Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1940, Side 35

Símablaðið - 01.01.1940, Side 35
SlMABLAÐlÐ 19 annan veg með öllum þeim ráðum, sem við getum fundið til þess. Þá eiga yngri félagarnir, sem nú eru, að geta séð þá hugsjón rætast, að liann geti af sér aðra tryggingu engu síðri, en hyrjaða á sterkari grundvelli, heldur en þessi hyrjaði. Vildi eg gjarnan mega seinna, ef ástæður leyfa, henda ykkur á ýmis- legt, sem hægt væri að gera til trygg- ingar og heilla félaginu og félags- mönnum, ef félagsmenn aðeins brest- ur ekki v i l j a n n til að ganga „til góðs götuna fram eftir veg“. Nokkur orð um stöðuveitingar. Fátt hefir vakið meiri ókyrð og ó- ánægju á undan- förnum árum en sú misbeiting, sem átt hefir sér stað um stöðuveitingar hjá Landssíman- um. Starfsnianna- reglunum var á sínum tíma ætlað að bæta úr þessum ágöllum, og sann- leikurinn er nú sá, að ef réttur skiln- ingur er til staðar, þá eru ákvæði þeirra fullnægjandi, þ. e. a. s. ef gagn- kvæmur skilningur félags og stofnun- ar væri til staðar. Vafalaust halda margir, sem þessum málum eru ókunnugir, að viðleitni fé- lagsins til að hafa hönd í bagga um stöðuveitingar byggisi á óeðlilegri löngun til valda og emhætta og sum- staðar liafa þær raddir Iieyrst, að síma- mannastéttin stefndi að því, að fá veitingarvaldið í sínar hendur og liefði í þessu augnamiði á sínum tíma mynd- að einskonar „sovjet“ í Landssíman- um! Það þarf sennilega ekki að taka það fram, að alt slíkt hjal eru stað- lausir stafir. En hvað vill félagið þá? munu menn spyrja, og vildi eg reyna að svara þeirri spurningu með nokkrum orð- um. Einhver erfiðasta og mest þreytandi staða Iijá Landssimanum er starfið á langlínumiðstöðinni. Stúlkurnar, sem þangað koma til náms, eru þegar not- aðar til afgreiðslu, að svo miklu leyti sem geta þeirra og kunnátta leyfir, og fyrir þessa vinnu fá þær um náms- tímann 75 krónur á mánuði. Að nám- inu loknu komast þær síðan á lág hyrjendalaun og eru í 10 ár að vinna sig upp í svipuð laun og algengar skrif- stofustúlkur fá eftir 1—2 ára vinnu annarsstaðar. Starfið er þreytandi og krefst oft og tíðum mikillar þolinmæði og' stillingar, það er ekki langt úr vegi að segja að þær séu í fremstu víglínu starfsins, og' enginn mun furða sig á þvi, þó að stúlka, sem hefir 10—15 ára starfsferil að haki við slíka vinnu, óski eftir að fá rólegri stöðu, þegar hún losnar, og finnist ekki óeðlilegt, að bvrjendur byrji á sama hátt og hún við stofnunina, en hlaupi ekki yfir erf- iðasta hluta leiðarinnar inn í góðar og rólegar stöður, þar sem talsimastúlkan virðist vera dæmd til að vera alt sitt líf, ef hún ekki missir heilsuna. Það er á fullum misskilningi bygt, að láta sér detta i hug, að valdabrölt eða per-

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.