokkuð gætt, þess á meðal, að slíkur félags- skapur sé gagnslítill og fái litlu, eða engu, áorkað, stéttinni og starfinu til hagsbóta. Þetta er liinn liáskalegasti misskilningur og sýnir aðeins skiln- ingsleysi á gildi félagslegra samtaka. Félagsskapurinn á, fyrst og fremst, að vera tengiliður milli sjálfrar stétt- arinnar, til þess að gefa einstaklings- kröftunum sameinað átak til þess, að vinna það hlutverk: að auka og bæta starfliæfni hennar, vinna að bættum liag hennar og áhugamálum í hvívetna

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.