Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Page 53

Símablaðið - 01.01.1955, Page 53
SIMABLAÐIÐ 27 starfi sínu hlut stofnunarinnar sem beztan, og efast ég ekki um,að það sjón- armið eigi fullu fylgi að fagna hjá öll- um þorra starfsmanna. Af þessu leiðir, að hagsmunir þess- ara aðilja eru tengdir svo sterkum böndum, að til stórra átaka um hags- munamálin ætti ekki að þurfa að koma, ef rétt væri á málum haldið, og sem betur fer hefur sú orðið raunin á, að góð samvinna hefur verið um mörg þeirra mála, sem félagið hefur haft til meðferðar og borið fram til sigurs til hagsbóta fyrir starfsfólkið, eins og t. d. starfsmannareglurnar, þótt hitt verði líka að viðurkenna, til þess að halla ekki réttu máh, að ekki hafa öll mál verið ágreiningslaus né hlotið þá meðferð, sem æskilegust hefði verið, þótt ekki verði það rakið nánar við þetta tækifæri. Eins og að líkum lætur, eru sjónar- mið starfsmanna ærið misjöfn hjá svona fjölmennu félagi og kröfurnar margvíslegar. Þetta á rót sína í mann- legu eðli, sem er harla mismunandi eins og kunnugt er. Að sjálfsögðu er ekki æfinlega hægt að verða við óskum hvers einstaklings, því að taka verður tillit til stéttarinn- ar í heild og kemur þá til félagsins kasta að velja og hafna, eftir því sem efni standa til og veita síðan þeim málum brautargengi, er það telur sanngjörn og á rökum reist. Þetta er ekki æfinlega þakklátt starf, því að sitt sýnist hverjum eins og gengur, en yfirleitt hygg ég þó, að þetta hafi tekizt þannig, að Fís geti nú á fertugsafmælinu litið yfir heilla- ríkan starfsferil. Þá skal einnig minnzt á annað mál, sem Fís átti frumkvæði að, en það er reglugerðarbreyting sú, er gefin var út 20. ágúst 1953 um stofnun starfsmanna- ráðs. Er það skoðun margra, að hún eigi eftir að marka eigi ómerkari tíma- mót í félagsmálum símamanna en starfsmannareglurnar gerðu á sínum tíma. Eins og kunnugt er eiga sæti í starfs- mannaráði 2 fulltrúar frá Fís ásamt 4 fulltrúum frá stjórn landssímans. Tók ráðið til starfa 31. ágúst 1953 og hefur nú haldið 30—40 fundi. Þetta ráðsfyrirkomulag er algert ný- mæli hér á landi og hefur ems og kunn- ugt er vakið nokkra athygli út fyrir stofnunina. Ráðinu er fyrst og fremst ætlað að taka afstöðu til allra mála, er varða hagsmuni stéttarinnar eða einstakra starfsmanna, en það hefur einnig það hlutverk að örfa áhuga starfsmanna fyrir umbótum, hver á sínu starfssviði, og hvetja þá til þess að kynna sér hag og rekstur stofnunarinnar og senda ráð- inu tdlögur sínar um þessi mál. Bak við þetta ákvæði liggur sú hugs- un, að stofnuninni sé gagnlegt að kynn- ast sjónarmiðum starfsfólksins í hin- um ýmsu starfsgreinum og taka tillit til tillagna þess varðandi úrbætur og nýmæli eftir því sem fært þykir, og þá ekki síður hitt að hvetja starfsmenn- ina til þess að láta sig meiru skipta en áður heildarrekstur stofnunarinnar í því trausti, að aukin þekking á því sviði skapi lífrænni og traustari tengsl milli stofnunarinnar og starfsfólksms til hagsbóta fyrir báða aðilja. Er hér stefnt að því að vinna bug á þeim allt of algenga hugsunarhætti, að starfsmaðurinn sé aðeins hjól í stórri

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.