Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1955, Qupperneq 48

Símablaðið - 01.01.1955, Qupperneq 48
22 SIMABLAÐIÐ Engir bögglar, bréf né skeyti, bara dans og þjór. Enginn veit hvort Aldi litli ætlar að verða stór ætlar að verða stór. Aldrei mun hann Ottó verða sem Óli Stefáns — mjór. — SLA. Fréttaskeyti frá Isafirði Starfsfólk pósts- og síma hér á Isafirði hefur aðstæðna vegna mjög náin kynni hvert af öðru. Það hefur því oft borið á góma, að þetta fólk kæmi saman eina kvöldstund sér og sínum til skemmtun- ar, en úr þessu hefur þó ekkert orðið um lengri tíma. Hér þótti því sjálfsagt, að þetta fólk minntist 40 ára afmælis F.I.S. sameiginlega og undirbúningur því hafinn með það fyrir augum rúmri viku fyrir hátíðina. — Er nú skemmst frá. að segja, að bókstaflega undantekn- ingarlaust hver einasti af sarfsliði pósts og síma tók þátt í undirbúningi hófsins. Húsnæði, sem heppilegt gat talist fyrir okkur var því miður löngu lofað öðrum. Borðhaldið fór fram í Húsmæðraskól- anum, en síðan fluttu gestir sig á síma- stöðina. Var unnið að því nótt og dag að breyta og skreyta húsakynni pósts og síma, og þar byrjaði hófið og þar endaði það. Húsakynnin voru skreytt með ljósmyndum og landslagsmyndum á veggjum, og einnig grýnmyndum heima tilbúnum af sarfsfólkinu, sem táknmyndir úr daglegu starfi pósts- og símafólks, og á ýmsan annan hátt voru húsakynnin skreytt. Allt varð þetta til þess að setja hátíðablæ á umhverfið. Lög og reglugerðir mæla svo fyrir, að í engum skólum landsins má neyta áfengis í einni eða annarri mynd, var veizlugestum því fyrst stefnt hingað í húsakynni pósts- og síma og þar veittur „mjöður“ þeim er það vildu, en hinum er þóknanlegast þótti. Var hópnum síð- an stefnt út í húsmæðraskóla, gestir boðnir þar velkomnir og síðan sezt að veizluborði, og setið þar í góðu yfirlæti. Tveim viðtækjum komum við fyrir í veizlusalnum, svo fylgst var með dag- skránni frá Hótel Borg. Tókst það mæta vel og tekið var undir söng frá Borginni. Við nutum ræðu formanns ágætlega og var því ekki þörf á að rekja frekar sögu eða tilgang félagsins. Símastjórinn hér, Sigurður Dahl- mann, flutti nokkur orð undir lokin við borðhaldið. Að síðustu voru þar teknar myndir af gestum. Var nú aftur haldið í húsakynni pósts- og síma og stiginn dans um stund. Milli kl. 12 og 1 var framreitt kaffi og með því hreinustu krásir af kökum og smurðu brauði, sem allt var tillegg eingöngu frá starfsfólki pósts og síma hér. I bögglastofu póstsins, sem öll var skreytt og stúkuð sundur með dýrindis áklæðum, var komið fyrir geysi stóru borði með hvítum dúkum, blómum og kertaljósum. Meðan á kaffidrykkjunni stóð voru skemmtiatriði. Fluttir voru tveir gamanþættir af segulbandi og efn- ið tekið úr stofnuninni. Leikþættirnir voru tilbúnir og fluttir af starfsfólkinu hér. Um tilbúning gamanvísnanna urð- um við að fá aðstoð, en þær voru fluttar og eins undirleikur af mönnum úr okk- ar hópi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.