Símablaðið - 01.01.1955, Page 43
S í M A 0 LAÐ IÐ
17
r»ö kvasði
^S'uncfín
í 40 ára
aflmœ liiliófl
DJS.
H VOT
Lag: Nú andar suðrið.
/ kvöld skal minnast manna, er eiöa sóru
að marka stefnu í bræðralagsins anda,
og þeirra, er kusu fremst í fylking standa,
og félags stoð um áratugi vóru.
Þeir héldu áfram, eins t smáu og stóru,
ótrautt marga leið, er engir tróðu.
Þeir byggðu vegi og vörður upp þeir hlóðu,
að vísa þeim til dáða, er eftir fóru.
En munum það öll, að enn á margan hátt,
allskonar vanda að höndum getur borið.
Veri því œ á verði traustir menn.
Sýnum þá allir samtakanna mátt.
Sigurinn fæst, ef hvergi skortir þorið.
Fylkjum því liði fram til dáða enn.
A. S. Þ.
KVEÐJA LR EYJtJM
Lag: Ó, fögur er vor fóst.urjörð.
Það ætti að vera Ijúft og létt
að lifga vonir góðar,
sem gefa leið að ganga rétt
til giftu FÍS og þjóðar
á hærra stig, og hefja flug
og hylla nýja daginn,
að sýna í verki dáð og dug,
og drýgja félagshaginn.
Þá mundi för vor farnast vel
og fleiri markið skora
þó hörð og grálynd hríðarél
oft hindri framsókn vora.
Við skulum feta fram á leið,
sem framast orkan megnar,
því ennþá rennur œskuskeið
með árdagslinur dregnar.
Það bíða ótal vandaverk
og víða er liðsmanns þörfin.
Ef hugsun vor er hrein og sterk
þá hagsæl verða störfin.
Að eiga þol og þrek í raun
er það, sem varðar mestu,
að sóknarlokum sigurlaun
fœr sá, er orkar beztu.
Á. Á.