Símablaðið - 01.01.1955, Page 35
SIMABLAÐIÐ
9
KVEÐJA
frá fijrsta farm. JF.Í.S.
O. B. Arnar.
Fyrir fjörutíu árum gróðursettu ís-
lenzkir símamenn jurt eina. Hún var
frekar veikbyggð og þroskaðist seint
fyrstu árin, enda var jarðvegurinn ekki
sem beztur og garðyrkjumennirnir yfir-
leitt ungir og lítt reyndir. Brátt komu
nýir garðyrkjumenn til sögunnar og í
þeirra umsjá tók jurtin að dafna og
vaxa, og í dag er hún orðin að stærð-
ar tré, sem teygir gi'einar sínar yfir allt
landið.
Nú, fjörutíu árum eftir að ég var
þátttakandi í stofnun F.I.S., er mér það
mikið ánægjuefni að sjá hversu vel
þessum félagsskap hefur vegnað, hversu
hann hefur vaxið og styrkzt. Auðvitað
hefur vöxtur þessi og viðgangur ekki
verið fyrirhafnarlaus. Hann hefur kost-
að mikið erfiði, og miklar fórnir og
atorku. En svo er fyrir þakkandi, að
F.l.S. hefur átt því láni að fagna, að
hafa jafnan innan sinna vébanda at-
orkusama og fórnfúsa menn, sem hafa
hafa að vexti og viðgangi félagsins og
vona að samstilltir kraftar félaganna
eigi eftir að velta mörgum grettistök-
um í framtíðinni.
Um leið og ég lík máli mínu, bið ég
alla, bæði fjær og nær, að standa upp
og hrópa ferfallt húrra fyrir Landssíma
Tslands. Hann lengi lifi!....
unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu
félagsins og stéttarinnar. Símamanna-
stéttin er í mikilli þakkarskuld við þessa
menn, og getur hún bezt goldið þessa
skuld með því jafnan að standa við hlið
forystumanna félagsins og styðja þá
með ráðum og dáð.
Það þótti í mikið ráðizt af jafn ungri
og fámennri stétt, að stofna með sér
sérstakan félagsskap. Þó urðu menn eigi
síður undrandi, er þessi sama stétt
skömmu síðar hleypti blaði sínu af
stokkunum. En blaðið fékk góðar við-
tökur, bæði innan stéttarinnar og utan,
og hefur það nú komið út öll þessi f jöru-
tíu ár, sem liðin eru frá stofnun þess.
Má segja hið sama um það og félagið,
að það hefur kostað forystumennina
mikið erfiði og krafizt mikillar fórn-
fýsi af þeirra hálfu. Er það símamanna-
stéttinni mikill sómi, að hún hefur í
40 ár getað haldið því úti, og vona ég
að til þess komi aldrei, að blaðið hætti
að koma út.
F.l.S. hefur þegar á margvíslegan
hátt lyft miklu hlassi í þarfir stéttar-
innar, en víst er það, að enn eru fram-