Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2005, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2005 Lífið DV Hrafn Jökulsson er fertugur í dag. Frá því hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið sem blaðamaður, skáld og bóhem hefur Hrafn verið á milli tannanna á fólki. í dag er hann breyttur maður. Seg- ist sjá eftir mörgu úr fortíðinni en horfir björtum augum fram á veg. „40 ára?“ segir Hrafn. ,Ætli maður verði ekki að gangast við þessu. Nothing to be done - eins og góðvinur minn Ivan Sokolov sagði." aramótinu var hugmyndin bara að vinna. Eftir að hafa svo unnið aila titla sem hægt var að vinna og orðið ís- landsmeistarar þrjú ár í röð ákváðum við að hætta keppni og breyta hlutverki Hróksins. Fórum að útbreiða skáklist- ina til bama í Grænlandi og Afríku, gefa skákbækur í alla íslenska grunnskóla. Slíkt starf er þýðingarmeira en medalí- ur sem safria ryki í glerskápum." 15 ára blaðamaður Það er erfitt að stoppa Hrafn af þegar skákin er annars vegar. Ég færi talið að árum Hrafns í blaðamennsk- unni. Þegar hann var einn yngsti rit- stjóri landsins, harðsnúinn rannsókn- arblaðamaður og umdeildur þjóðfé- lagsrýnir. „Mér finnst ósköp gaman að blaða- mennskunni. Held því ffam að ég eigi 25 ára aftnæli sem blaðamaður," segir Hrafn sem er bróðir Iiluga Jökulsson- ar. „Ég byijaði einmitt 15 ára sem um- sjónarmaður bamasíðu Tímans sem þá var í ritstjóm Illuga og Egils Helga- sonar. Mér þykir vænt um að hafa skrifað í það merkilega rit. Síðan fór ég á Þjóðviljann. Ætli það hafi ekki verið fleiri í yfirmannsstöðum á ritstj óminni en blaðamenn. Þrír ritstjórar. Ámi, össur og Þráinn. Svo vom fréttastjórar og ritstjómarfuHtrúar. Held að Mörður Árnason hafi verið aðstoðarritstjóri eða eitthvað í þá vem." Hrafii vann í nokkrar vikur á Þjóð- viljanum en var síðan gerður að rit- stjóra Sunnudagsblaðsins, 21 árs gamall. Hann segir að á þessum tíma hafi verið einhver óeirð í sálinni, hann hafi skrifað bækur og ferðast um heiminn. Balkanskagann, sem þá stóð í ljósum logum, en snúið aftur árið Við sitjum á efri hæðinni á Café Puccini. Kebab á leiðinni. Hrafn les yfir próförk af nýrri skákbók sem verður gefin út um jólin. Hún á að heita Tær snilld - samansafn fallegra sóknarskáka síðustu alda. Og Hrafn er í sókn. „Hvítur á leik," skrifar hann á próförkina. Síðustu forvöð til breyt- inga. Hrafn biður um sígarettu - einn af þeim slæmu ávönum sem hann hef- ur ekki náð að losa sig við - kveikir í og heldur áfram. Helgina áður fékk hann Biblíuna í gjöf frá sóknarprest- inum í Hafnarfirði fyrir starf sitt í þágu skáklistarinnar. Það em breyttir tímar. Áður fóm opinberir starfs- menn í mál við Hrafn sem reif kjaft við mann og annan. Nú launa guðs- menn honum gott starf með hinni helgu bók. Upphaf Hróksins „Ég var kannski of harðskeyttur í gamla daga," segir Hrafn og glottir. Þeir sem þekkja hann vita að fátt hef- ur breyst. Nú eru áherslumar aðeins aðrar. „Jú, ég stend í ýmsum stórræð- um með félögum mínum í Hróknum. Við emm að festa í sessi skákvæðing- una á íslandi. Tryggja að íslenska skákvorið haldi áfram. Ég miða tíma- mót frekar við áfanga í h'finu en ára- fjölda. Nú er stórum áfanga hjá Hróknum lokið. Félagið hefur gjör- breyst." Við höldum til baka nokkur ár. Til stofnunar Hróksins á gamla Grand Rokki á Klapparstígnum. Hrafn segir: „Þetta byrjaði allt haustið 1998. Eig- inlega sem brandari hjá okkur vinun- um sem sóttum Grand Rokk á Klapp- arstígnum þar sem nú er Sirkus." Lítill Hrafn Jökuls Ærsla- fullur glókollur. Töffari í leðurjakka Á gamalli ljósmynd úr filmusafn- inu sést Hrafn fyrir aftan barinn á Grand Rokki að dæla bjór. Á þessum tíma var hann yfirleitt titlaður bar- þjónn eða bareigandi. Kannski ekki eins virðulegur titill og forsetanafnbót Hróksins sem Hrafri ber í dag. „Ég var nú aldrei bareigandi en brá mér í gervi barþjónsins endmm og eins. Á Grand Rokk komu menn úr öllum áttum. Þetta var kraumandi pottur hugmynda og góðra manna en skáldn var sterkasta kryddið í þeirri skál. Við tefldum inni á staðnum og í bakgarðinum. Ég man einu sinni þeg- ar Dan Hansen tók 10 blindskákir samtímis í bakgarðinum árið 1997. Dan heitinn var prímusmótor Hróks- ins. Það var hann sem fékk hugmynd- ina að búa til keppnislið og keyrði starfið áfram.“ Á annari mynd af Grand Rokk árum Hrafns er hann klæddur í brún- an leðurjakka, með pípu í munnvik- inu og horftr íhugull á skákborðið fyr- ir ffaman hann. Hrafn játar því að margt hafi breyst síðan þá þótt tí'minn yfir skákborðinu hafi síst minnkað. „Þetta var kannski meira rokk og ról. Við héldum uppi okkar eigin menningu á staðnum. Með upplestr- um, tónleikum og skákinni. Þegar við ákváðum að taka þátt í íslandsmeist- þýðublaðsins. Þar fékk Hrafh eldskírn sína fyrir dómstólum landsins. Um- deild skrif um Harald Johannessen, sem þá var fangelsismálastjóri en er í dag ríkislögreglustjóri, urðu tilefni réttarhalda. Réttað yfir Hrafni „Þetta voru öðruvísi tímar í fjöl- miðlum. Það var meiri virðugleika- blær yfir öllu. Enginn mátti fara yfir ákveðin landamæri. Það mátti ekki gagnrýna biskupinn, Hæstarétt, for- setann eða aðrar merkispersónur. Al- þýðublaðið þótti fulliéttúðugt í um- fjöllun sinni um þessar merkispersón- ur. Og með Harald... Það sprakk á Al- þýðublaðsárunum," segir Hrafn. „Ég hafði verið að kynna mér mál- efni fanga. Gagnrýnt aðbúnað þeirra, skertan heimsóknartíma og þá stað- reynd að unglingsstrákar voru lokaðir inn í þessu öryggisfangelsi. Gagnrýni mín var Haraldi tilefni til að klaga mig til Ríkissaksóknara en þá voru sérstök lög um að ekki mætti móðga opinbera starfsmenn. Mér til mikillar ánægju unnum við Jón Magnússon máhð fýr- ir héraðsdómi og Hæstarétti. í kjölfar- ið var þessum lögum breytt." Hrafn tekur sér stutta pásu. Endur- tekur síðan ummælin frægu: „Harald- ur Johannessen er ekki fangelsismála- stjóri. Hann er glæpamannaframleið- andi ríkisins," og hlær. Ég spyr hvort hann standi enn við ummælin. Hrafh segir: „Þau standa í samhengi síns tíma." Ég spyr hvort Valtýr Sigurðs- son, núverandi fangelsismálastjóri, hafi tekið við keflinu af Haraldi. Hrafn svarar neitandi: „Ég hef milda trú á að Valtýr sé og verði farsæh í starfi. Staðurinn og yfir- völd vilja bæta sig í þessum mála- flokki. Hrókurinn hefur nú í rúmt ár sinnt skákkennslu uppi á Hrauni. För- um tvisvar í mánuði og teflum við fangana og það er orðinn til noklcuð góður hópur skákmanna innan fanga- veggjana. Á Litía-Hrauni sér maður kannski best hve mannbætandi áhrif skákin hefur og þetta verkefni er unn- ið í góðri sátt við yfirvöld sem hafa nú vilja til að reyna eitthvað nýtt." Breyttur maður í ffamhaldi af þessu segir Hrafn: „Þetta kennir manni kannski að ár- angursríkustu aðferðimar eru ekki ahtaf þær háværustu. Ég var of harð- skeyttur í gamla daga. Gekk fram á þessum árum í fuhvissu þess að ég hefði aUtaf rétt fyrir mér. Hef örugg- lega misst sitthvað út úr mér sem hefði mátt vera látið ósagt. Maður nær held ég meiri árangri með jákvæðum Hrafn Jökulsson á Grænlandi árið '03 Útbreiðir skákboðskap- '<nn á Grænlandi og víðar. A Grand Rokki '99 Töffariileð- urjakka með pípu ímunnvik- Hrafn Jökuls- son í dómsal árið'96 Vann sigur í máli Har- aldarJohann- essens sem taldi Hrafn hafa móðgað sig. Ritstjóri Al- þýðublaðsins árið '95 Hrafn Jökulsson stýrði blaðinu i tvö ár. Brosandi út að eyrum Hrafn árið 1990 ásamt Bjarna Guðmundssyni sagn- fræðingi en saman gáfu þeir út bókina Ástandið. Fyrir aftan barborðið Myndin ertekin 1997.Hrafni hlutverki bar- þjónsins á GrandRokki. aðferðum. Heiminum er ekki breytt með aðfinnslum heldur fordæmum. Þess vegna hef ég ekki haft mig mhdð frammi í opinberri umræðu hin síðari ár. Hef einfaldlega ekki haft þörf á því." Hrafn virðist einnig hafa breytt um lífsstíl. Þær em margar sögumar sem feira af lífemi Hrafiis á hans yngri árum. Óregla einkenndi marga af hans kynslóð sem stukku ffam á sjónarsvið- ið í íjölmiðlunum og létu að sér lcveða. Er Hrafn bindindismaður í dag? Hrafn segir: „Ég vh gefa sem minnstar yfirlýsingar. Lífið hefur verið skrautlegt og skringUegt. Ég skrúfaði tappann á vodkaflöskuna fyrir nokkrum árum og ákvað að láta hana eiga sig." Af hverju? „Ef ég hefði haldið áfram hefði ég drukkið mig til óbóta. Svo fékk ég áhuga á öðm en að sitja tímunum saman í gleðskap. í dag er ég óskap- lega sáttur við flest í mínu h'fi hin síð- ari ár.“ Lífið eins og skák... Spurður hvemig heUsan sé kemur aftur sama glottið á Hrafn þegar hann segir: „HeUsan er fi'n eins og kom best í ljós í nýafstöðnu skálcmaraþoni. Mínir ungu og kátu samverkamenn máttu hafa sig aUa við að vaka með Keppnislið Hróksins árið '04 Öflugasta skáksveit Is- landssögunnar. Siðasti keppnis- hópur Hróksins. „Efég hefði haldið áfram hefði ég drukk- ið mig til óbóta. Svo fékk ég áhuga á öðru en að sitja tímunum saman í gleðskap. í dag er ég óskaplega sáttur við flest ímínu lífi hin síðari ár." mér yfir nóttina. Ég bý líka að því að hafa mikið keppnisskap og lærði að vinna sem ungur drengur norður á Ströndum. Þar var vinna ekki val held- ur skylda." Ilmurinn af heitum kebab berst frá neðri hæðinni af Puccini. Hrafn er aft- ur kominn í símann. Trúlega að skipuleggja skákheimsókn í grunn- skóla eða útgáfu nýrrar bókar. Ég lauma að þeirri spumingu hvað ffam- tí'ðin, á þessum ö'mamótum, beri í skautí sér. „Lífið er eins og skák að þessu leyti..." segir Hrafri og brosir. „Breytist með hverjum leik og maður þarf alltaf að endurmeta stöðuna." simon@dv.is Ljoðskáldið Hrafn Á Ijóða upplestri árið 1986. Hrafn Jökulsson '99 Ásamt vini sínum Róberti Harðarsyni °g fyrrverandi eigin- konu Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.