Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1940, Page 46

Símablaðið - 01.01.1940, Page 46
30 S 1 M A B L A Ð I Ð SVEITASÍMAR. i. Árið 1890 var fyrsta símalína Is- lands lögð. Það var einþætt talsíma- lína milli Reykja- víkur og Hafnar- fjarðar. Árið eftir hófst forsaga Landssímans. Á Alþingi 1891, í neðri deild, báru þingmennirnir Skúli Thoroddsen og Jens Pálsson fram tvær tillögur varð- andi síma. Önnur tillagan var þess efnis, að skora á ráðgjafa íslands að leg'gja fyr- ir næsta Alþingi 1893 sundurliðaða áætlun, samda af verkfræðingi, um kostnað við lagningu „málþráða“ með Iiæfilega mörgum málþráðastöðum milli Reykjavíkur og ísafjarðar, milli Reykjavíkur og' Akureyrar og milli Reykjavikur og Seyðisfjarðar. Hin tillagan var þess efnis, að skora á ráðgjafa, að hlutast til um, að leit- að verði samninga við erlend ríki um lagningu „fréttaþráðar“ til íslands. Enn er orðið sími ekki til, en hug- myndin er samt þroskuð. íslendinga langaði, að tengja land sitt umheim- inum, með „fréttaþræði“ og þeir skildu hve mikil áhrif það myndi hafa á alla verzlun og stjórnarstörf. Eins langaði landsmenn að galdra með þessum nýja „málþræði“ fjarlægðirn- ar innanlands burtu. — Tillagan um „fréttaþráðinn“, þ. e. ritsímasambandið, náði samþykki, — en talsímatillagan var feld. „Til eru fræ, er fengu þennan dóm“ o. s. frv. — Síðan liðu mörg ár. Sambærileg tilsimatillaga kom aldrei fram. Um það mál var lítið talað og ekkert deilt. Um ritsímasambandið gegnir aftur öðru máli. Áður en lauk, var mikið um það rifist. Það varð stórmál, og bæði pólitískt — og' dramatískt. — „Bændafundurinn“ i júlilok 1905 var síðasta fjörbrot 19. aldarinnar, gamla tímans. Síminn var aldamótamál. — Lausn símamálsins hafði gagnger og lioll áhif á þjóðlif Islendinga. En að hann stýrði svo góðri lukku hingað heim, er mikið því að þakka, á hvern liátt símamálið leystist, að ritsíminn og talsíminn urðu samferða. Hannes Hafstein ráðlierra undirrit- aði 1904 sanming við Stóra norræna félagið, um að lagður yrði sæsími frá Bretlaudseyjum um Færeyjar til Seyð- isfjarðar, en frá landtökustað skyldi svo liggja loftlína til Reykjavíkur. Hin leiðin var ekki valin, sú, sem H. Hafstein liafði sjálfur verið mjög fylgjandi nokkru áður, að sæsíminn vrði lagður til Reykjavíkur (eða ná- grennis Rejrkjavíkur). Líka var loft- samhandinu liafnað. En það var sú leið, sem Einar Benediktsson skáld, umboðsmaður Marconifélagsins í London, liafði hent á (1902) og mörg- um leist hesta leiðin. Teningunum var kastað. Sú leiðin, sem mest og best stuðlaði að fram- gangi talsímamálsins, varð fyrir val- inu. Stóra norræna félagið liafði á sín- um tíma sjálft stung'ið upp á þvi að sæsíminn vrði aðeins lagður til Aust- urlands, en ekki til Reykjavíkur og félagið liafði þá boðist til að styðja loftlínulagninguna með 300.000 króna framlagi. Nú varð þetta að samning- um.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.