Símablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 19
S i M A R L A Ð 1 Ð
3
Stéttin
Háttvirtu gestir og félagar!
ÞiS megið ekki telja það stærilæti, þó
ég segi, að félag símamannastéttarinnar
eigi sér æSi viðburSaríka sögu, of viSburða-
ríka til þess, að hún verði rakin í stuttri
frásögn. Þið þurfið þá heldur ekki að kviða
því, að sitja undir upptalningu ártala og af-
reksverka; hér er ekki timi né tækifæri
til þess. Þær fáu mínútur, sem mér eru
ætlaðar, mun ég nota til að fara nokkr-
um orðum um stéttina og viðhorf hennar
til starfsins og stofnunarinnar.
í lífi stéttarinnar hafa skipst á skyn og
skúrir. Hún hefur þurft að berjast fyrir
sinni tilveru, — sínum lifskjörum.
Hún hefir átt við ramman reip að draga,
eins og aðrar stéttir, — við fátækt þjóðfé-
lagsins.
En hún hefur átt miklum skilningi að
fagna, einkum hjá stjórn símans, og velvild
þeirra, sem hún hefur mest átt saman við
að sælda. Það hefur verið henni mikil stoð
og styrkur.
En hún hefur einnig átt í sjálfri sér þann
þrótt æskunnar og þá lífsgleði, sem er sig-
urvísasta vopnið i allri lífsbaráttu einstak-
linga og félaga.
Þetta út af fyrir sig er ekkert undarlegt.
Stéttin er ung.
Starfsfólk hennar er ungt.
Aðeins á örfáum einstaklingum er hárið
byrjað að þynnast eða grána. En þessir fáu
einstaklingar eru enn ungir i anda, af því
að þeir lifa og starfa í hópi æskunnar.
Menn koma og menn fara.
Ungar stúlkur og ungir piltar koma eins
og nýliðar, með sitt æskufjör og þrótt. —
Margir þessara lcven-nýliða falla fyr en var-
ir fyrir örvahríð hins beinskeytta Amors,
og eru numdir á brott.
Aðrar bregða fyrir sig skildi. Kjósa held-
ur að starfa sem sjálfstæðir einstaklingar,
en að kasta sér út í búskaparbasl og
barnauppeldi.
Ungu mennirnir koma með fangið fult
af vonum.
Ræða flutt á 25 ára afmælisfagnaði
P.Í.S. að Hótel Borg 2. mars 1940.
af form. félagsins, A. G. Þormar.
Sumum verður að von sinni, öðrum ekki.
í símastofnuninni er ekki olnbogarúm fyr-
ir alla þá, sem áfram vilja, fremur en ann-
arsstaoar í þjóðfélagi okkar. Þær stöður,
innan simastofnunarinnar, sem telja má eft-
irsóknarverðar umfram aðrar, eru fáar, og
skipaðar tiltölulega ungum mönnum. Viðhorf
flestra verður því það, að langt er í land
að öðru marki en þvi, að verða trúr og
nýtur starfsmaður.
Símastofnunin er einskonar heimili, —
annað heimili okkar flestra.
Um tugi ára vinnum við með sama fólk-
inu dag eftir dag, undir sama þaki. Óhjá-
kvæmilega kynnist þetta fólk betur en við
flest önnur lífsstörf, og bindst traustari
vináttuböndum. Og þrátt fyrir hin mörgu
stof nu n i n
og misjöfnu sjónarmið, sem óhjákvæmilega
hljóta að vera til staðar i svo fjölbreyttum
hópi, hefur hin nána samvinna og kynning
verið sú kjölfesta, sem jafnan hefur bjarg-
að skútunni frá kollsiglingu.
Frá kyrlátum, útsláttalausum heimilum
kemur flest þetta fólk til vinnu. — Um leið
er það komið inn í nýjan heim. Það er
komið á vald hins vilta og taumlausa hraða,
þar sem hverja taug verður að spenna til
hins ítrasta, — hvert handtak verður að
miðast við minsta brot úr tima, — þar sem
reyna verður á þolinmæðina gagnvart mörg-
um viðskiftavininum, sem virðist vera í
kapphlaupi við lifið sjálft.
Þetta er símamannastéttin.
Og þetta er hennar annað heimili, —
skemtilegt, fyrir kynni af góðu fólki, með
sameiginleg áhugamál og vilja til að sam-
ræma hin oft óliku sjónarmið. — En heim-
ili, sem er i þjóðleið, — þjóðbraut hins nýja,
eirðarlausa tíma, — þar sem gestkvæmt er,
og oft örðugt að gera gestunum til hæfis.
En það er líka stundum erfitt að gera
okkur til hæfis.