Símablaðið - 01.01.1940, Qupperneq 47
SÍMABLAÐIÐ
31
Án efa eiga talsímarnir íslensku
engu öðru meira að þakka framgang
sinn en þessum ritsímasamningum,
sem ábyggilega hafa liraðað talsíma-
málunum hér um mörg ár.
II.
Eftir að skipst hafði á logn og
stormar í símamálinu í 15 ár, heimtu
íslendingar 1906 hinn þrítuga talsíma
og hinn áttræða, ritsíma samtímis. Það
var eldri bróðirinn, sem dró þann
yngri að landi, en reyfarstranginn,
loftskeytatæknin, var gerð afturreka
um stundarsakir. Nú nutu þess þrír
landsfjórðungar, að Reykjavík lá ekki
þar, sem Ingólfur liafði sína fyrstu
vetrarsetu á þessu landi.
Byrjunin að talsímakerfi íslands —
yfir 600 km. á einu sumri, — var
myndarleg. Og allir virtust sammála
um að lialda símalögnunum áfram.
Strax á næsta ári voru staurarnir
keyptir í Vestfjarðalínuna. Þróunin
var næstiim jafn eðlileg og hávaðalaus
eins og vöxtur skógartrés, og' áður en
varði, var Landssíminn orðinn „feikna
stórt tré“, með stofnlínum milli fjórð-
unganna og fjölda greina til kauptúna,
verstöðva og' í sveitir.
Fyrstu símarnir i sveit voru inn-
skotsstöðvar á stofnlínunum milli
kaupstaða og kauptúna. Flestar höfðu
þessar stöðvar tvíþætt hlutverk.
Annars vegar voru þær nauðsynlegar
vegna sírnans sjálfs, til eftirlits og línu-
prófana, á hinn bóginn mynduðu þær
fyrstu samhandsleiðirnar milli sveita og
bæja og milli sveitanna innbyrðis.
Stöðvar þessar hafa verið mjög eftir-
sótt þægindi í hinum símlausu sveitum,
og stjórn Landssímans hefir altaf geng-
ið á fremstu nöf með fjölda þeirra á
langlínunum. Af innskotsstöðvum á
langlínum er of jafnvont og van, þar
sem mjög er .hætt við að talgæði og
notagildi langlínanna bíði hnekki, ef
stöðvafjöldinn er nokkur að ráði.
Þegar kauptúnin og útvegsplássin
voru öll komin á símans greinar, kom
röðin að ýmsum sveitum, sem fengu
landssímaálmur og aukalínur. Á seinni
árum hafa einnig í allmörgum sveitum
verið lagðar einkalínur með ríkisstyrk
samkv. sérstökum lögum (Nr. 11, 14.
júní 1929).
Þótt allmikið liafi verið gert í síma-
málum fyrir sveitir landsins og' einna
mest á síðustu árum, er lítið meir en
byrjunin búin. Sumum mun ef til vill
finnast, að ckki þurfi annað en að halda
áfram sömu braut með þolinmæði.
Öðrum finst, að breyta eigi um að-
ferðir.
lútbreiðsla símans með landssímalin-
um var ágæt aðferð til að ldjúfa sím-
anuin braut inn á nýjar slóðir, en að
koma símanum á hvern bæ er aldrei
bægt með landssímalíiium. Þvert á móti
geta landssímastöðvar jafnvel tafið það,
að sími komist á alla bæi sveitarinnar.
í fljótu bragði virðast einkasímalög-
in frá 1929 vera ákjósanlegur grundvöll-
ur fyrir simbyggingu sveitanna, en í
reyndinni liafa komið í ljós nokkrir all-
verulegir gallar á þeirri gjöf Njarðar.
Það er gert ráð fyrir, að hlutaðeigendur
annist viðhald einkalínanna og stofn-
framlagið sé altaf fast brot af bygging-
arkostnaði. Þetta er hvorutveggja ó-
heppilegt, sérstaldega, ef síminn á að
geta komist inn á alla bæi. Þá er og
málsgangurinn, að stofnun einkasíma-
félaganna er gerður altof flókinn og
þröngur í lögunum. — Ef teknir væru
kostir landssímalína og einkasímanna
en ókostunum slept, væri útkoman á-
gæt, og það er skoðun mín, að það sé í