Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 23

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 23
SÍMABLAÐIÐ 7 úr göllunum með launauppbótum. Það var erfitt viðfangsefni, ekki síst fyrir það, hvað árangurinn á hverjum tíma kom misjafnt niður, en var þó út af fyrir sig mikil bót, og meiri en aðrar stéttir op- inberra starfsmanna áttu að fagna. Er það atbyglisvert, live félagið fékk oft áheyrn bjá Alþingi i þessum „smáflokkahernaði“ sínum, þegar öllum öðrum var vísað á bug. Árið 1935 skeði svo merkilegasti viðburðurinn fram að þeim tíma í sögu launamála félagsins. En þá var það, að félagið samdi í fyrsta skifti um launakjör einnar starfsmannadeildar, sem ekki tók lun eftir launalögunum. Enda liafði félagið þá feng- ið samningsrétt sinn staðfestan i starfsmannaregl- unum. En árið 1937 náði félagið þó þýðingarmesta árangri launabaráttu sinnar, er það braut skarð í launalögin illræmdu, með því að fá Alþingi til að breyta grunnlaunum talsímakvenna. Og loks samdi félagið um bætur á launakjörum símvirkja og línumanna frá áramótum 1939 og 1940, og er sá sanmingur þessum deildum mikil hjálp gegn binni miklu stríðsdýrtið. En dýrtíðin var áður til staðar, og launabætur þær, sem félagið hefur til leiðar komið á hverjum tíma, og sem orðnar eru margar, liafa hvergi nærri vegið upp á móti lienni. Einkum má í þvi sam- bandi benda á launakjör símritara utan Reykja- vikur, sem fleytt liafa sér áfram með aukavinnu, þegar hún befur gefist. Hér er um að ræða fjöl- skyldumenn, sem á engan hátt geta komist af með þau laun, sem þeim eru ætluð. Hefir félagsstjórnin undanfarið reynt að finna leiðir til að bæta hér úr. Og þær verða að finnast innan skamms. í augnablikinu er það styrjaldardýr- Dýrtíð og tíðin, sem athyglin beinist að. verðlags- Fyrir atbeina félagsins horfir nokkru uppbætur. betur á um verðlagsuppbótina en í fyrstu, þó að hún hvergi nærri komi til að bæta upp hækkun dýrtiðarinnar. En stjórn félagsins mun vinna að því, að við verðum ekki látnir bera þyngri byrðar en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Meiri kröfur gerum við ekki í þeim efnum. Gunnar Bachmann. Guðm. Sigmundsson. Halldór Skaptason.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.