Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Side 26
' álíhr ÖV Stjörnumerkin og bílarnir Stjörnumerk- in skipta bilinn múii. Nýlega var gerð könnun í Bretlandi þar sem 1000 manns voru spurðir hversu oft þeir myndu þrífa bíla sína. Könnunin gekk meðal annars út á það að athuga hvort tengsl væru á milli þess hversu oft fólk þrifi bíla sína og í hvaða stjörnumerki þeir væru. Niðurstöður gáfu til kynna að fólk sem er í vogar-, krabba-, fiska-, nauta- og vatnsbera-^1?|TSfc-x merkinu eru mestu sóðarnir þegar kemur að því að / * þrifa bílana sína og þrífa þá sjaldan. Þeir sem eru / - >r' ' fæddir í vatnsbera-, hrúta-, sporðdreka-, og Ijóns- merkinu þvo bíla sína að jafnaði vikulega. Stein- -r-j > geitur og tvíburar segjast þvo bila sína á \ - J' tveggja vikna fresti og meyjur þrífa bíla KðEpgtSjppjgJ ; sina mánaðarlega. ?\ • /-/, / Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum ÍDV Spurt og svaraö Loftflæðiskynjari og/eða yfirgír Ég á Nissan Terrano árg. 2001 með 2,7 lítra túrbódísilvélinni og sjálfskiptingu. Hann vel með farinn, ekinn 75 þús. km og er óbreyttur að öðru leyti en að hann er á dálítið stærri dekkjum þ.e. 275/75 16 - hef í þeim 30 pund. Eyðslumæling sýnir um 20 lítra á hundraði, svolítið breytilegt eftir aðstæðum. Ég er bú- inn að tala við Nissan umboðsverkstæði og þeir segja mér eftir mæl- ingar á tölvu bflsins að allt sé í lagi en þó kemur fram einhver melding frá tölvunni, sem þeir skýrðu ekki frekar, en sögðu þó að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af. Það kom fram hjá þeim að reykþéttnimæling kom mjög vel út. Það er ekki tölvukubbur í bflnum til að auka kraft. Ertu ekki sammála mér að þetta sé of mikil eyðsla? ’Sfeéa, Mæling þýðir ekki að eyðslan sé nákvæm Svar: Mæling þýðir ekki að eyðslan sé nákvæmlega 20 lítrar. Þessi dekk af stærðinni 275 75/16, eru með um 32“ þvermál. Upphaflegu dekkin á þessum bfl eru með 29" þvermál. Hafi hraðamæli ekki verið breytt þegar stærri dekkin voru sett undir þá þýðir rúmlega 10% meira þvermál dekkja að hraðamælirinn mælir 10% færri km fyrir hverja áfyllingu. Það þýðir að eyðslan væri rúmir 18 lítrar á upphaf- legum dekkjum. Því til viðbótar má reikna með að stærri dekkin geri það að verkum að vélin vinni ekki á hagkvæmasta togsviði - gefum okkur að það auki eyðslu þannig að viðmiðið sé 17,5 lítrar á hundrað- ið. Það er samt sem áður of mikil eyðsla - jafnvel þótt ekið sé með talsverðum tilþrifum. Eðlileg eyðsla þessa bfls á þessum dekkjum er 12-13 lítrar. Reykþéttnimæling bendir til að spíssar og olíuverk sé í lagi - enda myndi vélin reykja ef það væri orsök eyðslunnar. Gefi maður sér að yfirgírinn tengist sjálfkrafa á réttum hraða (upp úr 70 á jafhsléttu) og beiti útilokunaraðferðinni virðist ekki vera um annað að ræða en bilaðan loftflæðiskynjara á inntaki vélarinnar - en hann hef- ur átt það til að bila í þessum bflum, jafnvel fyrh 75 þús. km. akstur, án þess að „check engine-ljósið" logi. Þegar flæðiskynjarinn virkar ekki fullkomlega eykst eyðslan og afl vélarinnar minnkar. Því hefur verið haldið fram að sérstakar loftsíur, sem hafa minna viðnám og eru þrifnar með sérstökum vökva í stað þess að endurnýja þær, eyðileggi loftflæðiskynjara (MAP-sensor). Skipt um þéttingu í pústþjöppu Ég er með Hilux 2.4 dísil með túrbínu og millikæli. Það kemur þó nokkuð olíusmit í millikælinn. Hvernig endumýjar maður þéttingar í túbínunni? Endurnýja burðarlegu Svar: Oftast er komið að því að endurnýja burðarlegu pústþjöppu þegar þéttingin gefur sig - slit í legunni er oftar ástæða lekans frekar en að þéttingin hafi skemmst vegna yfirhitnunar. Algengast er að inn- takshús (annað hjólhúsið) túrbínu sé tvískipt og ytri hluti þess sé boltaður á. Dæluhjólið er yfirleitt með ró á öxulnöfinni en á bak við það er pakkdósin og burðarlegan. Hverfilsmegin, það er pústmegin, er yfirleitt ekki önnur þétting en stálhringur sem snýst í spori eða fóðring - fer eftir tegund pústþjöppunnar. Pipar undir stertinn? Er mögulegt að auka afl vélar í VW-Passat árgerð 1998 með 1600 vél? Er hægt að auka afl vélarinnar með einhverjum aðgerðum? Myndi „túrbósett" vera raunhæf lausn á því máli? Of kostnaðarsamt Svar: 1600 vélin í Passat 1998 hentar ekki fyrir pústþjöppukerfl - þær breytingar sem gera þyrfti eru of kostnaðarsamar (annað hedd o.fl.) - 1800 vél, sérstök turbó-vél eða annar bfll með slíkum búnaði væri betri kostur. Hins vegar er möguleiki á að hægt sé að breyta vél- stýrikerfinu með tölvukubbi (en þessi vél er einnig í Polo) til að fá meira afl og/eða bæta öndunina með afkastameiri loftsíu og víðara pústi. Það mun vera til fyrirtæki sem selur svona tölvukubba hér og nefnist Superchip.is, muni ég rétt - þú gætir spurst fyrir um þennan möguleika hjá þeim - aflaukandi pústkerfi færðu til dæmis hjá BJB í Hafnarfirði. Frá því að Toyota Hilux Pickup var fyrst frumsýnd- ur hefur margt breyst. Leó M. Jónsson bílasérfræðing- ur DV leit á 6. kynslóð Toyota Hilux og varð ekki fyrir vonbrigðum. Billinn er talsvert öðruvísi en fyr- irrennar hans en samt sem áður er hann sami einfaldi og vandaði vinnubillinn sem heimsbyggðinni er að svo góðu kunnur. Þægilegri og stoöug er lengri, breiðari, hærri meira hjólhaf. Skúffan i en á eldri Hilux. Sá nýi t legri og stöðugri í akstr I vandaður og rúmgóður Innrétt- ingin, stóiar og sæti væru fullboðleg I fólksbíl á svipuðu verði. Vandaður frá- gangur er áberandi. Innanrými er miklu meira en i eldri Hiiux Þægilegri, bet Toyota Hilux Pickup, sem var frumsýndur 1967, hefur upp frá því verið á meðal mest seldu vinnubfla veraldar. 1983 kom endurhönnuð gerð og aftur 1989 þegar hann var fyrst fáanlegur með 150 ha V6 bens- ínvél og með 4ra dyra húsi (SR5/DoubleCab). Nú hafa 12 millj- ón stykki runnið af færiböndunum hjá Toyota. Árgerð 2005/2006 er 6. kynslóðin - talsvert breyttur og stærri en samt í aðalatriðum sami einfaldi, sterk- byggði og vandaði vinnubfllinn. Byggingin er hefðbundin; efnismikil stigagrind, klafar/gormar að framan í nýrri og breyttir útfærslu en stíf hásing með blaðfjöðrum að aftan. Nú er tannstangarstýri (hlutf. 19,4/3,72 hringir b-b), 297 mm bremsudiskar að framan (25 mm þykkir) en 295 mm skálar að aftan. ABS-læsivörn er á afturhjólum og bremsumar með sjáfvirka átaksjöfn- un á milli fram- og afturhjóla eftir hleðslu bflsins. Kraftmikil dísiivél Hilux4x4ermeð2,5Ktra 16ventla 102 hö túrbódísilvél, 5 gíra beinskipt- an kassa, 4 dyra 5 manna húsi og ríf- lega 1,5 m palli. Þessi dísilvél mun koma mörgum á óvart: Hún er með tvo ofanáliggjandi kambása, beina innsprautun frá forðagrein og þjöpp- unarhlutfall 18,2:1. Vélin er miklu öfl- ugri en ég átti von á enda gónir mað- ur gjaman á hestaflatöluna; 102 hö við 3.600 sm. Margir Hilux-eigendur ■vita þetta hins vegar því sama vél hef- ur verið við lýði frá og með árgerð 2002. Viðbragð við inngjöf er snöggt, vélin rýkur upp í snúningi. Togið er mest 260 Nm og jafnt frá 1.600 og upp í 2.400 sm. Þess má einnig geta að ný þriggja lítra túrbódísilvél er væntan- leg að ári. Hún er þegar í boði annars staðar, til dæmis íÁstralíu en sú vél er með 60% meira afl og rúmlega 30% meira tog. Tveggja og hálfs lítra dísilvélin er mikil framför miðað við þá eldri 2,4 lítra en með henni var Hilux, Tali- bana-trukkurinn svokallaði, ótrúleg- ur sleði - jafnvel eftir að pústþjappan kom. Sá nýi er fyrsti Hilux með dísil- vél sem er kraftmikill vinnubíll. Dísil- vélin er laus við titring og áberandi þýðgeng og hljóðlát. Hámarkshraði er 150 km/klst. og snerpan 17-18 sek. frá kyrrstöðu í 100 km/klst. (12,7 sek með 3 lítra dísilvélinni).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.