Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 40

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 40
70 S t M A B L A Ð I Ð ann fékk liann ekki. Með allan streng- inn og hinn endann var Jagt af stað rétta leið. Meter eftir meter rann; liringur eft- ir hring hvarf af þilfarinu í sjóinn, gegnum liemilinn, sem Ivristján liafði fest með æfðu auga og sextommu nögl- um á hátsskutinn. Allra augu fylgdu strengnum. Átta liendur voru tillmn- ar viðljragði, ef eittlivað bæri út af. AJJir, sem enn voru ekki orðnir „dús“, urðu það nú i livelli, því allir voru svo ánægðir yfir live vel gekk, og hve veðrið væri dásamlegt. Eins og ógnarlangur áll, örmjór og háll, rann strengurinn, seiddur sæ- töfrum, úr hinu þrönga lestarfangelsi upp í gegnum hjólaldið á lyftiránni. gegnum hemilinn, út í lygnan, tæran sjóinn. Um það var engum blöðum að hregða, hér átti hann heima, í svöl- um sæ. Hér gat hann tevgt úr sér i allri sinni lengd. Til þessa var hann skapaður langur og mjór, með loga- gylta sál. Maríuhorn sneri sér í hálfhring fyr- ir augum okkar. Gatliamar sýndi það, sem hann átti, en það er ekki neitt, þ.e.a.s. gat, og Drangajökull brá hungu sinni upp á sviðið. Norðurfjöllin, Lásfjall og Kistufell, skírðust jafnt og stöðugt. Öll voru fjöllin í sumarskarti sinu og fríð, á mesta blíðskapardegi sumarsins. Fyrir f'iskana í Jökuldal var 15. júli merkisdagur. Þeir minstu í Grunnu- vík skelfdust mjög og liéldu, að Mið- garðsormur væri að koma, eða ame- rískur hrökkáll. Þeir stærri þektu sæ- símann úr Djúpfjörðunum. En i djúp- álnum lá stór og digur golþorskur. Hann tók svo drjúgt upp í sig, er hann sá strenginn, að margra ára sandur losnaði úr tálknum hans, en kvarn- irnar hringluðu. Orð hans eru ekki eftir hafandi. Andúð þorska á sima- strengjum mun vera i réttu hlutfalli við stærð þeirra, en orsök liennar mun annaðhvort vera „komplex“ (S. Freud og Briem) eða þá, að þorskarnir verði svartsýnir og skammsýnir af öllum þeim sandi og leir, sem þeir með sporðaköstum, í úrilsku, þyrla upp í kringum sig.-----í þessu veðri hefð- um við getað farið til Grænlands, en við fórum, eins og til var ætlazt, að Hesteyrareyrum, settum endann á land og töluðum í fvrsta skiftið i sög- unni vfir Jökulfirði, og mældum strenginn. Lögninni var lokið, en leiðin lá suð- ur i Hestfjörð til að gera við ganil- Fataefni og Frakkaefni Fjölbreytt úrval. Pantið jólafötin tímanlega. G. Bjarnason & Fjeldsted.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.