Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1940, Side 33

Símablaðið - 01.01.1940, Side 33
SlMABLAÐIÐ 17 sambandi við afgreiðsluna vera stór- viðburðir. En með árunum varð þetta alt ósköp hversdagslegt. Nú man eg ósköpin öll af símanúmerum; þekki málróm fjölda fólks, sem eg aldrei hefi talað við nema í gegnum síma. Yeit dá- lítið um livernig margir af viðskifta- mönnum okkar eru skapi farnir. Einn er altaf rólegur og kurteis, livernig sem honum gengur að fá sig afgreiddan. Annar er óþolinmóður og hringir upp á fimm mínútna fresti ef hann þarf að bíða eftir samtali. Þriðji er uppstökkur ef hann fær sig ekki afgreiddan sam- stundis o. s. fi’V. Yfirleitt er það svo, að þeir sem rnest þurfa að tala í gegnum landssímann eru bestu viðskiftavinirnir Eg held þeir skilji best lxvað afgreiðslan getur oft vei’ið okkur stúlkunum erfið. En ýmsir viðskiftavinirnir, — sem minni viðskifti hafa við símann — eru altaf vissir um það, ef þeim er ekki svai’að sti’ax eða þeir fá ekki samtöl sin afgreidd samstundis, þá sé það ein- ungis af þeirri ástæðu, að við stúlkurn- ar séum að svíkjast um við vinnuna. Við séum þá að skrafa okkar ámillium daginn og veginn, fá okkur kaffisopa o. s. frv. Eg óska oft að eg mætti bjóða þessu fólki upp til okkar og lofa því að sjá með eigin augunx hvernig afgreiðsl- unni er háttað og hversu mikið er oft að gera hjá okkur. Eg hugsa að það myndi breyta um skoðun. Mig langar til að taka eitt dæmi. Einni stúlku er ætlað það verk að svara upphringingum frá bænum, og gerum við það sinn daginn hver. Þessi stúlka hefir fimm linur að passa og þarf að skrifa niður nafn og heimilisfang fólks þess, sem beðið er um út um landið, frá hvaða simastöð það á að tala og númerið hér í Reykjavík, sem biður um samtalið. Nú er mjög algengt, að allar þessar fimm línur hringi sam- tímis, svarar þá stúlkan fyrst fyrstu línunni síðan þeirri næstu og svo koll af kolli. Þegar hún kernur að fjórðu og fimtu linunni, þá er sá sem þar biður orðinn óþolinmóður, ef liann þá ekki er húinn að leggja símann niður, og þá er oft viðkvæðið: „Hvað voruð þið að tala um svona skemtilegt núna?“ „Voruð þið nú að fá ykkur kaffisopa?“ Sumir eru fokvondir og segja: „Hverskonar afgreiðsla er það, sem þið hjóðið manni, hvern fjandann eruð þið að slæpast?“ En miklu stærri er sá hópur viðskifta- vina sem altaf er kurteis og þolinmóður livernig sem gengur. Og í þeirri von að einhverjir þeirra muni lesa þessar lín- ur, vil eg að endingu flytja þeim þakkir okkar símastúlknanna fyrir lipurð þá, senx þeir hafa sýnt í samvinnunni við okkur, og fyrir það hversxi vel þeir virð- ast skilja staif okkar. Lesstofa fél. Hér er bókasafnið geymt, sem er mjög gott, eftir atvikum, og hér hafa stúlkurnar saumakvöld. f lesstofunni og borðstofunni, sem liggja saman, með stórum dyrum á milli, eru fundir félagsins haldnir. Geta þar verið 70—80 fundarmenn.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.