Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005
HHBB
mmstm
mss
Fréttir TÍÍ||
ísf irðingar og
fuglaflensa
ísfirðingar vilja vita
meira um fuglaflensuna og
hvernig megi verjast henni.
í kvöld, mánudagskvöld,
verður haldinn fyrirlestur í
sal Menntaskólans á ísa-
firði þar sem sérfræðingur í
alifuglasjúkdómum, Jarle
Raiersen, mun fræða fólk
um þennan skæða sjúk-
dóm sem skelfir heims-
byggðina. Það er Vestfirska
akademían í samstarfi við
Menntaskólann á ísafirði
og Náttúrustofa Vestfjarða
sem standa að þessum fyr-
irlestri.
Eyjamenn
hamingju-
samir"
Samkvæmt
því sem Eyjafrétt-
ir greina frá í
blaði sínu eru
tæplega 80%
þeirra sem
spurðir voru um það
hvernig væri að búa í Vest-
mannaeyjum ánægðir með
að búa þar. 8% aðspurðra
sögðu að það væri ömur-
legt að búa í Eyjum og 10%
af þeim sem voru spurðir
fannst það sæmilegt. í
Vestmannaeyjum er mikið
rætt um hugsanleg jarð-
göng á milli lands og Eyja
og kann það að vekja von-
arglætu hjá eyjarskeggjum
um bættar samgöngur.
Tœknifrjóvgun
einhleypra og
lesbíaa íslandi?
Pétur H. Blöndal
alþingismaðurSjálfstæöisflokksins
„Ég sé ekkert að þvl. Ríkið á
ekki að skipta sér afsvona
einkamálum fólks og þess
vegna tel ég að ef einkaaðilar
viija þjóða upp á þessa þjón-
ustu sé það í lagi. Það þarfað
vlsu lagabreytingu til að svo
geti orðið og ég er ekki á móti
þvíað lögum verði breytt Iþá
átt."
Hann segir / Hún segir
„Þetta er réttindamál sem ég
er búin að berjast fyrir Í3árað
samkynhneigðar og einhleyp-
ar konur hafi sama rétt til
tæknifrjóvgunar á Islandi og
giftar konur. Það er að koma
til afgreiðslu frumvarp til laga
á þingi um þessi mál á næstu
dögum. Það þarfað vera laga-
grundvöllur til þess að þetta
nái I gegn."
Guðrún ögmundsdóttir,
alþingismaðurSamfylkingarinnar.
Iceland Health, sem selur íslenskt lýsi í Bandaríkjunum, notar platfyrirtækið Lang-
lífisstofu íslands til að segja Bandaríkjamönnum að hollt sé að taka omega-lýsistöfl-
ur. Forstjóri Langlífisstofu er sagður læknirinn Jón Pétur Sigurðsson en sá eini á
íslandi með því nafni býr á Sauðárkróki og starfar í byggingavinnu. Lýsi hf. pakk-
ar og merkir þessa vafasömu vöru en þar á bæ firra menn sig allri ábyrgð.
Katrín Pétursdóttir
Framkvæmdastjóri Lýsis
sem aðstoðar lceland
Health í neytendasvindlinu.
ICEIANDIC
LCNGEVITY
JNSTITUTEj
MAXIMU®
OMEfjA-3
Höfuðstöðvar
lceland Health Sam
kvæmt heimasíðu fyr-
irtækisins eru þetta
höfuðstöðvarnar.
Gluggana er búið að
merkja upp á nýtt
með tölvuforriti.
Jon Petur Sigurðs-
son Sá eini á islandi
með þessu nafni. Hef-
ur mestmegnis verið
til sjós en starfar nú í
byggingavinnu á
Sauðárkróki.
mu
r* r.
„Ég hef mestmegnis verið til sjós en nú starfa ég í bygginga-
vinnu,“ segir Jón Pétur Sigurðsson sem sagður er læknir og for-
stjóri platfyrirtækisins Langlífisstofu fslands, sem er notað í
markaðssetningu fyrirtækisins Iceland Health á omega-lýsistöfl-
um í Bandaríkjunum.
Sjálfur kannast Jón Pétur ekkert
við Langlífisstofu Islands en sam-
kvæmt þjóðskrá er hann eini íslend-
ingurinn með því nafni og því erfitt að
skUja hvað veldur því að bygginga-
vinnustarfsmaður frá Sauðárkróki sé
titlaður forstjóri Langlífisstofu.
Platrannsóknir
Hinn svokallaði forstjóri Langlíf-
isstofu, Jón Pétur Sigurðsson, skrifar
á heimasíðu fyrirtækisins að hlut-
verk Langlífsstofu íslands sé að
koma á framfæri vísindalegum upp-
lýsingum bæði af rannsóknum
fræðimanna og eigin rannsóknum,
um lykilatriði sem varða eflingu
heilsu og langlífis. Þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir náði DV ekki að finna
hvar þær rannsóknir hafa verið gerð-
ar, á hvers vegum eða hvenær.
Með höfuðstöðvar á reykvísk-
um restaurant
Fyrirtækið Iceland Health birtir á
heimasfðu sinni mynd af veitinga-
húsinu ftalíu á Laugavegi og segir
höfuðstöðvar sínar.
Við markaðssetningu fyrirtækis-
ins á omega-lýsistöflum í Bandaríkj-
unum er vitnað til Langlífisstofu.
Sagt er að fyrirtækið hafi rannsakað
áhrif omega-lýsistaflna og komist að
þeirri niðurstöðu að þær séu hollar
öllum og lykillinn að góðri heilsu og
langlífi Islendinga. Þótt ekki sé endi-
lega deilt um að heilsa og langlífi fs-
lendinga sé til fyrirmyndar er líklega
umdeilt hvort taka eigi orð fyrirtækis
á borð við Langlífistofu urri þau
sannindi trúanleg.
Lýsi hf. sér um pökkun
Það er hið alíslenska og rótgróna
fyrirtæki Lýsi hf. sem selur Iceland
Health omega-lýsistöflur til sölu í
Bandaríkjunum. Töflunum er pakk-
að og þær eru merktar hér á landi. Á
pakkningunum sem Lýsi hf. setur á
töflurnar stendur að varan hafi verið
rannsökuð af Langlífisstofu og
að stofnunin mæli með
notkun hennar. Því til
stuðnings er vöru-
meki Langlífis-
stofu sett á
merkimiðann,
viðurkenn-
ingarstimpill til
að lokka að
neytendur.
Greinileg blekk-
ingarstarfsemi á
ferðinni.
„Það eina sem
við ábyrgjumst er að
réttar upplýsingar um innihaldið séu
á pakkningunum," segir Jón Ög-
mundsson, gæðastjóri hjá Lýsi hf.,
sem sér um að líma blekkjandi upp-
lýsingar á íslenska framleiðslu sem
seld er í Bandaríkjunum.
En það er verið að ljúga að neyt-
endum?
„Það er ekki á okkar ábyrgð, neyt-
andinn fær réttar upplýsingar um
innihald. Við ábyrgjumst ekkert ann-
að.“
Sárnar þér ekkert að íslenska lýsið
sé markaðssett á þennan hátt í út-
löndum?
„Ég ætla ekkert að tjá mig um
það.“
Ábyrgðarmaður síðunnar
vinnur á bóksölu
Erfitt hefur reynst að ná í aðila
tengda Iceland Health og Langlífis-
stofu fslands. Þó náði DV í eiganda
og ábyrgðarmann lénsins sem vistar
heimasíðu Langlífisstofu, Sif
Jónsdóttur. Sextán ára son-
ur hennar er skráður
sem tæknilegur
tengiliður heimasíð-
unnar.
Sif Jónsdóttir
var við störf í Bók-
sölu stúdenta
þegar DV hafði
samband við
hana. Starf hennar
útskýrir kannski
tengsl fyrirtækisins
við Háskóla íslands en
mynd af háskólanum er
„Það er ekki á okkar
ábyrgð, neytandinn
fær réttar upplýsingar
um innihald. Við
ábyrgjumst ekkert
annað."
að finna á heimsíðu Langlífisstofu.
Líklega til að undirstrika að fyrirtæk-
inu, sem og vísindalegum niðurstöð-
um þess, ætti að vera treystandi.
Bandarískir svindlarar
Sif Jónsdóttir átti erfitt með að út-
skýra tengsl sín við Langlífisstofu ís-
lands. Svo virðist þó að lykilmaður-
inn í svindli Iceland Health og Lang-
lífisstofu íslands sé barnsfaðir Siijar,
Mark Stensberg, og samstarfsmaður
hans, Amold Blair. Sif neitaði að gefa
upplýsingar um hvar þessa menn
væri að finna.
Þess í stað ætlaði hún að afla sér
skýringar á því hvers vegna nafn
hennar hafi flækst inn í svikamyll-
una. „Ég ætla að láta loka þessari
síðu, það er klárt mál,“ sagði Sif.
Skömmu síðar var heimasíðu Lang-
lífisstofu fslands lokað. Tilkynning
um að ný sfða verði opnuð á mið-
vikudaginn var hins vegar komin í
staðinn.
Ekki náðist í framkvæmdastjóra
Lýsis, Katrínu Pémrsdóttir, þrátt fyr-
ir ítrekaðar tilraunir.
andri@dv.is
lt>vjoom:Hrna\>
Dr. Jon Petur
Sigurösson Þessi
er sagður forstjóri
Langlífisstofu en er
i raun ekki tii.
Lýsistöflurnar
sem seldar eru í
Bandaríkjunum
Gæðastimpill plat
fyrirtækis notaður
tilað selja.
Dr. Jon Petur
Sigurðsson Þessi
er sagður forstjóri
Langlífisstofu en er
i raun ekki tii.
Iceland Health
Selur íslenskt lýsi i
Bandaríkjunum.