Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Árni Gautpnflrason
Árni er samviskusamur og
áreiðanlegur og með góðan
húmor.
Hann er hlédrægur og
mætti vera ákveðnari.
„Hann er toppdreng-
ur, ekki spurning.
Iþróttamaður af Guðs
náð og hefði náð ár-
angri i hvaöa íþrótt
sem hann hefði lagt
fyrir sig. Hann er mikill sigur-
vegari, kominn meö tlu meist-
aratitla með þremur liðum.
Það segir margt um hann. Árni
mætti vera aðeins ákveðnari.
Hann á erfitt með að gera upp
hug sinn varðandi eitt og
annað."
Gunnlaugur Jónsson knattspyrnu-
kappl.
„Árni er mjög heiðar-
legur og skemmtileg-
ur á allan hátt. Hann
hefur dulinn húmor
sem er lævís og
skemmtilegur. Hann er traustur
vinur vina sinna og svo er
hann þokkalegur I marki. Árni
er kannski örlftið hlédrægur á
köflum og mætti betur gera sér
grein fyrir öllum þeim kostum
semhannerbúinn."
Borgar Þór Einarsson lögfræðingur.
„Hann er drengur
góður, heill, samvisku-
samur og traustur.
Hann hefur létta lund,
meö góða kimnigáfu,
vinur vina sinna og til fyrir-
myndar I allri framkomu. Hann
ber afsér góðan þokka og er
mjög áreiðanlegur. Helsti galli
Árna er hvaö hann er Ijúfur og
góður. Það hefur háð honum
aö ná enn lengra sem mark-
vörður."
Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari.
Árni Gautur Arason er fæddur 7. maí
1975. Hann er landsliðsmarkvörður ís-
lands I knattspyrnu og um helgina varð
hann Noregsmeistari með liði sínu Vðler-
enga. Áöur hefur hann orðiö Noregs-
meistari með Rosenborg og íslandsmeist-
ari með lA.
Tíu hektara
undir gókart
Icekart á íslandi ehf.
hefur óskað eftir því við
Reykjavíkurborg að fá að
minnsta kosti þriggja hekt-
ara lóð undir gókartstarf-
semi. Helst vill fyrirtækið
reyndar fá 10 hektara, að
því er segir í lóðarumsókn
Icekart. Ætlunin er að reka
skóla fyrir fimm ára og eldri
og leigu á gókartbílum auk
fjölmargra annarra atriða
tengdum mótorsporti.
„Getur þetta verið góð
kynning á sveitarfélaginu
þar sem þið eruð að gera
gott við akstursíþróttir,"
segir í lóðarumsókn
Icekart.
Teletot.com Selur
fyrirtækjum rafræn
skilrlki.
uMnningur
ðö handan
THE^
INDEPENDENT
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON MEÐ NÝTT LOTTÓ:
VINNINGSNÚMER BYGGJA Á ANDLÁTSFRÉTTUM
Samkvæmt upplýsingum um lottóið sem Ástþór rekur í Bret-
landi í nafni Friðar 2000 er því ætlað að safna fé handa börn-
um í stríðshrjáðum löndum. Á síðunni segir að Friður 2000
hafi í fjölda ára flogið með hjálpargögn til barnanna og vilji
nota allan ágóða af lottóinu til að viðhalda hefðinni. Sagt er
fyrir aðeins eitt pund, eða 108 krónur, geti viðkomandi átt
von á vinningi upp á um 2,7 milljónir króna.
Lottóið sem Ástþór rekur í
Bretlandi undir merkjum Peace-
call Limited er staðsett í flottu
leiguhúsnæði í Mið-London sam-
kvæmt upplýsingum leigusalans.
Líklegást fer salan einungis fram
á heimasíðunni birthdaylottery-
.org þar sem fólk getur keypt
lottómiða í hverri viku fyrir eitt
pund - um 108 krónur. Alls getur
vinningsupphæðin numið um 2,7
milljónum króna.
Indipendent af fjöllum
Flóknar reglur um útdrátt í
lottóinu vekja eftirtekt. Vinnings-
númerið er fundið út frá minn-
ingargreinasíðum The
Indipendent, virts dagblaðs í
Bretlandi.
„Þetta er athyglisvert. Sem
svar við spurningu
þinni um hvort við
þekkjum happa-
drættið getum
við sagt hreint
og beint: Nei.
En það lítur út j
fyrir að við gæt-
um grætt lif-
andis ósköp af
peningum,"
skrifar lame
Fergusson, ritstj
minningargreina tne
Indipendent, sem svar
við fyrirspurn blaða-
manns DV.
Fergusson segir starfsfólk rit-
stjórnar blaðsins hafa glaðst mjög
við fréttirnar um að það gæti haft
bein áhrif á vinningsnúmer í
Manchester United
Astþór vinnur ekki
með okkur, segir
blaðafulltrúi enska
fótboltafélagsins.
lottói en gaf lítið fyrir trúverðug-
leika þeirrar aðferðafræði.
Segir lottóið ekki byrjað
Þegar blaðamaður DV náði tali
af Ástþóri í gær var hann staddur
erlendis. Hann sagði lottóið enn
ekki farið af stað.
Þrátt fyrir þá fullyrð-
ingu Ástþórs eru á
heimasíðu happa-
drættisins sagðir
hafa farið fram
vikulegir
drættir í lottó-
inu frá 8.
ágúst 2005 til
dagsins í gær.
Ekki er greint
frá vinnings-
höfum eða upp-
hæðum.
Afneitað af
Manchester United
Netsíðunni teletot-
.com er haldið úti til að safna fé til
handa stofnunum og félagasam-
tökum. Bent er á heimasíður við-
skiptavina fyrirtækisins sem til
dæmis eru sagðir vera fótboltafé-
lögin Manchester United og
Burnley. Hvorugt liðið kannaðist
þó við að hafa átt viðskipti við fyr-
irtækið.
„Manchester United starfar
ekki með þeim. Eini möguleikinn
til að kaupa miða í happadrætti á
vegum okkar er beint frá okkur,"
segir í yfirlýsingu frá Steve Whit-
worth, framkvæmdastjóra þróun-
ardeildar Manchester United.
Hann segir einnig að hann
muni hafa samband við starfsfólk
síðunnar til að fá firmamerki
Manchester United fjarlægt af
henni þar sem það sé notað í
óleyfi.
Kannast ekki við bílasölu
Ástþór neitaði í samtalinu allri
áðild að fyrirtækinu Álftaborgum
sem sagt var frá í DV í gær og
tengist heimasíðunni is-
landus.com - sem Ástþór segist
heldur ekki tengdur á nokkurn
hátt. Það er þó Ástþór sem tók
myndir af viðskiptavinum fyrir-
tækisins og er maðurinn á bak við
síðuna. haraldur@dv.is
Ástþór Magnússon
Segir engin tengsl milli
sln og Álftaborga.
5 V-