Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1956, Síða 8

Símablaðið - 01.01.1956, Síða 8
2 SIMAE3LAÐIÐ ara. Hann varð stúdent 1919, lagði síð- an stund á rafmagnsfræði með síma og radíófræði sem höfuðnámsgrein, við fjöllistaháskólann í Kaupmannahöfn, og lauk prófi þaðan í janúar 1926. Vann hann síðan hjá ríkissímanum danska í 11 mánuði. Það sama ár fékk hann styrk hjá Alþingi til frekari fullkomnunar í símaverkfræði, og fór í þeim erindum til Þýzkalands um áramótin 1926— 1927, og var þar í hálft ár, bæði á Technisce Hochsehule (verkfræðahá- skólanum) í Charlottenburg og hjá rík- issímanum þýzka, og ýmsum stærstu símtækjaverksmiðjum þar. Þaðan fór hann til Frakklands og Belgíu, og dvaldi þar í hálfan annan mánuð til þess að kynnast símatækjum og símarekstri þar; fór þaðan aftur til Þýzkalands og kom eftir skamma dvöl þar, heim til ls- lands. Var hann þá hinn eini hér á landi, er lokið hafði háskólaprófi í síma- verkfræði. Eftir heimkomuna stundaði Briem ýmis verkfræðistörf þar til hann réðist til Landssímans árið 1929. Hef- ur hann síðan verið yfirverkfræðingur stofnunarinnar, en jafnframt hefur Nýr póst- og' símamálastjóri tekur sæti. hann verið verkfræðingur Ríkisútvarps- ins frá stofnun þess. Gunnlaugur Briem hefur leyst af höndum mörg trúnaðarstörf fyrir stofn- unina, utan síns raunverulega verka- hrings. Hann hefur oft gegnt störfum landssímastjóra, og setið símaráðstefn- ur utanlands og innan. Frá stofnun Starfsmannaráðs Lands- símans 1953, hefur hann átt sæti í því. Á þeim vettvangi hefur hann kynnzt viðhorfi starfsmannanna og samtaka þeirra til hinna ýmsu viðfangsefna stofnunarinnar, og á hvern hátt bezt verða leyst sameiginleg hagsmunamál starfsfólksins og stofnunarinnar, og ekki síður ágreiningsmálin. Væntir Símabl. þess, að sú kynning hans reynist honum ekki síðra vega- nesti í hinu vandasama starfi en hans víðtæka þekking á öðrum sviðum. Bréfritarar póst- og símamálastjóra.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.