Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Page 32

Símablaðið - 01.01.1940, Page 32
16 S 1 M A B L A Ð I Ð ffvennas iaars Starf Eg var átján ára þegar mér bauðst atvinna við lands- símann. Mér fanst eg liafa himin hönd- um tekið. Framtið- aratvinna, kaup út- borgað mánaðar- lega. Koin uemt af skólabekknumog liafði aldrei liaft fasta atvinnu fyr. Nú fanst mér eg alt í einu vera orðin svo sjálfstæð. Eg fékk atvinnu við langlínuafgreiðsluna, og bafði mikinn áhuga fyrir starfinu; þetta var alt svo nýstárlegt og svo margt að læra. Fyrstu árin fanst mér vinnan vera leikur. Eg vann aukavinnu hvenær sem tækifæri gafst og stundum dag eftir dag. Hávaðinn sem altaf var í kringum mig, eins og altaf fylgir með langlínu- afgreiðslunni, hafði ekki minstu álirif á mig. Og þegar eg kom úr sumarleyf- um mínum, þá blakkaði eg til að byrja að vinna aftur. Nú hefi eg haft þetta starf á hendi i 14 ár, og nú finst mér vinnan ekki vera leikur lengur. Nú finst mér hún vera erfið og þreytandi. Nú vinn eg ekki aukavinnu, ef eg get hjá því komist, og það ekki þó mig van- hagi tilfinnanlega um peningana, sem eg fengi fyrir hana. Þegar eg kem úr sumarleyfi þá kvíði eg fyrir að fara til vinnunnar aftur. Þegar eg hefi mikið að gera og hávað- inn í kringum mig svo mikill að eg heyri varla hvað eg sjálf segi út á lín- urnar, þá grípur mig stundum óstjórn- leg löngun til að kasta öllu frá mér og hlaupa á dyr. Þegar eg geri þennan samanburð, þá flýgur mér í hug þessi spurning: „Er nokkur stúlka svo heilsugóð, tauga- sterk og þrekmikil, að hún geti unnið við langlínuafgreiðslu eins mörg ár og þarf til að komast á eftirlaun?“ Okkar eina von er, að með tímanum fáum við eitthvað léttara og rólegra starf innan landssímans. Og sanngjarnl virðist mér, að stúlkurnar, sem unnið hafa árum saman við línuafgreiðsluna, séu látnar sitja í fyrirrúmi þegar stöður losna eða fólki er bætt við á skrifstof- um landssímans. Sorglegt er að vita til þess, að á síðari árum skuli yfirgnæf- andi meirihluti fólks þess, sem komið hefirinná skrifstofurnar, vera fólksem aldrei hefir unnið við landssímann fyr, meðan stúlkurnar við langlínuafgreiðsl- una, sitja ár eftir ár við sama starfið og hugsa um hve mörg ár ennþá heils- an og taugarnar muni endast. Margar endurminningar hefi eg frá þessum 14 árum við afgreiðslustarfið. Fyrstu árin var þetta alt saman svo nýtt fyrir mér að mér fanst alt sem skeði í talsímakonunnar

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.