Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Page 4
Fréttir DV HMP@?SW£MGU/mNÓ\ÆMBER200$%3»^2 I V .ixV ’» ■ ■>» u^’>- ■-,•■ -w/y Saltfiskpökkun í Þorlákshöfn Meiri atvinna verður fyr- ir íbúa í Þorlákshöfn á næstunni. Fiskvinnslufyrir- tækið Hólmaröst hyggst flytja saltfiskpökkun sína til Þorlákshafnar eftir áramót. Hólmaröst hefur tekið yfir alla flokkun og saltfisk- pökkun fyrir Iceland Seafood sem áður var í Hafnarfirði. Að sögn Björns Inga Björnssonar hjá Hólmaröst munu stöðu- gildi ekki aukast mikið fyrir austan en þó er ljóst að einhver atvinnuaukning muni verða fyrir íbúa Þor- lákshafnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnar- fundi á laugardaginn að standa þurfi vörð um miðjuna í íslenskum stjórnmálum. Einnig að Morgunblaðið sé hræsnisfyllsti fjölmiðill landsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri- grænna voru spurðir um ummælin. Samfylkingin þangað sem vindar hlása Dagur íslensku tungunnar Hið ástsæla skáld íslend- inga, Jónas Hallgrímsson, fæddist þann 16. nóvember 1807 og á bráðum 200 ára fæðingar- afmæli. í tilefni fæðingardags Jónasar verður Grunnskólinn í Borgarnesi með dag íslenskrar tungu á miðvikudaginn 16. nóvember. Eldri nem- endur lesa fyrir þá yngri úr ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar. Nemendur í sjötta til níunda bekk grunnskólans munu einnig vera með upplestur og söng á þriðju- daginn næstkomandi í kirkjunni í Borgarnesi. Glæsilegt framtak skólans til eflingar íslensku tung- unnar. Strútar og kengúrur í jólamatinn Núna þegar allir keppast við að halda jólahlaðborð og bjóða upp á sem fjöl- breyttasta úrvalið eru veit- ingastaðir með ansi sér- staka rétti sem ekki hafa sést oft á j matar- borðum . hér á landi. Sævar Þorbergs- son á veit- , ingastaðn- f<um Narf- eyrarstofu í Stykkishólmi býður gestum sínum uppá frumlegt jólahlaðborð í ár. Hann verður með á boðstólum strútakjöt, kengúrukjöt og dádýrakjöt. Innflutningur á þessum kjötvörum hefur aukist til íslands og ættu landsmenn að geta prófað nýjan rétt á aðfangadagskvöld í ár. Ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar- innar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardag hefur vakið mikla athygli. Þar sagði hún að standa þurfi vörð um miðj- una í íslenskum stjórnmálum. Um 60% landsmanna væru fylgj- andi auknum jöfnuði í þjóðfélaginu og það eitt ætti að styrkja stöðu Samfylkingarinnar. DV talaði við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ögmund Jónasson formann þingflokks Vinstri-grænna og spurði þá um ummæli Ingibjargar Sólrúnar. Einnig voru þeir spurðir um um- mæli hennar þegar hún sagði á flokksstjórnarfundi að Morgunblað- ið væri hræsnisfyllsti fjölmiðill landsins. Engin miðja án Framsóknar „Farsælasta stjómin sam- anstendur af flokkum sem aðhyllast framsækna félagshyggju eins og Framsóknarflokkurinn,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. „Til að það tak- miðjustjórn. Ég er sammála Ingi- björgu um að miðjuflokkarnir em að styrkjast og flestir flokkar leita inn að miðju nema Vinstri-grænir. Fram- sóknarflokkurinn þarf að eflast til að miðjuafl í stjórnmálum haldist sterkt," segir Guðni. Honum þykja orð Ingibjargar um Morgunblaðið stór. „Mér finnst hún taka stórt uppí sig með þessum um- mælum og svolítill hroki í þeim þó ég finni stundum sjálfstæðisbragð af Mogganum." Samfylking snýst eins og vindar blása „Þegar stjórnmálaflokkur em farinn að lýsa sér sem miðjuflokki finnst mér það yfirleitt sýna að þeir séu opnir í báða enda og tilbúnir að snúa í þá átt sem vind- arnir blása hverju sinni," segir Ög- mundur Jónasson formaður þing- flokks Vinstri-grænna. „Ég hef alltaf sagt að Samfylking- in hneygist til hægri eins og til dæm- is áhersla flokksins á markaðsvæð- ingu. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur þó hann sé frekar til hægri í seinni tíð og hefur verið tilbúinn til að snúa þangað sem vindar blása," segir Ög- mundur. Hann segir Vinstri-græna líta á Samfylkinguna sem vænlegasta valkostinn til vinstri ef til stjórnar- samstarfs kæmi en seg- ir jafnframt að Sam- fylkingin þurfi að tala skýrt svo kjósendur og samstarfsaðilar átti sig á þvf hvar flokkurinn standi. Morgunblaðið alltaf til hægri Ögmundur segir að Morg unblaðið hafi aldrei farið dult með sína pólitík sem sé til hægri og það komi af- dráttarlaust fram í leiðurum blaðs- ins. „Þegar dregur að kosningum smitast þessi stefna Morgunblaðsins út í fréttaflutninginn. Morgunblaðið er hinsvegar með góða og vandaða fréttamennsku og er vettvangur til skoðanaskipta í þjóðfélaginu," segir Ögmundur. jakobina@dv.is Stjörnur sem orka tvímælis Svarthöfði skemmti sér kon- unglega yfir Edduverðlaunahátíð- inni á Nordica hóteli í gær. Stór- kostlegt að fylgjast með þessu fína fólki skemmta sér í sjónvarpinu. Svarthöfði hefði reyndar viljað fá tilnefningu en leið þó ágætlega með „alvöru fólki" fyrir framan skjáinn. Hátíðin var undirlögð af glansi og glamúr. Sjónvarps- og kvik- myndastjörnurnar okkar eru á heimsmælikvarða á skjánum. Og skemmta sér vel fyrir framan vél- arnar. Það fór ekki milli mála. Stjörnurnar njóta sín þegar vel gengur. Brosa sínu breiðasta og í r'S Svarthöfði stilla sér upp. Svarthöfða þykir aft- ur á móti verra hversu hátt heyrist í þeim þegar umfjöllunin er ekki á þann veg sem þær kjósa. Þær elska sigursögurnar en ef sagt er frá því á sama stað þegar ekki er allt í blóma verður allt vitlaust. Og þannig gengur þetta hring eftir hring. Flestar heimta stjörnurnar athygli en vilja svo rífa linsuna af vélunum þegar hentar. Þetta eru stjörnur sem orka tvímælis. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað rosalega gott,“segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem sigraði í próf- kjöri framsóknarmanna í Kópavogi um helgina.„Ég er reyndar þreyttur í dag, svaf lítiö iaugardags- nóttina og fórsvo að dæma fótboltaleik í Flfunni hér í Kópavoginum á sunnudagsmorgun. Ég var að dæma íöðrum flokk kvenna en ég hefdæmt fótboltaleiki undanfarin 20 ár. Annars er ég bjartsýnn á framtíðina og tel úrslitprófkjörsins vera frábæran sigur fyrir fiokkinn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.