Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Page 21

Símablaðið - 01.01.1940, Page 21
SÍMABLAÐIÐ hennar mikli styrkur í baráttu hennar fyrir bættum lífskjörum. Fyrir þessar vinsældir getur hún nú litið tiltölulega ánægð til baka yfir 25 ára félagsstarf. Okkur er það því mikil ánægja, að hafa hér á meðal okkar, sem gesti okkar, rit- stjóra dagblaðanna og fulltrúa verslunar- stéttarinnar, þeirra tveggja stétta, sem við hvert tækifæri hafa sýnt okluir vinarhug og styrkt okkur í málarekstri okkar út á við. Félagar, fjær og nær! I kvöld hefðum við getað minst margs. Einkum hefði það verið okkur gagnlegt nú, þar sem við öll, fjær og nær, erum tengd raman, með línum landssímans, svo að við heyrum hvert til annars, — erum í nánari tengslum hvert við annað en nokkru sinni áður. En því miður verour því ekki við komið. Ég vil færa ykkur, sem fjærstödd eruð, kveðjur og árnaðaróskir félagsdeildum ykk- ar til handa. En ég vil um leið biðja ykkur öll, fjær og nær, að standa upp og flytja stofnun þeirrið sem við störfum við, árnaðaróskir, með ferföldu húrrahrópi, og ég tel mig ekki geta fært henni aðrar betri en þær, að hún jafnan eigi starfsfólk, er sé starfi sínu vax- ið. — Að símamannastéttin verði altaf þeim vanda vaxin, ao vera trúnaðarvinur einstak- lingaona í þjóðfélaginu. Sigurgrímur Stefánsson loftskeytamaður. Hann andaðist á Landakotsspítala, eftir stutta en þunga legu, að aflokn- um uppskurði, 30. jan. síðastl. Ilefir dauðinn þá enn einu sinni liöggvið skarð í hóp okkar, og enn látið stutt stórra högga milli. Sigurgrímur varð tæpra 33 ára gam- all. Fæddur að Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi 18. apríl 1907. 1922 lauk liann gagnfræðaprófi við Mentaskólann í Reykjavík, geklc síðan á loftskeyta- skólann og lauk þar prófi 1925. Að því loknu varð liann starfsmaður loft- skeytastöðvarinnar í Rvík, og liefir verið það síðan. Arið 1930 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Guðjónsdóttur, Guðlaugssonar, fj'rv. alþm. Sigurgr. sál. var mjög félagslyndur maður, og tók mikinn þátt í félags- lífi símamannastéttarinnar. Var hann ritari F.I.S. árín 1932—’33 og ’34, og átti sæti á fyrsta landsfundi félagsins. Hann var hvers manns hugljúfi, er kyntist honum vel, — enda var hann glaður i viðmóti, hreinlyndur og á- kveðinn í skoðunum. Með lionum er hniginn í valinn enn einn hinna mörgu stéttarhræðra okkar, sem við höfum auðgast af viðkynningu við, og sem langan tíma tekur að sætla sig við, að séu dánir.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.