Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Page 39

Símablaðið - 01.01.1940, Page 39
SÍMABLAÐIÐ 23 Hátíðahöldin í tilefni af 25 ára afmæli F. í. S. Félagið mintist þessa afmælis síns, syo sem hæfði, og með almennari þátttöku félag- anna en nokkru sinni áður. — Hér fer á eftir stutt lýsing á hátiðahöldunum. Afmælisfundurinn 27. febr. 1940. Á afmælisdaginn, 27. febrúar, var haldinn fundur í félaginu. Var það framhaldsaðal- fundur. Þangað var boðinn fyrsti formaður félagsins, Otto B. Arnar, og stjórnaði hann honum, meðan minst var 25 ára afmælisins. En það var gert með því, að fundarmenn sungu „Hvað er svo glatt“, og síðan sagði formaður félagsins, Andrés G. Þormar, sögu þess í stórum dráttum. Á fundinn barst fjöldi heillaskeyta, og falleg blómakarfa frá dætrum Gísla sál. Ólafsonar. Á fundinum mættu um 90 félagar, og er það lang fjölmennasti fundur, sem haldinn hefur verið í félaginu. Var hann haldinn í Iðnó. Aðalhátíðahöldin fóru fram laugardaginn 2. mars. í Reykjavík var samsæli að Hótel Borg og voru þátttakendur um 300, þar af um 100 af starfsfólki símans. Ræður fluttu þar, og í þessari röð: Andrés G. Þormar: Stéttin og stofnunin. — Guðm. Jóhannesson: Minni ís- lands, og voru það dagskrárræður. Auk þeirra töluðu Guðm. Sigmundsson, Theodór Lilliendahl, Póst- og símamálasjóri Guðm. Hlíðdal, Garðar Gíslason stórkaupmaður, Valtýr Stefánsson ritstjóri, Ottó B. Arnar og Kristján Guðlaugsson ritstjóri. Fleiri komust ekki að. Kvartett söng, Brynjólfur Jóhannes- son leikari skemti í gerfi gamals símastjóra, og frk. Hallbjörg Bjarnadóttir söng. Borð- haldið stóð til kl. að ganga 1, og dansinn til kl. 5 um morguninn. Gestir félagsins voru: Póst- og símamála- stjóri, útvarpsstjóri, ritstjórar dagblaðanna, Garðar Gíslason stórkaupm., frú Jenny For- berg, C. Björnæs, Ottó B. Arnar, formenn Póstmannafélagsins, Starfsmannafélags Rík- isútvarpsins og Fél. ísl. línumanna. Borð-

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.