Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 36

Símablaðið - 01.01.1940, Síða 36
20 SlMABLAÐIÐ sónulegur illvilji sé þess valdandi, að félagið hefir látið þessi mál til sín taka, heldur er hér um að ræða ein- faldar réttlætiskröfur, sem frá sjónar- miði heilbrigðrar skynsemi eiga full- an rétt á sér. Annað starfið, sem á sama hátt má tala um i fremstu víglínu, er símrit- arastarfið og önnur skyld störf, sem eru mjög þreytandi. f sambandi við þau störf verður ekki gengið fram lijá því, að þar eru möguleikarnir til að komast i rólegri störf miklu færri, heldur en hjá talsímastúlkunum. Næsta staða, sem menn geta búist við að hljóta á eftir símritarastöðu, er varðstjórastaða. En það er í raun og veru að fara úr öskunni i eldinn, að komast í þá stöðu. f fyrsta iagi þarf simritari ekki að bera ábyrgð nema á sínu eigin starfi, en af varðstjóra er krafist eftirlits með starfi alls varð- liðsins og ef einhvern vantar til vinnu, verður hann að hlaupa í skarðið, án þess að minsta tillit sé tekið til þeirr- ar ábyrgðar, sem af honum er kraf- ist, um að alt gangi sinn venjulega og lýtalausa gang. Eg er ekki i neinum vafa um það, að símritararnir geta fengið mörg framtíðarverkefni við sitt liæfi, þegar þreytan fer að sækja þá heim og ár- in færast yfir þá. En ekki er ráð, nema í tíma sé tekið, og væri fylsta ástæða til að talca þessi tvö vandamál til ít- arlegrar yfirvegunar. Meðal þeirra starfa, sem til greina kæmu í þessu samliandi, eru endur- skoðunarstörf. En svo kvnlega hefir viljað til, nú seinni árin, að til þeirra starfa hefir verið að mestu en ekki öllu, valið fólk, sem ekki hefir neina reynslu í þessum efnum og hlýtur því að standa ver að vígi en það fólk, sem Stundvísi. Við Islend- ingar höfum löngum haft á okkur orð fyr- ir óstundvísi, og mun sá orð- rómur hafa við talsvert að styðjast. Við stofnun eins og' Landssím- enn er stundvísi og árvekni afar þýðingarmikið atriði, þar sem flest húið er að vinna árum eða áratugum saman við margvísleg símastörf. Það renna því tvær öflugar stöðir undir þessa skoðun, sem hér er lialdið fram: I fyrsta lagi nauðsynin fju-ir því, að þeir, sem teknir eru að lýjast, komist í annað rólegra starf með sína marg- háttuðu lífsreynslu, sem gerir þeim kleyft að leysa þau vel af hendi, og í öðru lagi, að í störfin, sem losna, komi nýtt, ungt fólk, sem siðar haldi áfram á hinni sömu þróunarbraut. Eg er ekki í neinum vafa um að slík skipun mála væri báðum aðilum, starfsfólki og' stofnun fvrir hestu. Það væri freistandi, að benda á fleiri framtíðarleiðir fyrir símritara, en það skal ekki gert að þessu sinni, en því aðeins bætt við, að þó að hér liafi verið drepið á aðeins tvær starfs- deildir innan símastofnunarinnar, þá geta þessar hugleiðingar átt við fleiri. Hér er merkilegt framtíðarverkefni að vinna, sem krefst skjótrar og góðrar úrlausnar.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.