Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 51

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 51
SÍMASLAÐIÐ 25 völdunum byrginn og fyrirskipa verk- fall, þegar önnur ráð ekki dugðu, en félagið naut þá ötullar forustu Ottós Arnar, fyrsta formanns síns, og vafa- laust hefur veganesti það, sem hann gaf félaginu verið ósvikið, svo miklum þroska sem það tók á þessum fyrstu mánuðum bernsku sinnar. Þannig hóf Fís þegar á fyrsta ári skelegga baráttu fyrir velferðamálum félaga sinna og hefur æ síðan, eða um 40 ára skeið, staðið vörð um hagsmuni þeirra. Eins og eðlilegt er, hefur starf fé- lagsins fyrst og fremst beinzt að því að bæta launakjör símamanna og vinna að ýmsum kjara- og hagsmunamálum þeirra. Bar þetta þann árangur, að á árinu 1934 lét póst- og símamálastjóri gera uppkast að starfsmannareglum fyrir landssímann í samráði við stjórn Fís. Hlaut uppkast þetta síðan samþykki póst- og símamálastjóra og ráðherra, og var gefið út sem reglugerð um starf- rækslu og starfsmenn landssímans á tuttugu ára afmæli félagsins. Starfsmannareglurnar eru um margt á undan sínum tíma, og fyrst nú, tuttugu árum síðar, hafa verið gefin út lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og starfsmannareglurnar þar hafðar til fyrirmyndar um flest hin veigameiri atriði, og sumar greinar þess teknar svo að segja orðréttar úr starfs- mannareglunum. Má því segja, að allir starfsmenn ríkisins njóti nú góðs af brautryðjenda- strafi Fís á þessu sviði. Þess má einnig minnast nú, að áður en starfsmanna- reglurnar urðu til, voru engin skráð ákvæði um vinnutíma, frí, aukavinnu, veikindaforföll og fjölmörg önnur at- riði, sem snerta hagsmuni hvers ein- asta starfsmanns. Að sjálfsögðu hafa margir lagt hér hönd á plóginn, en félagið átti frum- kvæðið og hafði forustuna um öll þessi mál og skildist ekki við þau, fyrr en sigur var unninn. 1 þessu sambandi má geta þess, að oft er talað um, að félagið hafi orðið að heyja harða baráttu til þess að koma málum sínum fram, og ekki vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr þeim erfið- leikum, sem félagið hefur átt við að stríða. Á þessum tímamótum finnst mér þó ekki síður ástæða til að minnast þess, sem áunnizt hefur en hins, sem ágrein- ingi hefur valdið — um leið og ég þakka forustumönnum félagsins fyrr og síð- ar margar samverustundir við lausn ýmissa vandamála. Þegar rætt er um stofnunina og starfsfólkið, koma sjálfsagt ýmis sjón- armið til greina, en ég get ekki séð, að hér sé um að ræða andstæða aðilja eins og sumum hættir til. Þegar á allt er litið, er það engu síður hagsmunamál stofnunarinnar en starfsfóiksins, að sem bezt sé að því búið, og stofnunin getur aldrei vænst neins góðs af starfsmanni, sem bíður þess eins að fá betur launað starf ann- ars staðar. Þó að málið sé skoðað frá viðskipta- legu sjónarmiði eingöngu, borgar það sig áreiðanlega bezt fyrir stofnunina, að starfsfólkið sé ánægt með kjör sín, þyki vænt um fyrirtækið og vilji efla hag þess í hvívetna. Á sama hátt má segja, að það sé hagur starfsfólksins, að það geri með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.