Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2005, Síða 31
VÖÐV Lffie •> MÁNU.DAGUR 14. NÓVEMBER 2005 31 Ingvar Þór og I Hallgrímur Andri Ætla að hætta með Fazmo.is og opna eigin síðu. Mikið lesnir Þeir Ingvar og Hallgrímur hafa unn- ið að því hörðum höndum að losna við að vera stimplaðir ofbeldismenn. Það er þó meira en að segja það, Fazmo- nafnið verður ekki hreinsað svo auð- veldlega. Þeir ætla því að opna nýja síðu á næstunni sem þeir tveir munu sjá um. Horn eins og áskorunarhornið, bflahornið og fleiri verða þó áfram á síðunni. „Það er fínt að skipta um nafn og undirstrika að við erum í góðum hugleiðingum," segir Ingvar. Nú ætla þeir að fara að vinna að nýrri síðu sem mun opna von bráðar. Líkegt þykir að sú síða fái mikinn lestur en www.fazmo.is hefur verið í ellefta sæti yfir mest lesnu síður á landinu lengi vel. Strákarnir segja að meðal-heim- sóknarfjöldi á viku sé um 10.000 manns. Strákarnir segja að þeir vonist til þess að sættir muni nást innan hópsins og ákvörðunin um að hætta með síðuna sé tekin í þeirri von um að það gangi í gegn. „Vinskapur okkar strákanna er miklu mikilvægari en einhver heima- síða.“ soli@dv.is „Við ætlum að hætta með síðuna í vikunni," segir Ingvar Þór Gylfason meðlimur í Fazmo. Þeir Ingvar og Hall- grímur Andri hafa haft sig hvað mest í frammi fyrir hönd hópsins en nú hefur komið upp ósætti mUli þeirra og aðila innan hópsins. Þess vegna hafa þeir ákveðið að segja skilið við heimasíðuna og hætta með hana. Öfundsýki og dónaskapur Strákarnir segja að það hafi aldrei náðst almennileg sátt um heimasíðuna eftir að hún varð www.fazmo.is. „Það hafa verið leiðindi í gangi síðan," segir Ingvar. Þeir Ingvar og Hallgrímur hafa verið mikið í sviðsljósinu eftir að heima- síðan fór í loftið og virðist sem sú athygli sem þeir hafa fengið hafl farið fyrir brjóstið á einhverjum hinna með- limanna. Einhverjir hafa lagst svo lágt að setja inn nafnlausar athugasemdir inn á síðuna, þrátt fyrir að vera sjálfír í hópnum. „Það eru þeir sem eru inni á síðunni og þeir sem eru ekki inni á síð- unni," segja drengirnir. Þeir segja að þeir sem hafi yfirhöfuð verið með leið- indi á síðunni séu í mesta lagi 10 manns sem skrifa undir mismunandi nöfnum. Fazmo Hópur- inn eins og hann ieggursig. Strákarnir 1 Fazmo eru fyrir löngu orðnir landsþekktir. Þeir komust fyrst í fjöl- miðla eftir líkamsárás fyrir utan Hverfisbarinn í vor. Eftir það hafa þeir unnið að því hörðum höndum að hreinsa nafn sitt. Nú hefur hins vegar komið upp ósætti innan hópsins og hafa forsprakkarnir, Ingvar Þór og Hallgrímur Andri. sagt skilið við heimasíðu hópsins. m Nylon gefur út smáskífu í Bretlandi í febrúar Mick Jagger veit af Nylon-útgáfuimi „Planið er að þetta fyrsta lag þeirra verði kynnt á útvarpsstöðvum í Bret- landi í janúar," segir Einar Bárðarson, umboðsmaður stúlknanna í Nylon, en þær munu gefa út smáskrfu í Bret- landi í vor. Lagið sem fer í spilun heit- ir Have seen mother baby standing in the shadow og er gamalt Rolling sto- nes-lag. „Ég veit ekki hvort þeir [Roll- ing Stones] hafl heyrt lagið. Þeir vita hins vegar af þessu og höfðu gaman af skilst mér," segir Einar. Það er búið að taka upp fimm lög á ensku sem að Nylon hefiir aldrei sungið á íslensku. Einnig er búið að taka upp plötuna 100% Nylon á ensku og segir Einar að það sé verið iliuga hvort, og þá hvaða lög af þeirri plötu verði gefin út. „Þetta eru svona 15-18 lög á ensku sem við munum velja úr og setja á 12 laga plötu." Einar segir að Nylon-stúlkurnar hafi ekki sagt skilið við íslenskan tón- listarmarkað. „Við erum náttúrulega búin að gefa út nýja plötu sem fer vel af stað. Þær voru að árita í Hag- kaupum í Smáralind um helgina og það kláraðist allur lagerinn af plöt- unni," segir Einar. Einar segir að þeir aðilar erlendis sem hann hafi verið að semja við hafi heillast af því hve stúlkunum hefur gengið vel hér á íslandi. Náð skjótum og glæstum frama. „Þeir komu hing- að á útgáfutónleika í fyrra og sáu þær afgreiða 300 áritanir á 20 mínútum," segir Einar. Á laugardaginn mun Nylon halda útgáfutónleika. „Það ætla nokkrir af þessum lykilmönnum sem við höfum verið í samstarfi við að koma á tón- leikana. Fólk frá Universal meðal annars," segir Einar. Hann gefur lítið fyrir sín afrek í samningum. „Þetta stendur allt og fellur með því hvemig þær standa sig." Logi Ólafsson íþróttakennari er 51 árs f dag. „Maðurinn leyfir sér að dreyma um það sem hann kýs að upplifa eins og ör- yggi,aðdáun,líkamlega snertingu og blíðu. (myndunarafl hans er frjótt um þessar mundir og hann byggir sér upp miklar sviðsmyndir sem örva hann og konuna sem hann elskar á góðan máta," segir í stjörnuspá hans. Logi Ólafsson Vatnsberinn (20.jan.-1s. tebr.i Ekki reyna að þvinga fram lausn á vandamáli sem þú gætir átt til að mikla fyrir þér og eyða þar með dýr- mætri orku þinni í óþarfa áhyggjur. Taktu staðfast á hverju sem verður á vegi þínum meðjákvæðum huga. F\Skm\J (19.febr.-20.mars) Þér er ráðlagt að láta hvers konar reiði eða beiskju vera fjarlægja þér og þínum kæri fiskur. Þú ert vissu- lega á réttri leið ef þú sýnir viðleitni þlna I verki. Hér gæti verið á ferðinni vandi sem er smávægilegur frá þínu sjónarhorni án efa en tekur að sama skapi mikla orku frá þér á einhvern hátt. Hrúturinn (21.mrs-19.aprH) Leyfðu hjarta þínu einstaka sinnum að stjórna huganum. Gefðu andanum innra með þér meiri tlma og dýpri skilning á þörfum þlnum. Nautið (20. april-20 mal) Stjarna nautsins er minnt á að skipuleggja sig og tíma sinn vel ef hún stendur frammi fýrir próflestri eða ein- hvers konar undirbúningi sem tengist starfinu. Tvíburarniri2i. maí-21.]únl) Allt virðist gerast mjög hratt hérna þegar kemur að einhverju sem stendur hjarta þínu næst. Íí(Mm(22.júni-22.júli) Gleymdu ekki að ef þú svarar reiði annarra með eigin reiði er ekki möguleiki á að árangur náist. Fólk fætt undir stjörnu krabbans sigrar ekki orr- ustu sem það missir stjórn á, svo mikið er víst. Reynsla þín er til að þú lærir og þegar ekkert virðist ganga upp og allt virðist jafnvel öfugsnúið ættir þú að * muna að góðir hlutir gerast sannarlega hægt. LjÓníð (22.júii-22. dgúst) I óvissu felst sköpun og frelsi (þetta veistu reyndar). Meyjan (23. ágúst-22. septj Ef þú hefur hafið verkefni sem virðist breyta aðstæðum töluvert sem og viðhorfi þínu til l(fsins,ættir þú að skipuleggja tíma þinn vandlega svo fólkið þitt sitji ekki eftir. Vogil) (23. sept.-23.okt.) Þú ættir að finna þessa ágætu kyrrð sem býr I hjarta þínu um þessar mundir og leita jafnvægis en hér kemur fram að þörf er á hvlld. Sporðdrekinn (24.akt.-2u><w Tækifærin elta þig uppi ef þú lætur engan og ekkert buga þig. Þú ert minnt/ur á að geyma ekki tilfinningar þínar innra með þér mikið lengur af ein- hverjum ástæðum því með því munt þú einungis særa sjálfa/n þig. Ekki taka f skyndiákvarðanir sem þú munt sjá eftir slðar. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Leyfðu þér að njóta alls þess sem veitir þér sanna gleði. Stundum ættir þú að láta mál annarra afskipta- laus og blða þolinmóð/ur eftir að fólkið sem þú umgengst bjargi eigin skinni. Þú átt nóg með sjálfið og ættir að huga fyrst og fremst að eigin líðan. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Ef þú stefnir hátt munt þú á endanum komast þangað sem þú ætlar þér en eðli þitt er eflaust virkt til að sigra. Efldu metnað þinn með framvæmd fýrst og fremst en ekki síður með því að nýta samningahæfileika þína. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.