Símablaðið - 01.01.1940, Síða 51
SÍMABLAÐIÐ
35
ingi Hagstofunnar. Þó var þeim bú-
reikningi mjög stilt í hóf, svo að telja
má, að hann sé frekar undir meðal-
lagi en liitt.
I sjálfu sér er eigi hægt að álasa
Hagstofunni fyrir hennar útreikning
á visitölunni, því að hún vinnur hann
samviskusamlega, byggðan á þeim
skakka grundvelli, að miða hann við
ástandið 1914, án þess að Itaka til
greina breytinguna á lifnaðarháttun-
um. Það er miklu frekar liægt að á-
lasa þeim forráðamönnum þjóðarinn-
ar, sem á þennan, vægast sagt, frek-
ar lúalega hátt, lialda brýnum launa-
uppbótum fyrir neðan alla sanngirni.
Síðan stríðið hófst, í septembermán-
uði, hefir vísitala kauplagsnefndar,
skv. útreikningi Hagstofunnar, hækk-
að um 12% fyrir mánuðina nóv.—des.
1939 og 21% fyrir mánuðina nóv.—
mars 1940, miðað við verðlagið janú-
ar—mars 1939. Ég lield, að flestir muni
vera sammála mér um það, að þess-
ar tölur sýni hvergi nærri hina raun-
verulegu verðlagsaukningu. Til þess
að fá hugmynd um það, þyrfti sem
allra fyrst, að gangast fyrir því, að
safnað yrði búreikningum frá eins
mörgum fjölskyldum og unt er, og láta
meðaltal af þeim liggja til grundvall-
ar útreikningi vísitölunnar, því að
með því er hinu raunverulega ástandi
gerð full skil. Sem spor í rétta átt,
má geta þess, að Hagstofan segir í
Hagtíðindum febr.—mars í ár, að með
tilliti til búreikninga, sem verðlags-
nefnd liafi safnað, hafi fatnaðarlið-
urinn hækkað um 21%.
Að endingu vil ég benda á þá brýnu
nauðsyn þess, að stéttarfélög opin-
herra starfsmanna liefjist handa og
myndi með sér öflug samtök til að
knýja fram endurskoðun á útreikn-
ingi vísitölunnar.
Ef að ríkisstjórn eða Alþingi vill
eigi sinna neinum kröfum um endur-
skoðun, þá verða félögin sjálf að ráða
hagfræðing til slíkrar endurskoðunar,
til að geta sýnt fram á, með óvéfengj-
anlegum rökum, hve miklum órétti
launþegarnir eru beittir.
C // sjmasfjótartria
Ritstj. símablaðsins hefir margsinnis beint
þeim tilmælum til símastjóranna, að þeir léti
blaðið liggja frammi á biðstofum, eða þar
sem viðskiftamenn símans hafa aðgang að
því, og geta lesið það, meðan þeir bíða eftir
afgreiðslu. En það hefir komið í Ijós við
athugun, að á ýmsum símastöðvum hefir
ekki verið orðið við þeirri beiðni.
Símablaðið vill enn einu sinni beina þeirri
ósk til allra símastjóra, að þeir getri sitt
til þess, að sem flestir lesi blaðið.
Tilvera þess byggist á auglýsingunum. En
þær fær blaðið m. a. vegna þess, hve margir
eiga að hafa aðgang að því á símastöðv-
unum. Það er vitað, að þangað koma þús-
undir manna, og þessar þúsundir eiga að
sjá blaðið. Um leið og Símablaðið sendir
símastjórunum kveðju sína, á 25 ára afmæli
sínu, vill það enn beina þeim tilmælum til
þeirra, að þeir láti blaðið liggja frammi
í biðstofunum.
Póst- og símamálastjóri dvelur
nú í Noregi. Var hann staddur á hóteli
uppi í Dofrafjöllum, er stríðið braust út
þar í landi. Eru samgönguleiðir þangað, er
hann dvelur, teptar, svo að óvíst er, hve
lengi hann neyðist til að dvelja þar.