Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1938, Side 46

Símablaðið - 01.11.1938, Side 46
76 SÍMABLAÐIÐ Félag okkar veit hvað það vill. Þannig lýsir einn af starfsbræðrum okkar í Noregi ánægju sinni á félags- samtökum sínum — Landssambandi norskra símamanna. Tilefnið er það, að íélagið hefir nýlega fengið fram- gengt launahækkunum til lianda síma- starfsfólkinu þar. Ég fór að forvitn- ast um þessar launabætur, og þegar ég fór að bera þær saman við launa- bætur þær, er F.Í.S. hefir fengið fram- gengt á síðustu árum, þá kom það i ljós, að þessar launahækkanir komast varla í hálfkvisti við þær launabætur, er símafólkið hér hefir fengið. Þessi norski starfsbróðir okkar g'eí- ur þess enn fremur, að þó þetta hafi fengist, J)á skuli ekki hér staðar num- ið, því takmarkinu sé ekki náð, óg margt af áhuga- og hagsmunamálum félagsins liafi enn ekki náð fram að ganga, en hann segir: „Félag okkar veit hvað það vill“. Það má ekki misskilja þetta svo, að ég með þessu sé að gefa i skyn, að allir félagar F.Í.S. megi vera ánægð- ir með laun sín, eins og þau eru nú; það er langt frá því. En það er ann- að, sem felst í orðum þessa norska starfsbróður okkar, og það er skiln - ingurinn á félagssamtökunum. Hann veit það, að í hvert sinn, sem hagsmunir félaganna eru annars veg- ar, þá eru það félagssamtökin ein, sem ireysta verður á, og hann veit það einnig, að félagið fer eins langt í kröfum félaganna, eins og' hægt er og öll sanngirni mælir með, en þó alt hafi ekki fengist á einu bretti, þá veit hann og skilur bvað félaginu kemur best, í baráttu sinni fyrir bættum kjör- um félaganna, en það er að gleðjast yfir unnum sigri, smáum sem stórum, og' örfunarorð til nýrra framtaka. — Þess vegna segir hann: „Félag okkar veit hvað það vill“. Það er þetta, sem ég vildi leiða athygli félaga F.Í.S. að. Það hefir nú verið svo í launabar- áttu okkar símamanna, að eftir þeirri reynslu, sem fengin er í þeim efnum, þá hefir ekki verið talið fært að ganga inn á þá braut, að krefjast launahækk- unar fyrir heildina, en starfsdeildir teknar út úr ein í einu, og' hafa all- miklar launabætur fengist þannig. — Þetta hefir liingað til reynst vel, og er því sjálfsagt að halda áfram á þeirri Eg annast innkaup á traustum og notadrjúgum vörum frá ábyggilegum verk- smiðjum: KaSlar, vírbrugðinn kaðall, síldarnet, síldarnætur, síldarkörfur, síldar- mjöls-, beinamjöls- og fiskimjöls-pokar (10Ví> og 12 oz.), fiskumbúðir, vélatvist, akkeri, akkerisfestar, víralása, vörpukefli, keflaspjálkir, vörpuhlera, uxahúðir, gálga, gálgastæði, togstrengir, svo og allskonar vírar, þar á meðal jarð- og sæ- símavírar, rafmagnsvírar, tin og blý í klumpum og þynnum o. fl. o. fl. ÞORGEIR JÓNASSON, Ingólfshvoli. 1 W Tl’orgeir f I?eyki«vík m

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.