Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 22

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 22
6 S í M A B L A Ð 1 Ð Ottó B. Arnar. Gunnar Schram. Sigurður Dahlmann. Nokkur orð um starfsemi F. I. S. Fyrstu Árið 1925 hélt Félag ísl. símamanna út 10 árin. ^ annan áratuginn, með haldgóða reynslu og trausta undirstöðu. I 10 ára afmælisblaðinu er rakið starf félagsins fvrstu 10 árin, og skal }>að því ekki gert hér, enda ekki ætlunin, að skrifuð sé ítarleg saga félagsins. En á það her þó að minnast, að auk baráttunnar fyrir því, að fá hætt hin lágu laun símamannastétt- arinnar, er þessi ár var jafnan eitt erfiðasta og vinnufrekasta verkefni félagsins, var á þeim árum oft háð hörð barátta um það, hvort félagið ætti nokkurn tilverurétt. En í lok þessa tímabils var félagið í raun og veru orðinn samningsaðili um flest hagsmunamál stéttarinnar, þau, sem lands- símastjóri gerði út um fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Það má telja stærsta árangurinn af félagsstarfinu fyrstu 10 árin. Má fyrst og fremst þakka það ein- arðri framkomu formanns félagsins, er lengst af þessi ár var Gunnar Schram, og því, að félagið átti frá byrjun málgagn (Elektron, og síðar Síma- blaðið), sem hispurslaust talaði máli stéttarinnar, hver sem i hlut átti. Þetta hvorttveggja skapaði fé- laginu virðingu og traust, og varð undirstaða hinn- ar góðu samvinnu félagsins og simastjórnarinnar um að bæta launa- og starfskjör símastéttarinnar, sem jafnan hefur verið fyrir hendi. II. Launa- Næstu 10 árin eru viðfangsefnin fleiri og málin. félagsstarfið margþættara. En launamál- ið er þó jafnan mest aðkallandi. Gallar launalaganna frá 1919 urðu meir og meir áberandi, án þess að Alþingi fengist til að hrófla við þeim. Þegar sýnt þótti, að tilgangslaust myndi að treysta á það, tók félagið þá stefnu, að fá bætt

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.