Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Page 28

Símablaðið - 01.01.1955, Page 28
2 SIMABLAÐIO Um stjórn ríkisstofnana „Þar5 er löng leið frá íslandi til himnaríkis,“ segir kerlingin í Gullna hliðinu. Það er löng leið milli þess hugsunarhátt- ar, er mótaði skoðun fjöldans hér á landi á stéttasamtökum fyrir 40 árum, og þeim hugsunarhætti, sem nú gerir það mögulegt, að ráðherra, sem telst til íhaldsflokks, veit- ir slíkum félagsskap rétt til áhrifamikilla afskipta um rekstur opinberrar stofnunar og meðferð kjáramála fólksins. Að vísu er enn sem komið er aðeins um að ræða eina stofnun, en þá um leið fjöl- þættustu opinbera stofnun hér á landi. Og ekki skal það fullyrt, að skoðun manna sé óskipt um það, að hér sé um heppilega þróun að ræða, enda tæplega við því að búast að svo sé. Kemur þar þá fyrst til, að embættismannadýrkun og embætt- ismannavald hefur lengi verið mjög sterk- ur þáttur í þjóðlífi okkar. Forstjórar opin- berra stofnana — og þá fyrst og fremst bankastjórarnir — hafa í augum almenn- ings verið eins konar goð á stalli, einráð og óskeikul — og þannig hafa margir þessara manna litið á sjálfa sig. Opinber rekstur færist sífellt í aukana hér á landi, grípur inn á fleiri og fleiri svið athafnalífsins. Trúin á opinberan rekstur virðist standa föstum fótum. Og gera má ráð fyrir, að hann færi enn út kvíarnar. Það er þvi ekki úr vegi að ræða það, hvort ekki muni þörf á að endurskoða fyrirkomulag hans, eink- um hvað snertir stjórn ýmissa hinna stærstu og fjölþættustu opinberu stofnana. Það fyrirkomulag, sem ríkt hefur um stjórn opinberra fyrirtækja byggist á því, að jafnan skipi þar æðsta sess maður, er sé starfinu vaxinn. En að vera „starfinu vaxinn“ þýðir, að hafa sérþekkingu á verk- sviði fyrirtækisins. Að vísu verður að gera ráð fyrir því, að jafnframt sérþekkingu sé við skipun til slíkra starfa höfð hliðsjón af ýmsum þeim hæfileikum, sem nauðsyn- legir eru hverjum þeim, sem á að stjórna og skipuleggja, og taka afdrifaríkar ákvarð- anir. — En hversu vel sem tekst til um það, eru aðrar hliðar á því máli, sem ekki verður fram hjá litið. — Að öllum jafnaði má gera ráð fyrir, að í þessar stöður veljist menn, sem þar eiga fyrir höndum langt starf. Þeir eru settir undir yfirstjórn ríkis- stjórnar, sem von bráðar víkur fyrir ann- ari, og Alþingis, sem skipað er mönnum, sem koma og fara. — Þeim skapast því smám saman sú aðstaða, að vera sá sterk- asti í þeirri þrenningu, — og fá það vald, sem ekki getur talist heppilegt að veita einum manni um lengri tíma, nema um sé að ræða afburðamann að réttsýni, víðsýni og stjórnsemi. En slíkt verður ekki alltaf séð fyr en á reynir, þó stjórnarvöldin séu öll af vilja gerð, að finna hinn rétta mann. Þá má ekki líta fram hjá því, að hér á landi, þar sem allt er miðað við pólitísk sjónarmið, er sá möguleiki alltaf fyrir hendi, að til hinna þýðingarmestu þessara starfa veljist menn fyrst og fremst vegna pólitískrar aðstöðu sinnar, en séu starfinu alls ekki vaxnir. Ég vil taka það fram, að það er fjarri mér að vilja leggja nokkuð til þessara mála, sem stuðlað getur að því að dreifa ábyrgðinni á rekstri opinberra stofnana. En með hliðsjón af því, sem sagt er hér að framan, tel ég að ríkisvaldið eigi sem fyrst að taka til athugunar tvö atriði. Fyrst það, hvort ekki er orðið tímabært að tryggja áhrif fleiri aðila á rekstur opin- berra stofnana, — og — hvort ekki er einnig tímabært að fara að dæmi ná- grannaþjóða okkar í því, að skipa ekki A. G. Þormar.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.