Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1938, Side 48

Símablaðið - 01.11.1938, Side 48
78 S í M A H L ,1 Ð l L 3. nóv. s.l. voru liðin 25 ár frá stofnsetn- ingu hins danska póstsafns. f því tilefni var gefið út vandað minningarrit. f Dansk Post og Telegraftidende er þess getið, að byrjað hafi verið í fyrstu að safna munum af ein- stakling innan stofnunarinnar, og hafi hann bjargað mörgum minjum frá eyðileggingu. Nú sé óbætanlegt það tjón, sem hlotist hafi af því, hve stjórn póstmálanna lét sig þétta mál litlu skifta lengi vel. Nú er henni leg- ið á hálsi fyrir það. Hvenær verður hafist handa hér? * A undan samtíðinni. Fyrir nákvæmlega 61 ári síðan stóð eftir- farandi frásögn í dagblaði einu útgefnu í Boston i Ameríku: Maður að nafni Joshua Coppersmith, 46 ára að aldri, hefir verið tekinn fastur í New York. Var hann sakaður um að hafa gjört tilraunir til þess að hafa peninga út úr auð- trúa fólki, sem hann sagðist ætla að nota til þess að koma upp tæki, er gerði mönn- um mögulegt að tala í mikilli fjarlægð, eftir málmþræði, þannig að greinilega heyrðist. Maðurinn kallar áhaldið „talsíma“, auðvitað til þess að stæla nafnið ritsími. Sérfróðir menn í þessum efnum vita vel, að ómögu- legt er að láta mannsröddina berast með málmþræði, — og þó það væri mögulegt, myndi það á engan hátt hafa neina „prakt- iska“ þýðingu. Maður samgleðst yfirvöldun- um með handtöku þessa svikara, og vonar að hann fái eftirminnilega hegningu til aðvör- unar öllum, sem gera tilraun til að auðgast á kostnað meðbræðra sinna.“ * Frá starfsbræðrum okkar í Englandi. Eftir langvarandi baráttu enskra símritara fyrir hættum kjörum, hefir nú verið skip- aður gerðardómur, þar sem rædd eru launa- kjör þeirra og vinnutími. Hafa þeir verið all-illa settir, langur vinnutími og lítil frí, enda hafa afleiðingarnar ekki leyní sér. Vinnutími þeirra hefir verið yfir 50 tím- ar vikulega og sumarfrí lengst 14 dagar, og niður í 8 daga. Aðaláherslu leggja þeir á stytting vinnutímans í 40 tíma vinnuviku sem hámark og 3 vikna sumarfrí handa öllum. Af þessum langa vinnutíma og litlu frium leiddi mikil veikindi og veikan starfsþrólt, Rikisstjórnin skipaði nefnd til að rannsaka þetta, og liggja nú fyrir tillögur nefndar- innar. Nefndin leggur til, að á ýmsum stöðum á Englandi verði reist Hressingarhæli handa símriturunum, ekki til að vera þar í sum- arfrium, heldur fyrir þá, sem haldnir eru ofþreytu, og geta notið þar fullkominnar hvíldar og hressingar alt að (i vikum eða lengur, þar til þeir eru búnir að ná full- um starfsþrótti. Hressingarhæli þessi eiga að vera eftir nýjustu tísku, með sundlaugum, cricket- og knattspyrnuvöllum o. s. frv. ÖIl dvöl á hressingarhælum þessuin verður sím- riturunum að kostnaðarlausu. Af framangreindu sést ótvírætt hvers virði þau hlunnindi eru, sem félagar F.Í.S. fengu með starfsmannareglunum í auknum fríum vetur og sumar, og myndi okkur finnast þessi úrræði vera að byrja á öfugum enda. SlœvQMdm S- Ste.(.áKsjo.nah Laugavegi 22 A. — Reykjavík. — Sími: 3-6-2-8. Hefiv altaf fyrirliggjandi fallegan, góðan og ódýran Skófatnað. Póstkröfur sendar um alt land.— Biðjið kunningja yðar í höf- uðstaðnum að velja þá, og þeir koma með næstu ferð.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.