Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Page 41

Símablaðið - 01.01.1940, Page 41
SÍMABLAÐIÐ 25 Starfsfól kið Ritstjóri Síma- blaðsins hefir farið þess á leit við mig, að eg gerði nokkra grein fyrir því, liverja eiginleika eg teldi mikilvægasta hjá þeim síma- starfsmönnum er mest viðskifti liafa við almenning, þ.e. a. s. afgreiðslufólki símans á skrifstofum og við tal- síma- og skey taaf greiðslu. Þótt eg vilji fúslega verða við þessum tilmælum, er það ekki vegna þess, að eg álíti mig öðrum fremur færan um það. Hinsvegar er hér um svo mikilsvert atr- iði að ræða, bæði fyrir stofnunina og viðskiftamennina, að eg vil ekki skor- ast undan, að leggja minn skerf til nokkurrar athugunar á því, og mun þá styðjast við eigin reynslu og umsagnir viðskiftamanna, er til mín hafa leitað, sérstaklega þegar eittlivað hefir þótt bera út af um afgreiðsluns. Það var ekki alls fyrir löngu, að minni en 45—60%, en einsdæmi tel ég það sé, þegar yfir 90% félags- manna hér í Rvík mæta á fundi, eins og nýlega var hjá F. í. S., á fram- haldsaðalfundi. Þetta sýnir mikinn á- huga meðlimanna fyrir félaginu og lof- ar góðu um aukinn árangur í hagsmuna- málum stéttarinnar, áukinn skilning á þeirri nauðsyn, að efla félagssamtökin og framgang félagsins. I. E. kunningi minn einn kom að máli við mig og skýrði mér frá viðskiftum sínum við opinbera stofnun hér í bænum og framkomu starfsmanns þar, sem hann taldi ámælisverða. Það skal ekki gert frekar að umræðuefni hér, hvernig þeim viðskiftum var háttað, en liann spurði mig að lokum, hvort eg hefði veitt þvi athygli, að yfirleitt væri mikill munur á framkomu opinberra starfsmanna í garð viðskiftamanna, og hliðstæðra starfsmanna hinna stærri einkafyrir- tækja hér í bænum. Hann hélt því fram, að framkoma starfsmanna einkafyrir- tækjanna væri yfirleitt áberandi prúð- mannlegri en opinberra starfsmanna. þótt um undantekningar væri að sjálf- sögðu að ræða, og gerði samanburð á ýmsum opinberum stofnunum og einka- fyrirtækjum, máli sínu til sönnunar. Eg skal nú ekki fullyrða neitt um það, hvort þetta er rétt lýsing á ástandinu í þessum efnum, en hitt er víst, að ó- sjaldan heyrast svipaðar skoðanir manna, og mér er ekki grunlaust um, að almenningsálitið snúist á sveif með þeim. Bent er á það, að afgreiðsla við- skiftamanna sé yfirleitt með öðrum svip en æskilegt væri viða á opinber- um skrifstofum, og að á skorti þá lip- urð og alúð, sem talin er sjálfsögð hjá einkafyrirtækjum. Það sé jafnvel ekkert einsdæmi, að viðskiftamenn- irnir líti svo á, að þeim hafi verið sýnd stirfni eða ókurteisi og þeir farið í verra skapi en þeir komu, að viðskift- um loknum. Eg verð að segja, að mér finst þetta og viðskiftamennirnir

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.