Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Page 22
NBA KÓRFUBOLTINN 22 MÁNUDAÚÚfilQ. NÖvÉmJeR 2005 Sport DV Sama sagan hjá Utah Jazz? Koma á óvart Milwaukee Bucks halda áfram að koma á óvart og á laugardagskvöldið vann lið- ið ævintýralegan sigur á Indiana eftir að hafa verið í von- lausri stöðu í fjórða leikhluta þegar skammt var til leiksloka. Leik- menn Indiana hjálpuðu vel til með því að brenna af tíu vítaskotum á lokamínútunum, en það var svo Mo Williams sem var hetja Milwaukee þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins af um tíu metra færi á hlaupum um leið og lokaflautan gall og tryggði liði sínu eins stigs sigur. Hvaða meiðsli? Tracy McGrady bætti um betur þegar hann sneri aftur úr bakmeiðslum með Houston á laugardagskvöld- ið. Hann lagði grunninn að sigri Houston á New Jersey með því að skora 35 stig og hirða 10 fráköst. Stuðnings- menn Houston anda líklega léttar, því liðið er í einu orði sagt skelfilegt í fjarveru hans. Jeff Van Gundy þjálf- ari sagði að leikur liðsins hefði verið skipulagslaus óreiða í fjarveru McGrady og það er ekki langt ffá lagi. Ekki tók Yao upp hanskann, svo mildð er víst, enda tók Hlynur Bærings hann létt í fráköstunum hérna forðum. Kannski að einhver þurfi bara að fara að pota í hann með spýtu. Tímabilið hefur byrjað vonum ffamar hjá Utah Jazz, sem var fast í kjallaranum í fyrra. Mehmet „Memo" Okur hefur farið á kostum í fjarveru Carlos Boozer og er með 20/10 með- altal. Vonandi heldur hann áfram að spila svona, því Andrei Kirilenko tognaði illa á ökkla gegn Chicago á laugardaginn og getur þá sest við hliðina á Boozer í jakkafötunum. Menn eru famir að hvísla sín á milli af hverju Boozer er ekki löngu byrjaður að spila, en hann á að vera meiddur á læri. Sá er búinn að vera á góðu kaupi síðan í fyrravetur. Arenas fór hamförum Washington burstaði meistara San Antonio á laugardagskvöldið 110-95. Gilbert Arenas fór hamför- ' um í liði Washington og skoraði 43 stig í leiknum, sem er það mesta sem nokkur hefur skorað í einum leik það sem af er tímabili. Arenas hitti úr 15 af 20 skot- um í leiknum og var óstöðvandi. Það sem var í raun merkilegra var að Tim Duncan átti einn slakasta leik sinn á ferlinum og hitti aðeins úr þremur af átján skotum sín- um í leiknum. Hann hitti úr tveimur fyrstu skotum sín- um á upphafsmínútunum, en klikkaði svo á fimmtán < skotum í röð. Atlanta Hawks á ekki von á góðu frá honum í næsta leik. Á meðan fyrrum lærisveinar Larrys Brown í Detroit eru á siglingu og líta út fyrir að vera besta liðið í NBA í dag, hefur sá gamli ekki átt sjö dagana sæla í nýja starfinu sínu sem þjálfari New York Knicks. Þeir sem fylgst hafa með Brown í gegn um tíð- ina vita að þar fer stoltur maður og því er enn erfiðara að skilja af hverju í ósköpunum hann tók að sér að þjálfa New York Knicks af öllum lið- um. Brown hefur alltaf sagt að það væri draumur sinn að þjálfa Knicks, en eftir að liðið hefur tapað fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni er strax farið að krauma í Stóra eplinu. Brown er strax farinn að kvarta yfir því að Isiah Thomas, forseti félags- ins, hafi gert sér erfitt fyrir með því að hræra of mikið í leikmannahópn- um og segir að frammistaða þeirra sem fyrir eru hafi valdið honum „sárum vonbrigðum.“ Þær fréttir berast nú frá New York að Larry Brown sé ósáttur við Isiah Thomas, því hann hafi tekið við lið- inu með það fyrir augum að þjálfa ákveðna leikmenn, en sem kunnugt er var félagið iðið við kolann á leik- mannamarkaðnum í sumar og fékk meðal annars til sín hinn „hjart- næma" Eddy Curry frá Chicago Bulls, sem eins og Jerome James, hefur ekki verið til stórræða. Peter Vescey, dálkahöfundur í New York Post, fullyrti fyrir helgina að hann hefði heimildir fýrir því inn- an félagsins að forráðamenn liðsins tjölduðu nú öllu til að losna við leikstórnandann Stephon Marbury, sem gat ekki unnið með Brown með landsliði Bandaríkjanna og það hef- ur svo sannarlega ekki breyst með liði New York Knicks. „Þetta er New York," skrifaði Vescey. „Þar sem Isi- ah Thomas fékk Larry Brown til að þjálfa liðið til að bjarga starfi sínu, en kaldhæðnin er sú að líklega verð- ur það Brown sem tekur starfið hans á endanum." Draumur Larry Brown líkari martröð Fyrstu tvær vikur deildarkeppninnar í NBA lofa svo sannarlega góðu fyrir vetur- inn og á meðan mikið hefur verið um óvænt úrslit, er aðeins eitt lið sem sker sig úr og er taplaust það sem af er. Nýjar Sama niöurstai' Á meðan lið eins og San Antonio, Indiana og Miami Heat hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar og í upphafi leiktíðar í ljósi mannabreytinga, virðist sem margir hafi afskrifað fyrrum meist- ara Detroit Pistons, og þá ekki í fyrsta skipti. Lið Detroit hefur átt frábæru gengi að fagna síðustu fjögur ár, lið- ið vann riðil sinn árið 2002 og 2003, þar sem það vann 50 leiki bæði árin og hampaði titlinum árið 2004. f fyrra var svo liðið aðeins mínútum frá því að verja titilinn en tapaði naumlega fyrir San Antonio Spurs í sjö leikjum. Detroit er að öðrum liðum ólöst- uðum með besta byrjunarlið í deild- inni og þar spila saman leikmenn sem þekkja hver annan inn og út. Aðeins ein grundvallarbreyting hef- ur orðið á liðinu síðan í fyrra, Flip Saunders er sestur í þjálfarastólinn í stað Larry Brown. Saunders er þjálf- ari sem hefur löngu sannað sig í deildinni og náði hann ágætum ár- angri með lið Minnesota í þau ár sem hann stýrði liðinu, en þar átti hann einmitt stóran þátt í því að gefa Chauncey Billups fyrsta alvöru tækifæri sitt í deildinni og því urðu sannkallaðir fagnaðarfundir þegar ljóst var að þeir félagar hæfu störf saman á ný. Billups er leiðtogi Detroit liðsins og hann stýrir því nú eftir höfði Saunders, sem leggur mun meira upp úr sóknarleilcnum en Larry Brown gerði nokkurn tímann. Pi- stons eru þegar þetta er ritað, eina taplausa liðið í NBA deildinni og hefur unnið alla sex leiki sína sem er besta byrjun liðsins síðan það byrj- aði 8-0 tímabilið 1988-89, en þá varð liðið einmitt NBA meistari í fyrsta sinn. Þó leikur liðsins sé vissulega ekki hnökralaus enn sem komið er, hefur liðið unnið í það minnsta tvo leiki með dramatískum hætti þar sem ekkert annað en reynsla meist- aranna tryggði þeim sigur. A botnu brmttím Philadelphia hefur unniö þrjá leiki I röð eftir aö hafa tapaö þremu fyrstu leikjunum. Iverson tekur sln 30 skot i leik og hittir úr 10 þeirra, Webber er stlfbónaöur Hummer-jeppi meö sprungiö á öllum. Verst aö hinir ágsetu aukaleikarar þeirra fá aldrei séns, þvl sumir þeirra eru ágætir körfuboltamenn. Washington (5-1), haföi fram aö helginni aðeins unniö frekar slök lið, en þaö var ekki hægt annað en aö smella Wizards I sparidálkinn eftir að liö- iö sallaöi 137 stigum á Seattleog valtaði yfir meistarana á iaugardags- kvöidið. Arenas var fór hamförum, setti 43 stig á Spurs og hitti úr 15 af20 skotum. Cleveland. LeBron er að læra að leika sér fallega og leyfa hinum krökkunum að vera með. Það erskandall efþetta liö vinnurekki 50leiki i vetur. LA Clippers. Þaö er alltaf fréttnæmt þegar Clippers byrjar 5-1, enda hefur liðið ekki byrjaö betur íná- kvæmlega 20 ár. Sam Cassell segir aö liðinu séu eng- in takmörk sett,en gleymir því kannski aö þetta er nú einu sinni Clippers-liðiö. Richard Hamilton er lík- í lega sá leikmaður sem hagnast mest á breyttum áhersl- um Saunders í sókn- arleiknum, en þessi frábæri skorari er með rúm 22 stig að meðaltali í leik það sem af er og er með yfir 57% hittni utan af velli. Þeir sem eru svo heppnir að vera áskrifendur að NBA TV sáu Hamilton skora glæsilega sigurkörfu gegn Boston á dögunum, þegar aðeins 0,8 sek- úndur lifðu leiks og skömmu síðar gerði hann út af við Phoenix Suns með tveimur körfum á síðustu mín- útunni. Þegar talað er um fulltrúa austur- deildarinnar í úrslitunum í vor, tala menn jafiian mikið um Miami Heat og Indiana Pacers, en eins og tíma- bilið fer af stað nú, er ljóst að enginn skyldi afskrifa austurdeildarmeist- ara tveggja síðustu ára, Detroit Pi- stons. J JrJzjJJíJSíjjj ujjjd Toronto Raptors. Fimm leikir, fimm töp. Um helgina sást stuðningsmaöur liðsins uppi i heimavelli þeirra með skilti sem á stóð;„StuöningsmaðurToronto til leigu." Segir sem segja þarf. Atlanta hefur enn ekki unniö leik og tapaði grátlega með einu stigi fyrir Memphis um helgina. Sviplegt fráfallJason Collier varekki til að bæta það sem vitað var að yrði langur vetur hjá liðinu. Charlotte byrjaði vel, en hefur nú tapað þremur leikjum i röð. Meiðsli lykilmanna há liðinu, en það ætti þó að geta slopp- viö að veröa sér til skammarí veturmeð tvo skemmtilega leik- stjórnendur i sinum röðum. Seattle. Gengi liðsins er ekki ósvipað veðurfarinu sem borgin er þekkt fyrir. Skýjað og úrkoma I grennd. Þrjú mjög Ijót töp i röð, með að meðaltali 31 stigs mun og ieinum þeirra létSeattle út-frákasta sig með 30+,sem er náttúrulega bara rugl. Chauncey Billups Leiðtogi Detroit liðsins og finnursig vel undir stjórn Flip Saunders. STÓRA „R0TNA" EPLIÐ Larry Brown Á erfitt með að koma New York Knicks á beinu brautina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.