Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 Sport DV Alda Leif með 19 stig Alda Leif Jóns- dóttir, landsliðs- kona í körfubolta, skoraði 19 stig fyrir hollenska meist- araliðið Den Held- er sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki hollensku úrvals- deildarinnar og er eitt á toppnum. Den Helder vann Amazone Leidsche Rijn 96- 79 á útivelli um helgina og Alda var auk stiganna 19 með 4 fráköst, 3 stoðsend- ingar og 3 stolna bolta á þeim 29 mínútum sem hún spilaði. Alda Leif nýtti 5 af 10 skotum sínum utan af velli og öll átta vítin. Jón Arnór sjóðheitur fyrir utan Jón Arnór Stefánsson setti niður öll fjögur þriggja stiga skot sín í 84- 67 útisigri Carpisa Napoli á Basket Livorno um helgina. Jón Arnór var með 14 stig og 4 stolna bolta á þeim 30 mínútum sem hann spilaði og nýtti 5 af 6 skotum sínum utan af velli. Þetta var annar sigur Napoli-liðsins í röð og sá fjórði í sex leikjum á tímabilinu og eru Jón Arnór og félagar sem stendur í 3. til 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinn- ar. Jakob að fá stærra hlutverk Jakob Sigurð- arson er búinn að sanna sig fýr- ir þjálfara Bayer Giants Leverku- sen og fær nú stærra hlutverk með hverjum leiknum sem hann spilar. Jak- ob skoraði10 stig á 23 mínútum í 91-82 sigri á BG Karlsruhe um helgina. Jakob sem lék að- eins í 14 mínútur í fyrstu tveimur leikjum sínum með Leverkusen hefur skorað 7,5 stig að meðaltali á 19,8 mín- útum í síðustu fjórum leikj- um. Leverkusen er sem stendur í 7. sæti með 3 sigra og 3 töp en liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Á eftir sjöunda meist- aratitlinum Robert Horry sést hér bregða á leik eftir sigur San Antonio Spurs isumar en þetta var i sjötta sinn sem Horry verður meistari en hann hefur einnig unnið titla með Houston Rockets og Los Angeles Lakers. NBA-deildin í körfubolta fer af staö á ný í nótt og það er mikil spenna fyrir tímabilið enda hafa bestu liðin verið að styrkja sig í sumar og það lítur út fyrir að mörg lið eigi möguleika á að slá við meisturum San Antonio Spurs. [//, PTiPi UÁ 'JflJjll 1 ffijfJl J -rf-J —1 Það hafa aðeins þrír þjálfarar gert lið að NBA-meisturum undan- farinn áratug og allir eru þeir í eldlínunni þegar deildin fer af stað í kvöld. Þetta eru þeir Gregg Popovich (San Antonio Spurs 1999, 2003 og 2005), Larry Brown (Detroit Pistons 2004) og Phil Jackson (Chicago Bulls 1996-98 og Los Angeles Lakers 2000-2002) og það er óhætt að segja að þessir þrír frábæru þjálfarar steli sviðsljósinu í upphafi tímabils enda með ólík verkefni sem NBA-aðdáendur geta ekki beðið eftir að sjá hvernig þeim tekst til. Á meðan Popovich hefur bætt sterkum leikmönnum við mikla breidd meistaraliðs Spurs fá þeir Brown (New York Knicks) og Jackson (Los Angeles Lakers) verðug verkefni við að búa til lið úr rústum þessara gömlu stórliða sem biðu afhroð á síð- asta tímabili. Phil Jackson er mættur á ný til Englaborgarinnar þar sem að hann gerði Lakers-liðið þrisvar að meistur- um á fýrstu þremur árum nýrrar aldar en yfirgaf jafnframt í fússi eftur óvænt hrun stjömuprýdds liðs í úrslitunum 2004 gegn Detroit Pistons. Jackson og Kobe Bryant virðast vera búnir að leysa sín mál og em famir að vinna saman á ný. f stað þess að lifa auð- veldu lífi og á þeim níu meistaratitl- um sem Jackson hefur þegar unnið með Chicago og Lakers skellti karlinn sér í mikið uppbyggingastarf hjá liði sem vann aðeins 34 af 82 leikjum sín- um á síðasta tímabili. Larry Brown lætur heldur ekki veikindi draga úr sér kjarkinn því hann er kominn heim í Madison Square Garden í drauma- starfið sitt. New York Knicks er sjö- unda NBA-liðið sem Brown þjálfar en hann þarf að vinna úr mörgum púsl- um leikmanna sem Isiah Thomas hefur safnað saman í New York. Það verður ekki auðvelt fyrir Brown að ná jákvæðu sigurhlutfalli í vemr en því hefur hann náð allar götur síðan 1998. „Brown þjálfari kemur mér eða öðr- um ekki á óvart með ' að taka við New York, því hann elskar svona verkefni," sagði Popovich um góð- vin sinn sem hann | vann 4-3 úrslitun- um í sum-1 ar. „Hann' hefur yndi af' því að byggja ] upp, mæta á ( æfingu og skóla menn til, meiri yndi en að vinna leiki eða meistaratitla. Hann er sannur körfuboltakennari." Popovich er líka ánægður með að sjá Jackson aftur í NBA-boltanum. „Ég er himinlifandi með að fá Phil aftur því ég tel að það skipti deildina miklu máli. Ef menn velta því fyrir sér hvað hann hefur þegar gert á sín- um þjálfaraferli þá verður alltaf dramatík í kringum hann og hans lið,“ segir Popovich sem hefur fengið gamalreynda kappa eins og Michael Finley og Nick Van Exel til að auka enn mikla breidd Spurs-liðsins. Það er því ljóst að San Antonio Spurs er af flestum spáð meistaratithn- um á þessu Mennirnir í sviðljósinu Aðeins þrirþjálfarar hafa gert lið að NBA- meisturum undanfarinn áratug, Gregg Popovich (San Antonio Spurs 1999,2003 og 2005), Larry Brown (Detroit Pistons 2004) og Phil Jackson (Chicago Bulls 1996-98 og Los Angeles Lakers 2000-2002). tímabili sem yrði þá fjórði titill Tims Duncan og félaga á átta árum. Þau lið sem voru með í baráttunni en sáu á eftir titlinum fara til Texas eru flest mætt aftur með enn sterkari leikmannahópa og þrátt fyrir að ekki hafi margar stórstjömur skipt um lið hafa liðin verið að krækja í nothæfa menn sem eiga eftir að gera þessi lið enn öflugri. Á Vesturströndinni hafa lið eins og Phoenrx, Houston, Sacramento, Los Angeles Clippers og Memphis öll bætt við sig og ætla sér stóra hluti á þessu tímabili. Á Austurströndinni mæta Shaquille O’Neal og Dwyane Wade með nýja menn eins og Antoine Walker, Jason Williams, James Posey og Gary Payton sér við hlið. Miami Heat verður því gríðar- lega sterkt en eins er mikils búist við af Detroit, og Indiana verður öflugt og þá em menn mjög spenntir fýrir að sjá þríeykið jason Kidd, Vince Carter og Richard Jefferson | fullfríska saman á ný hjá \ New Jersey Nets. Eitt lið sem gæti einnig gert góða ** hluti er lið Cleveland „ _ Cavaliers en forráðamenn y Cavaliers vom duglegir að safna liði í kringum hinn frá- I bæra ungling LeBron James sem | ætti að gera góða atlögu að því að vera valinn besti leikmaður kom- andi tímabils. Það er allavega ljóst að með hinni nýju NBATV-stöð á íslandi ættu NBA-aðdáendumir hér á landi að fá frábæra innsýn í bestu körfuboltadeild í heimi í allan vetur. Urslitin þurrkuð út í körfunni Dómstóll KKÍ hefur kveð- ið upp dóm í málum sem forsvarsmenn Njarðvíkur og Keflavíkur höfðuðu á hendur Skalla- grími sem not- aði Dimitar Karadzovski í tveimur leikj- um í Iceland Express deild karla áður en hann varð lög- legur. Dómstóllinn dæmdi Njarðvíkingum í vil og teljast þeir því hafa sigrað Skalla- grím 20-0 í leik liðanna þann 13. október sl. Úrslit leiksins 96-91 verða því þurrkuð út. Kæru Keflavík- inga var hins vegar vísað frá dómi þar sem hún var ekki tæk til meðferðar. Kæranda var gefinn þriggja daga frest- ur að skjóta málinu aftur til dómstóisins. Iceland Express deild kvenna Útruleg sigurganga Resheu Bristol í fyrsta sinn í tapliði á íslandi Kvennalið Keflavíkur í körfu- bolta tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu á sunnudagskvöldið eftir að hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í vetur með 48,8 stigum að meðaltali. Tapið er sögulegt fyrir þær sakir að bandarfski bak- vörðurinn Reshea Bristol var búin að spila 22 leiki á íslandi án þess að vera í tapliði. Haukastúlkur unnu Keflavík með 18 stiga mun í leiknum, 66-48, en fyrir hann hafði Keflavík unnið alla leiki sína með Bristol með 11 stigum eða meira, þar af 16 þeirra með meira en 20 stiga mun. Hér til hliðarmá finna graf með sigurleikjum Kefla- víkur með Bristol í leikstjórnenda- hlutverkinu. Ótrúlegur árangur Eins og sjá má á þessu grafi er árangur Bristol með ólikindum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.