Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 41

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 41
SÍMABLAÐIÐ 71 an, slitinn streng, sem þar lá og enga björg gat veitt. En er við á „Snar- fara“ sigldum yfir hinn nýlagða sæ- síma, gerði ég', svo litið bar á, kross- mark, og hét á hinn hvíta Krist. Því alla tíð síðan Þór gamli réri með Hymi jötni og dró Miðgarðsorm að borði, vill það brenna við, að heiðn- ar vættir misgrípi sig á sæshnum Landsímans. Rétt um miðnætti var aðgerðinni i Hestfirði lokið. Það var einkennilegt að sjá hvernig sólsett var tvisvar sinn- um sama kvöldið á Valahnúk. (Eins er það á fjallinu austan Skutulsfjarð- ar). Lognhlíðan hélst sú sama á fyrstu stundum nýja dagsins, en mjög fín- gerð úðarigning' var komin; annars var nóttin björt og blíð, eins og liún er hugðnæmust í kvæðum Jónasar Hallgrímssonar. Úðinn var svo smá- gerr, að sjórinn hélt gljáa sínum. En er við fórum fyrir Arnarnes, blöstu við dalirnir þrír: Tungudalur, Dag- verðardalur og Engidalur, og vfir þá alla í senn lá goðahrautin himneska, bifröst. Þetta er sá fegursti friðarbogi, sem ég hefi séð. Beint undir þennan sigurhoga var nú stefnt, — en mark- miðið var að komast i „Herinn“ á ísafirði. Eðuarð Árnason. Allskonap álegg á kveldborðið. Hangikjöt. Nautakjöt. Dilkakjöt. Svínakjöt. KLEÍN, KLEIN, Baldursgötu 14. Laugarnesvegi 51. Sími: 3073. Sími: 2705.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.