Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Kókaínbarón
tekinn
John Eidelber Cano,
foringi hins ofbeldisfulla
Nortre del Valle-glæpa-
hrings, var handtekinn eftir
skotbardaga við kólumb-
ísku lögregluna um helg-
ina. Hringurinn, sem er sá
stærsti í Kólumbíu, er grun-
aður um að hafa smyglað
þúsundum kílóa af kókaíni
til Bandaríkjanna og víðar,
auk þess að þvætta millj-
arða dollara. Jafnvirði 300
milljóna króna voru settar
til höfuðs Cano og var hann
handtekinn í kjölfar ábend-
ingar frá einstaklingi sem
vildi leysa út milljónirnar.
Google gerir
það gott
Þeir sem standa að leit-
arvélinni Google standa
sveittir með skóflurnar að
moka peningum inn. í síð-
ustu viku greindi fyrirtækið
frá hagnaði á þriðja ársfjórð
ungi sem nam 23,5 millj-
örðum íslenskra króna, sjö-
falt meira en á sama tíma á
síðasta ári. Veltan á sama
tíma nam um 98 milljörð-
um króna. Google hafði
áður gert ráð fyrir 65 millj-
örðum í veltu en bætti um
betur. Google kom á mark-
að í Bandaríkjunum í ágúst
síðastliðnum.
Myrtvegna
goðvildar
Samkvæmt CNN hefur
lögreglan í Texas handtekið
ungt par ásamt eldri manni
grunuð um að hafa kyrkt
Betty Blair. Betty hafði
kynnst fólkinu við inessu í
kirkju sinni og vingast við
það. Fólkið hafði flúið
heimili sín þegar fellibylur-
inn Rita gekk yfir en Betty
bauð þeim íhlaupavinnu
við heimili hennar. Fólkið
var handtekið í bíl Bettyar
sem var útbúinn sérstökum
gervihnattabúnaði sem
auðveldaði leit að honum.
Fólkið var handtekið án
mótþróa.
Beckham á
skólabekk
David Beck-
ham er á leiðinni
aftur á skólabekk.
Hann þarf að fara
á námskeið til að
kynna sér öryggis-
atriði varðandi
fótboltaþjálfun
fyrir börn. Beck-
ham sem er fyrir- L——
liði enska landsliðsins og
þriggja bama faðir er skráð-
ur á námskeiðið til að sýna
ffumkvæði fyrir aðra þjálf-
ara þvers og kruss um Eng-
land sem ættu helst að fara
á námskeiðið.
Scott Dyleski var handtekinn 19. október vegna gruns um að hafa myrt hina 52 ára
gömlu Pamelu Vitale. Hann er talinn eiga von á lífstíðardómi verði hann fundinn
sekur um glæpinn. Dyleski er einungis sextán ára gamall - of ungur til að fá
dauðarefsingu.
Unglingur grunnður
um hrnttalegt mnrð
Dyleski sagði ekki neitt þegar hann kom í fyrsta sinn fyrir rétt í
San Francisco síðastliðinn fimmtudag. Hann bar hvorki við sak-
leysi né sekt. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum
fyrir þær sakir að Pamela var eiginkona Daniels Horowitz, sem
var vinsæll sem ráðgjafi fjölmiðla í máli rithöfundarins Scotts Pet-
erson sem var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína.
Horowitz kom að líki konu sinn-
ar í hjólhýsi á byggingarlóð þar sem
þau höfðu ætlað að reisa sér hús.
Hann hringdi strax í neyðarlínu
lögreglunnar. Pamela hafði verið
barin og stungin til bana. „Hún
varðist hetjulega," segir Horowitz
og bendir á að verksummerkin hafi
bent til slagsmála. Dyleski var
handtekinn fjórum dögum síðar
eftir ábendingu frá nágranna hans
sem sagði kreditkorti sínu hafa
verið stolið. Sú ábending kom lög-
reglumönnum á slóð Dyleskis.
Daginn eftir morðið voru áverkar á
andliti Scotts, samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu.
Hrottaleg aðkoma
Samkvæmt heimildum San
Francisco Chronicle var aðkoman
að líki Pamelu hræðileg þar sem
líkið lá í blóðpolli með fjölda
stungusára og ummerki barsmíða.
Líkur benda til að Dyleski hafi ver-
ið að leita í hjólhýsinu að sendingu
Daniel Horowitz lögfræðingur Eigin-
maður Pamelu kom að henni látinni.
sem hann hafði pantað og látið
senda til þeirra Horowitz-hjóna,
enda notað til þess stolið kredit-
kort. Sendingin innihélt vörur sem
oft eru notaðar við ræktun marí-
júana. Seljandi vörunnar hafði þó
ekki sent hana af stað vegna gruns
um að kaupin væru ekki byggð á
réttum forsendum.
Sönnunargögnum safnað
Lögreglan í San Francisco rann-
sakar nú innihald poka sem fannst
í bíl við heimili Dyleskis, þar á
meðal föt og hanska með blóðslett-
um á. „Það lítur út fýrir að eitthvað
vanti af fötum auk þess sem við
höfum ekki fundið stunguvopnið
sem var líklega notað við morðið,"
segir Cary Goldberg rannsóknar-
lögreglumaður.
Rólegur karakter
Scott Dyleski er lýst sem rólynd-
um ungum manni sem hélt sig út af
fyrir sig. Hann klæddist oft síðuin
frakka, einkennandi fyrir fylkingu
ungs fólks sem hefur tileinkað sér
svokallaðan goth-lífsstíl. Hann bjó
með móður sinni rétt hjá vettvangi
glæpsins.
Skólafélagi hans sagði frétta-
mönnum að Scott hefði sagt fólki
að bók sem hann hafði til lestrar
væri bók Satans sjálfs. Árbækur
skólans sem Scott sótti sýna um-
Scott Dyleski 16 ára, grunaður um hrotta-
legt morð.
breytingu frá venjulegum unglingi
með bólur til manns með dökk
augu og sítt hár.
„Ekki Scott, alls ekki," segir
Glenn Hirschberger, stjúpfaðir
Scotts, en hann og móðir Scotts
voru gift í fjögur ár. „Scott er ekki
slagsmálahundur. Hann hefði
aldrei getað gert neitt þessu líkt.“
haraldur@dv.is
Stórhættulegur barnamoröingi í Bretlandi
Ráðgerði að flýja
Ian Huntley, sem dæmdur var í
lífstíðarfangelsi í Bretlandi árið
2003 fyrir morðin á vinkonunum
Holly Wells og Jessicu Chapman,
er nú undir ströngu eftirliti fanga-
varða.
Eftirlitið var hert til muna eftir
að upp komst um samskipti hans
við ræningjann Philip Riley.
Talið er að Huntley hafi ætlað
að skipuleggja flótta með aðstoð
Rileys sem sitúr inni fyrir banka-
rán. Riley er oft kallaður Houdini
fyrir fjölda vel heppnaðra flóttatil-
rauna.
Allir lásar og boltar verða hér
eftir athugaðir daglega á klefa
Huntleys auk þess sem leitað
verður á honum sjálfum á klukku-
stundarfresti.
„Það verður að hafa hugfast að
öryggi almennings er fyrir öllu.
Mögulegur flótti Huntleys gæti
lan Huntley Reyndi
að fá ráðleggingar
frá reyndum flótta-
manni.
komið af stað
mótmælum
meðal almenn-
ings með hrika-
legum afleið-
ingum," segir í
bréfi fangelsismálastjóra til yfir-
manns fangelsisins.
Ökukennari káfar á nemendum
Ósæmileg hegðun
ökukennara
Enski ökukennarinn Peter
Knowles hefur verið dæmdur í níu
mánaða fangelsi fyrir að káfa á níu
kvenkyns nemendum sínum. Fyrsta
brotið átti sér stað árið 1977 og það
síðasta árið 2004. Knowles, sem er
67 ára gamall, var fundin sekur um
sjö ákæruatriði um ósæmilega hegð-
un og tvö ákæruatriði um kynferðis-
lega árás. Knowles neitaði öllum
sökum.
Fórnarlömb Knowles vom ýmist
sautján eða átján ára þegar brotin
áttu sér stað. Allar sögðu Knowles
hafa snert þær á ósæmilegan hátt
þegar hann aðstoðaði þær nteð kúp-
linguna.
Rannsóknarlögreglumaðurinn
Richard Beckwith sem sá um rann-
sókn málsins sagði fyrir dómi að
Peter Knowles Káfaði á nemendum sínum
meðan hann kenndi á kúplinguna. ■
stúlkumar hefðu allar verið ungar og
stressaðar yfir að fara að læra á bíl.
„Hann notfærði sér þennan veik-
leika þeirra og reyndi að afsaka við-
urstyggilegar aðgerðir sínar með því
að segja stúlkunum að þetta væri
fullkomlega eðlilegt," sagði Beck-
with og lýsti um leið yfir ánægju
með að Knowles væri ekki lengur úti
í umferðinni.