Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 DV Fréttir viinjaimur siyour nunaanaia Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi mætti nýlega á stjórnarfund hjá Hundaræktarfélagi íslands, að eigin ósk, og ræddi um hundahald í Reykjavík. Vilhjálmur telur að framfarir í þágu hundaeigenda hafi í'; orðið miklar á undanförnum árum. Ekki síst væri það öfl- ugri starfsemi Hundaræktarfélags íslands að þakka. Meðal annars sagðist hann skilja vel þá ósk hundaeigenda "'W&fw* bann v'ð hundahaldi yrði afnumið þar sem í raun gætu sgmyallir sem uppfylltu skilyrði fengið leyfi til að hafa hund. Vil- I ^v----------fi-\&.'j? ý® hjálmur sagðist því vel geta stutt það að hundahald væri yBsfnfijk* ,evft ' Reykjavík með sömu eða svipuðum skilyrðum og ; yjffiy-.’sjiir' {• gilda um hundahald í dag og að samþykkt um hundahald i tæki mið að því. Réttarstaða 1 ' yjF W Þeirra sem vilja halda hund A » MUgmÍMFVW og þeirra sem ekki eru hlynnt- f» ir hundahaldi myndi því ekki Nt breytast. Bergljót Daviðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á þriðjudögum í DV. bergljot@dv.is Týnd kisa Þessi litla kisa sem heitir Lóra, hefur ekki komið heim í rétta viku. Eigandi hennar, Inga Sæmundsdóttir, er farin að óttast mjög um hana en vonar að hún hafi aðeins ratað of langt frá heimili sínu við Miðvang 93 í Hafnarfirði og einhver hafi séð hana eða jafnvel tekið hana inn. Hún er með rauða hálsól og síðast þegar hún vissi var spjald með nafni hennar og heimilisfangi viðfest á ólinni. Lóra er aðeins sex mánaða og biður Inga alla þá sem hugsanlega hafa séð til hennar að láta vita í síma 551 6396. Lóra er þrílit; svört, gul og hvít. Hundabúr - Hundabæli Full búö af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Opið: mán. til fös. 10-18 Hafnarfirði Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Blendingareða hreinræktaðir Ótrúlegt er að fylgjast með aug- lýsingum um hunda til sölu eða gefins í blöðum og á netinu. Kíkti inn í gær og las nokkrar auglýsing- ar sem voru eins misjafnar og þær voru margar. Þar voru auglýstir gefins blendingar undan Husky og Border Collie - Labrador sem ég vona að hafi verið slysagot en ekki ráðgert. Þeir \y' hvolpar ' fást gefins, þó mér finnist að í lagi sé að selja fyr- ir kostnaði og hafa þá bólusetta og örmerkta, fyrir utan það að velja þeim ekki lakari heimili en hrein- ræktuðum hundum. önnur aug- lýsing var ffá einum af mörgum Chihuahua-ffamleiðslunum sem ekkert eiga skylt við ræktun. Sú auglýsti hvolpa úr væntanlegu goti um 10. nóvember. Þeir voru óætt- bókarfærðir en eigandi þeirra vildi Skoðun Beggu fá 100 þúsund krónur fyrir stykkið! Og það sem verra er, að minnsta kosti tveir voru búnir að spyrjast fyrir og vildu kaupa með rað- greiðslum. Væntanlega fólk sem hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera. Eitthvað svipað og sá sem keypti sér hund sem honum var sagt að færi með ættbók frá Hundaræktarfélagi Vestmanna- eyja?? Það er sorglegt að verða vitni að slíkri vanþekkingu en ætla má að ef fólk veit svona fáránlega lítið um hunda muni það varla annast þá mikið betur. Það er aldrei of mikið talað um þessa hluti. Að fólk vandi valið þegar það kaupir sér hvolp og viti hvað það er að gera áður en það tekur ákvörðun um kaupin. Það minnsta sem maður fer fram á er að fólk geri sér grein fyrir muninum á hreinræktuðum hundum og blendingum og greiði ekki okurverð fyrir blendinga. Það er ekki sanngjarnt gagnvart nein- um sem á í hlut, allra síst hvolpun- um. Þannig er það nefnilega að eftir því sem fóÚc er fúsara til að greiða fyrir hvolpa frá einhverjum sem ekki veit hvað hann er að gera, því stærri er markaðurinn fyrir þá. Hafið það hugfast. Amerískur Cocker Spaniel nam hér land fyrir um það bil tíu árum. Vinsældir hans hafa aukist jafnt og þétt enda skemmtilegur hundur, mátulega stór og það sem meira er, hann fer lítið sem ekkert úr hárum. Kátur, Ijörugur og fer ekki ór hárum Ameríski Cocker Spanielinn er í raun upprunninn á Spáni en þar var hann ræktaður til veiða á til dæmis skógarsnípu sem nefnist á ensku woodcock og kemur nafnið þaðan. í Bandaríkjunum var Ameríski Cock- erinn svo ræktaður eins og hann er í dag og er hann þess vegna kallaður Amerískur Cocker Spaniel en teg- undin var skráð sem sértegund 1946. Bryndís Pétursdóttir hefúr átt Cocker í fimm ár, er í stjóm Spaniel- deildarinnar og þekkir vel til tegund- arinnar. Hún segir Cockerinn vera af- skaplega skemmtilegan og fjöl- skylduvænan hund sem fari vel á heimili. „Cockerinn er með mikið jafnaðargeð, er glaðlyndur og ófeim- inn. Hann þarf ekki meiri hreyfingu en til dæmis Cavalier King Charles og aðrir hundar af smáhundakyni. Raunar er hann af veiðihundakyni og það er vel hægt að nota hann til veiða en það hefur bara ekki verið reynt hér á landi," segir Bryndís og bætir við að veiðikörlunum sem séu með stóra veiðihunda finnist ekki mikið til hans koma. „Við emm að velta fyrir okkur að gera eitthvað í þeim málum en honum er eðlislægt að veiða og fæla fugla úr fylgsni auk þess að sækja bráðina. Eg efast ekki um að hann myndi standa sig vel í veiði væri hann þjálfaður til þess," segir Bryndís. Cockerinn er einnig vinsæll sýn- ingarhundur, fyrir sinn síða og mikla feld, en það kostar einnig mikla hirðu á honum. Bryndís segir að oftast haldi þeir feldinum ekki nema á meðan þeir séu sýndir en þegar þeir eldist sé engin ástæða til að vera með hann í miklum feld og þá sé hann oft- ast klipptur stuttur. „Því er hins vegar ekki að neita að hann er stórglæsileg- ur á sýningum þegar hann svífur um gólfið og feldur hans er eins og ball- ettkjóll," bætir Bryndís við. Ameríski Cockerinn er almennt mjög heilsuhraustur og engir alvar- legir sjúkdómar sem hrjá stofninn fyrir utan flogaveiki sem er þó mjög á undanhaldi þar sem markvisst hefur verið reynt að rækta sjúkdóminn úr tegundinni. Bryndís segir að talsverð eftirspum sé eftir Amerískum Cocker. „í heildina er um skemmti- legan hund að ræða sem hefur gam- an af að leika sér, er alltaf kátur og fjörugur og afskap lega húsbónda- hollur," segir hún. bergljot@dv.is Svífur glæsilega um Og feldurinn eins og ballettkjóll. Hún heitir Gull-Gæfu Wet N Wild.þessi glæsilega tík. m. Bryndís Petursdóttir er ánægð með sína hunda Her er hún með Hnetu en hún hefur ver- ið synd talsvert og unnið til verðlauna á sýning- um. Feldurmn skiptir miklu máli en það er mikil vinna að halda honum fallegum. Isfirðingar ánægðir Loksins alvöru gæludýraverslun „Verslunin hér gengur bara ljómandi vel en það eru rúmar þrjár vikur síðan við opnuðum," segir Harpa Þorbjömsdóttir Stangeland sem ásamt stjúpföður sínum, Jóni Stangeland, opnaði gæludýraversl- unina Furðufiska og fylgifiska á Isa- firði í byrjun mánaðarins. Það eru ár og dagar síðan gæludýr voru síðast til sölu á ísa- firði en þá gátu bæjarbúar keypt sitt lítið af hverju í blómaverslun bæjarins. En verslun þeirra Jóns og Hörpu er sú fyrsta í bænum sem sérhæfir sig í sölu á gælu- dýrum og öllu þeim tengdu. Harpa segir að Vestfirðingar hafi verið duglegir að koma og margir hafi lýst yfir ánægju sinni með verslunina. „Hér er auk fugla, fiska og annarra smádýra til allt sem hunda- og kattaeigendur þarfnast, eins og hágæðafóður, leikföng, sér- stök áhöld til feldsnyrtingar, fatn- aður fyrir hunda og körfur og bæli, svo fátt eitt sé nefnt," segir Harpa sem er mjög ánægð á ísafirði en hún hafði ekki áður búið fyrir vest- an en stjúpfaðir hennar sem rekur búðina með henni er Súgfirðingur og þekkir vel til á Vestfjörðum. Harpa Stangeland með eigin dýr Þau eru hjá henni i búðinni og eru ekki til sölu en Chihuahua-tíkin Mia er rúmlega ársgömul og óvenju litil en gaukurinn er af tegundinni Afrikan Greyen þannig fuglareru til sölu i búðinni hiri henni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.