Símablaðið - 01.01.1955, Síða 33
S í M A B LAÐ IÐ
7
*
Ræða formanns F.I.S.
í 40 ára afmælishófi félagsins
Háttvirtu gestir, góðir félagar nær og
fjær.
1 kvöld höldum við hátíð í tilefni af
40 ára afmæli Félags íslenzkra síma-
manna, það er elzta félag innan sam-
taka Bandalags starfsmanna ríkis og
bæjar og eitt elzta stéttafélag lands-
ins. Það hefur ætíð leitast við að standa
vel á verði um hagsmunamál síma-
mannastéttarinnar. Annars er svo
margs að minnast á svo merkum tíma-
mótum sem þessum. En ég ætla mér
ekki að fara að rekja sögu félagsins,
það yrði allt of langt mál og verður auk
þess gert á öðrum vettvangi.
Ég vil aðeins nota tækifærið og þakka
brautryðjendunum fyrir þeirra ágætu
störf. Þeirra störf verða seint fullmet-
in, til þess bendir aldur félagsins og
þeir sigrar, sem það hefur unnið á um-
liðnum árum. Þetta fertugs afmæli er
raunverulega tvíþætt, því að á þessu ári
verður Símablaðið einnig 40 ára. Það
er eitt elzta stéttablað landsins. Rit-
stjóri þess er Andrés G. Þormar og hef-
ur lengst af verði það. Þormar er einn-
ig sá maðurinn, sem oftast hefur ver-
ið formaður félagsins. Ég vil færa hon-
um þakkir félagsins fyrir hans mikla
og óeigingjarna starf, því að af öllum
ólöstuðum er hann áreiðanlega sá, sem
bezt og mest hefur unnið félagsmálum
símamannastéttarinnar bæði fyrr og
síðar. Störf félagsins hafa verið mörg
og margvísleg undanfarin 40 ár, en einn
Jón Kárason, formaður F.Í.S.,
flytur ræðu sína.
stærsta sigur félagsins tel ég vera þeg-
ar Starfsmannareglu Landsímans feng-
ust staðfestar þann 27. febr. 1935, af
þáverandi símamálaráðherra Haraldi
Guðmundssyni og núverandi Póst- og
símamálastjjóra. Við hinir yngri félag-
ar gerum okkur það varla ljóst hversu
mikla réttarbót við fengum með þeim.
Hugsið ykkur að aðrir opinberir starfs-
menn fá hliðstæð réttindi ekki fyrr en
í júlí s.l. ár, með staðfestingu laganna
um réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna. Þá erum við símamenn búnir að